Körfubolti

Jonathan Griffin látinn fara frá Grindavík

mynd/víkurfréttir

Grindvíkingar hafa ákveðið að láta Bandaríkjamanninn Jonathan Griffin fara frá liðinu og hafa í hans stað samið við landa hans Jamaal Williams sem er kraftframherji. Þessi ráðstöfun Grindvíkinga kemur nokkuð á óvart því Griffin var búinn að leika vel í vetur.

Á heimasíðu Grindvíkinga er haft eftir Friðrik Ragnarssyni þjálfara að hér sé fyrst og fremst um taktíska breytingu á liðinu að ræða og bendir á að vantað hafi meiri hæð í liðið fyrir átökin í úrslitakeppninni.

Griffin hefur verið einn besti maður Grindavíkur í vetur og hefur skorað rúm 23 stig í leik. Hann er stigahæstur og frákastahæstur í liðinu, næst efstur í stoðsendingum og hefur stolið flestum boltum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×