Grindvíkingar urðu í kvöld síðasta liðið til að tryggja sér sæti í undanúrslitum úrslitakeppni Iceland Express deildarinnar þegar þeir lögðu Skallagrím 93-78.
Heimamenn höfðu yfir 45-31 og virtust vera með leikinn í hendi sér í síðari hálfleik áður en gestirnir minnkuðu muninn í 9 stig þegar skammt var til leiksloka.
Tvær stórar þriggja stiga körfur í röð frá Þorleifi Ólafssyni og Páli Axeli Vilbergssyni gerðu út um leikinn.
Grindvíkingar mæta Snæfelli í næstu umferð, en ÍR mætir Keflavík.