Hlynur: Nefið er í fínu lagi 8. apríl 2008 15:00 Hlynur fékk þungt högg á nefið í gær en slapp með lítinn skurð mynd/víkurfréttir "Ég er bara ágætur í nefinu. Ég fór upp á slysó í gær og beið þar í nokkra klukkutíma. Það var mjög gefandi," sagði Hlynur Bæringsson, leikmaður Snæfells þegar Vísir spurði hann hvernig hann væri í nefinu eftir leikinn gegn Grindavík í gær. Hlynur lenti í hörðu samstuði við Jamaal Williams hjá Grindavík og óttuðust menn að hann væri nefbrotinn, því blóð flæddi úr nefi hans. Eins og sannur stríðsmaður sneri Hlynur aftur til leiks og kláraði dæmið með félögum sínum. Hann segir meiðslin ekki alvarleg. "Ég fékk bara smá skurð á nefið og það er allt í lagi með mig. Þetta var svolítið gott högg og ég hélt líka að ég væri nefbrotinn fyrst. Ég er nú ekki það góð skytta að það hefði verið óheppilegt fyrir mig að vera með einhverja grímu eða eitthvað svoleiðis," sagði Hlynur léttur í bragði. Snæfellingar fóru með sigur af hólmi í fyrsta leiknum við Grindvíkinga í undanúrslitum Iceland Express deildarinnar í gær og eiga næst heimaleik í Stykkishólmi. Margir vildu meina að Snæfellingar hefðu sloppið með skrekkinn í gær því heimamenn í Grindavík virtust vera með leikinn í hendi sér þegar skammt var til leiksloka. "Við vorum að tapa boltanum allt of mikið í gær, sérstaklega í fyrri hálfleik, en við vorum að frákasta vel. Öll þessi sóknarfráköst hefðu átt að koma okkur í góða stöðu til að vinna leikinn en við eyddum því öllu út með öllum þessum töpuðu boltum," sagði Hlynur, en Snæfellingar töpuðu yfir 20 boltum í leiknum. Hann vill þó ekki meina að það hafi verið heppni að Snæfelli tæki fyrsta leikinn í einvíginu. "Eins og Svali Björgvinsson sagði svo skemmtilega - heppni er ekki til í íþróttum. Þú býrð til þína eigin heppni og þetta byggist mikið á því hvaða ákvarðanir þú eða mótherjar þínir taka. Ég ætla ekki að afsaka mig með heppni þegar ég tapa og ég geri það ekki heldur ef ég vinn. Ég nenni ekki að æfa allan veturinn ef útkoman ræðst af heppni," sagði Hlynur. Annar leikur Snæfells og Grindavíkur verður spilaður í Stykkishólmi á fimmtudagskvöldið og Hlynur og félagar vita hvað þeir þurfa að gera í þeim leik. "Við verðum að spila betri vörn en við gerðum í gær, passa upp á boltann og svo verðum við Justin Shouse að gæta betur að þeim Jamaal Williams og Adam Darboe - þá erum við í ágætum málum," sagði Hlynur, sem reiknar með að verði fullt út úr dyrum á fimmtudagskvöldið. Dominos-deild karla Mest lesið Í beinni: Haukar - Njarðvík | Oddaleikur um titilinn Körfubolti Markverði Víðis boðið til Real Madrid „Agndofa við að sjá þetta allt“ Fótbolti Þriggja ára reglan heyrir sögunni til Körfubolti Dæmir úrslitaleik Evrópudeildar þrátt fyrir umdeilda fortíð Fótbolti Viktor Gísli búinn að semja við Barcelona Handbolti Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Íslenski boltinn Rændi banka á leiðinni á völlinn og dæmdur í 32 ára fangelsi Sport Dóttir Lauge fæddist löngu fyrir tímann Handbolti Alltaf markmiðið að spila fyrir Barcelona Sport Víðir og Reynir ekki í eina sæng Íslenski boltinn Fleiri fréttir Tatum með slitna hásin Í beinni: Haukar - Njarðvík | Oddaleikur um titilinn Sjáðu stemmningsmyndbandið fyrir oddaleikinn „Mætum óttalaus“ Settu nýtt met í heppni og fá velja fyrstir Meistararnir á bjargbrún og langri bið Knicks að ljúka Þriggja ára reglan heyrir sögunni til Steinar Kaldal: Ótrúleg tilfinning Hinn skapheiti Agravanis missir af næsta leik úrslitaeinvígisins Uppgjörið: Ármann - Hamar 91-85 | Ármann leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð Lögmálið: „Er eitthvað að því að Randle sé búinn að vera betri en Ant?