Eiríkur lofar ÍR-sigri í kvöld 3. apríl 2008 17:42 Eiríkur Önundarson og félagar mæta KR í kvöld Mynd/Daniel Reynsluboltinn Eiríkur Önundarson segir ekkert annað en sigur koma til greina hjá ÍR í kvöld þegar liðið sækir KR heim í oddaleik um sæti í undanúrslitum Iceland Express deildar karla í körfubolta. ÍR-ingar höfðu sigur í fyrsta leiknum í vesturbænum en KR tókst að jafna metin í rimmunni með naumum sigri í framlengdum hörkuleik í vikunni. Það má því búast við að heitt verði í kolunum í DHL höllinni í kvöld. Leikurinn verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport og hefst útsending klukkan 19:05. "Það er búinn að vera titringur í manni í allan dag og maður getur ekki beðið eftir að fá útrás fyrir hann," sagði Eiríkur í samtali við Vísi. "Það er mjög góð stemming í hópnum þó við séum auðvitað svekktir að hafa tapað öðrum leiknum. Okkur finnst við hafa ráðið ferðinni í þessu einvígi og við áttum að klára þetta. Það þýðir samt ekkert að gráta það og við verðum bara að mæta klárir í kvöld," sagði Eiríkur. ÍR-ingar hafa sýnt að þeir geta unnið KR á útivelli og við spurðum Eirík hvort það hleypti ekki auknu sjálfstrausti í mannskapinn. "Jú vissulega, en við erum með þannig lið að okkur finnst við geta unnið hvern sem er hvar sem er. Bæði ÍR og KR eru að spila vel í augnablikinu og ef menn skilja ekki allt eftir á gólfinu í kvöld eiga þeir bara að finna sér eitthvað annað að gera. Ég geri ráð fyrir að verði frábær stemming og góð mæting á þennan leik í kvöld," sagði Eiríkur. Yfirlýsingar Hreggviðs Magnússonar hjá ÍR og Fannars Ólafssonar hjá KR vöktu athygli í kring um leikina á dögunum þar sem Hreggviður sagði að ÍR væri einfaldlega miklu betra lið en KR. Fannar svaraði honum í viðtali við Stöð 2 Sport eftir annan leikinn, en skildi Hreggviður vera klár í að koma með fleiri yfirlýsingar? "Já, já. Hann er alveg klár í það og stendur við sitt. Það er búið að vera gaman að heyra yfirlýsingar þeirra tveggja. Það æsir þetta upp og býr til stemmingu og ég held að verði erfitt að stöðva liðið sem fer áfram úr þessu einvígi." En er Eiríkur tilbúinn að lofa sigri í kvöld? "Já, við erum að fara í þennan leik til að vinna hann og ég skal bara lofa því að við vinnum í kvöld," sagði Eiríkur í samtali við Vísi. Dominos-deild karla Mest lesið „Getum gengið stoltar frá borði“ Handbolti Aron og Bjarki Már gerðu sitt í París Handbolti Hamrarnir héldu Refunum í fallsæti Enski boltinn Uppgjörið: Grótta - Haukar 21-31 | Haukar munu etja keppi við Fram í úrslitum Handbolti Hinn reynslumikli Stafford eftirsóttur Sport Magnaður Sigvaldi sökkti Magdeburg Handbolti „Settum í sjötta gír í seinni hálfleik“ Handbolti Bologna kom til baka gegn AC Milan Fótbolti „Viðurkenni að maður fékk fiðring í magann” Handbolti Uppgjörið: Fram - Valur 22-20 | Fram í bikarúrslit Handbolti Fleiri fréttir Rosaleg troðsla í NBA: „Greyið sem var undir honum“ „Ég elska að vera á Íslandi“ Ekki lengur hægt að vera allsber og taka orminn Neitar að tjá sig um ósættið við Kristófer: „Á milli mín og hans“ „Færð mig ekki í einhverja umræðu um Íslandsmeistaratitilinn núna“ Uppgjörið: Njarðvík - Þór Ak. 93-80 | Sjötti sigur grænna í röð Valskonur unnu meistarana Hatar samfélagsmiðla Bíður í startholunum í Washington: „Ég elska Ísland og Selfoss“ „Geitin“ í kvennakörfunni hætt Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Doncic með þrennu á móti Dallas og Lakers fólkið söng „Takk fyrir Nico“ Aþena vann loksins leik „Eins gott að þeir fari að fokking semja“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 77-64 | Slökktu á gestunum í seinni hálfleik „Hún er búin að vera algjör klettur í þessu öllu“ Utan vallar: Pedersen ætti að vera þjóðhetja Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ „Þetta er eins og að vera dömpað“ Aðrir í VIP-sætum þeirra sem skráðu söguna Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Sex fara fyrir Ísland á sitt fyrsta stórmót Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Martin komst í hóp þeirra gömlu og mjög góðu Popovich kemur ekki til baka á þessu tímabili Loksins fékk Lakers að sjá Luka eins og við þekkjum hann Sjá meira
