Valur vann góðan og afar mikilvægan sigur á FSu í einvígi þessara liða um laust sæti í Iceland Express deildinni. Þetta var fyrsti leikur þessara liða en hann endaði 83-89 eftir framlengingu.
Með þessum sigri stigu Valsmenn stórt skref í átt að úrvalsdeildarsæti. Leikurinn var í járnum allan tíma og mikil spenna á Selfossi.