Fótbolti

Vænn bónus í vændum fyrir ensku liðin

Ensku stórliðin sem komin eru áfram í Meistaradeild Evrópu eiga von á ríkulegum bónusum vegna sjónvarpstekna ef þau komast áfram í undanúrslitin.

Bilið milli ríkustu og sigursælustu liðanna á Englandi er alltaf að breikka og ef ensku liðin kæmust öll í undanúrslitin í Meistaradeildinni ættu þau sannarlega von á ríkulegum ávöxtum.

Þannig er áætlað að ensku liðin gætu fengið á bilinu þrjá til fimm milljarða króna hvert fyrir það eitt að tryggja sér sæti í undanúrslitunum vegna þeirra gríðarlega háu fjárhæða sem sjónvarpsstöðvarnar þurfa að punga út fyrir réttinn á að sýna leikina.

Megnið af þessum fjárhæðum rennur til liðanna og hvert ensku liðanna fær samkvæmt því þeim mun hærri bónus eftir því sem færri ensk lið verða í undanúrslitunum.

Inn í þessari töfræði eru svo ekki upphæðir sem kæmu inn í kassann af miðasölu og sölu á varningi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×