Reynsluboltinn Eiríkur Önundarson segir ekkert annað en sigur koma til greina hjá ÍR í kvöld þegar liðið sækir KR heim í oddaleik um sæti í undanúrslitum Iceland Express deildar karla í körfubolta. ÍR-ingar höfðu sigur í fyrsta leiknum í vesturbænum en KR tókst að jafna metin í rimmunni með naumum sigri í framlengdum hörkuleik í vikunni. Það má því búast við að heitt verði í kolunum í DHL höllinni í kvöld. Leikurinn verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport og hefst útsending klukkan 19:05. "Það er búinn að vera titringur í manni í allan dag og maður getur ekki beðið eftir að fá útrás fyrir hann," sagði Eiríkur í samtali við Vísi. "Það er mjög góð stemming í hópnum þó við séum auðvitað svekktir að hafa tapað öðrum leiknum. Okkur finnst við hafa ráðið ferðinni í þessu einvígi og við áttum að klára þetta. Það þýðir samt ekkert að gráta það og við verðum bara að mæta klárir í kvöld," sagði Eiríkur. ÍR-ingar hafa sýnt að þeir geta unnið KR á útivelli og við spurðum Eirík hvort það hleypti ekki auknu sjálfstrausti í mannskapinn. "Jú vissulega, en við erum með þannig lið að okkur finnst við geta unnið hvern sem er hvar sem er. Bæði ÍR og KR eru að spila vel í augnablikinu og ef menn skilja ekki allt eftir á gólfinu í kvöld eiga þeir bara að finna sér eitthvað annað að gera. Ég geri ráð fyrir að verði frábær stemming og góð mæting á þennan leik í kvöld," sagði Eiríkur. Yfirlýsingar Hreggviðs Magnússonar hjá ÍR og Fannars Ólafssonar hjá KR vöktu athygli í kring um leikina á dögunum þar sem Hreggviður sagði að ÍR væri einfaldlega miklu betra lið en KR. Fannar svaraði honum í viðtali við Stöð 2 Sport eftir annan leikinn, en skildi Hreggviður vera klár í að koma með fleiri yfirlýsingar? "Já, já. Hann er alveg klár í það og stendur við sitt. Það er búið að vera gaman að heyra yfirlýsingar þeirra tveggja. Það æsir þetta upp og býr til stemmingu og ég held að verði erfitt að stöðva liðið sem fer áfram úr þessu einvígi." En er Eiríkur tilbúinn að lofa sigri í kvöld? "Já, við erum að fara í þennan leik til að vinna hann og ég skal bara lofa því að við vinnum í kvöld," sagði Eiríkur í samtali við Vísi.
Dominos-deild karla Mest lesið „Getum gengið stoltar frá borði“ Handbolti Aron og Bjarki Már gerðu sitt í París Handbolti Hamrarnir héldu Refunum í fallsæti Enski boltinn Uppgjörið: Grótta - Haukar 21-31 | Haukar munu etja keppi við Fram í úrslitum Handbolti Hinn reynslumikli Stafford eftirsóttur Sport Magnaður Sigvaldi sökkti Magdeburg Handbolti „Settum í sjötta gír í seinni hálfleik“ Handbolti Bologna kom til baka gegn AC Milan Fótbolti „Viðurkenni að maður fékk fiðring í magann” Handbolti Uppgjörið: Fram - Valur 22-20 | Fram í bikarúrslit Handbolti Fleiri fréttir Rosaleg troðsla í NBA: „Greyið sem var undir honum“ „Ég elska að vera á Íslandi“ Ekki lengur hægt að vera allsber og taka orminn Neitar að tjá sig um ósættið við Kristófer: „Á milli mín og hans“ „Færð mig ekki í einhverja umræðu um Íslandsmeistaratitilinn núna“ Uppgjörið: Njarðvík - Þór Ak. 93-80 | Sjötti sigur grænna í röð Valskonur unnu meistarana Hatar samfélagsmiðla Bíður í startholunum í Washington: „Ég elska Ísland og Selfoss“ „Geitin“ í kvennakörfunni hætt Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Doncic með þrennu á móti Dallas og Lakers fólkið söng „Takk fyrir Nico“ Aþena vann loksins leik „Eins gott að þeir fari að fokking semja“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 77-64 | Slökktu á gestunum í seinni hálfleik „Hún er búin að vera algjör klettur í þessu öllu“ Utan vallar: Pedersen ætti að vera þjóðhetja Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ „Þetta er eins og að vera dömpað“ Aðrir í VIP-sætum þeirra sem skráðu söguna Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Sex fara fyrir Ísland á sitt fyrsta stórmót Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Martin komst í hóp þeirra gömlu og mjög góðu Popovich kemur ekki til baka á þessu tímabili Loksins fékk Lakers að sjá Luka eins og við þekkjum hann Sjá meira