“ Indiana tók Cleveland í bakaríið „Pabbi og mamma Milka, Hesseldal, Basile og Dinkins hljóta að koma sterk inn í haust“ Hermann Hauks um hegðun Agravanis: Lið í Evrópu vilja hann ekki út af þessu „Gerðum hlutina rétt í þessum leik“ Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 103-74 | Andlegt gjaldþrot gestanna í stjörnuleik Ægis KKÍ breytir reglum varðandi erlenda leikmenn „Stoltið sem fylgir því að verja sinn heimavöll verður að vera til staðar“ „Við ætluðum bara ekki að tapa“ Úlfarnir búnir að snúa einvíginu sér í vil Meistararnir á lífi eftir stórsigur í New York „Persónulega fannst mér þær byrja að fagna of snemma“ Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 94-78 | Njarðvíkingar settu í fimmta gír í seinni „Mikilvægt að okkar uppöldu KR-ingar spili með félaginu“ Hamarsmenn tryggðu sér oddaleik Hristi af sér meiðsli á „ódauðlega“ ökklanum og fagnaði sigri Stóð við stóru orðin og fór í átta klukkutíma göngutúr heim til sín Miðasala á Dúllubar í dag og VIP-miðar á 15.000 krónur „Helmingurinn af liðinu var veikur“ Ægir Þór: Við vorum heilt yfir miklu betri Sjá meira
"Ég er bara ágætur í nefinu. Ég fór upp á slysó í gær og beið þar í nokkra klukkutíma. Það var mjög gefandi," sagði Hlynur Bæringsson, leikmaður Snæfells þegar Vísir spurði hann hvernig hann væri í nefinu eftir leikinn gegn Grindavík í gær. Hlynur lenti í hörðu samstuði við Jamaal Williams hjá Grindavík og óttuðust menn að hann væri nefbrotinn, því blóð flæddi úr nefi hans. Eins og sannur stríðsmaður sneri Hlynur aftur til leiks og kláraði dæmið með félögum sínum. Hann segir meiðslin ekki alvarleg. "Ég fékk bara smá skurð á nefið og það er allt í lagi með mig. Þetta var svolítið gott högg og ég hélt líka að ég væri nefbrotinn fyrst. Ég er nú ekki það góð skytta að það hefði verið óheppilegt fyrir mig að vera með einhverja grímu eða eitthvað svoleiðis," sagði Hlynur léttur í bragði. Snæfellingar fóru með sigur af hólmi í fyrsta leiknum við Grindvíkinga í undanúrslitum Iceland Express deildarinnar í gær og eiga næst heimaleik í Stykkishólmi. Margir vildu meina að Snæfellingar hefðu sloppið með skrekkinn í gær því heimamenn í Grindavík virtust vera með leikinn í hendi sér þegar skammt var til leiksloka. "Við vorum að tapa boltanum allt of mikið í gær, sérstaklega í fyrri hálfleik, en við vorum að frákasta vel. Öll þessi sóknarfráköst hefðu átt að koma okkur í góða stöðu til að vinna leikinn en við eyddum því öllu út með öllum þessum töpuðu boltum," sagði Hlynur, en Snæfellingar töpuðu yfir 20 boltum í leiknum. Hann vill þó ekki meina að það hafi verið heppni að Snæfelli tæki fyrsta leikinn í einvíginu. "Eins og Svali Björgvinsson sagði svo skemmtilega - heppni er ekki til í íþróttum. Þú býrð til þína eigin heppni og þetta byggist mikið á því hvaða ákvarðanir þú eða mótherjar þínir taka. Ég ætla ekki að afsaka mig með heppni þegar ég tapa og ég geri það ekki heldur ef ég vinn. Ég nenni ekki að æfa allan veturinn ef útkoman ræðst af heppni," sagði Hlynur. Annar leikur Snæfells og Grindavíkur verður spilaður í Stykkishólmi á fimmtudagskvöldið og Hlynur og félagar vita hvað þeir þurfa að gera í þeim leik. "Við verðum að spila betri vörn en við gerðum í gær, passa upp á boltann og svo verðum við Justin Shouse að gæta betur að þeim Jamaal Williams og Adam Darboe - þá erum við í ágætum málum," sagði Hlynur, sem reiknar með að verði fullt út úr dyrum á fimmtudagskvöldið.
Dominos-deild karla Mest lesið Í beinni: Haukar - Njarðvík | Oddaleikur um titilinn Körfubolti Markverði Víðis boðið til Real Madrid „Agndofa við að sjá þetta allt“ Fótbolti Þriggja ára reglan heyrir sögunni til Körfubolti Dæmir úrslitaleik Evrópudeildar þrátt fyrir umdeilda fortíð Fótbolti Viktor Gísli búinn að semja við Barcelona Handbolti Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Íslenski boltinn Rændi banka á leiðinni á völlinn og dæmdur í 32 ára fangelsi Sport Dóttir Lauge fæddist löngu fyrir tímann Handbolti Alltaf markmiðið að spila fyrir Barcelona Sport Víðir og Reynir ekki í eina sæng Íslenski boltinn Fleiri fréttir Tatum með slitna hásin Í beinni: Haukar - Njarðvík | Oddaleikur um titilinn Sjáðu stemmningsmyndbandið fyrir oddaleikinn „Mætum óttalaus“ Settu nýtt met í heppni og fá velja fyrstir Meistararnir á bjargbrún og langri bið Knicks að ljúka Þriggja ára reglan heyrir sögunni til Steinar Kaldal: Ótrúleg tilfinning Hinn skapheiti Agravanis missir af næsta leik úrslitaeinvígisins Uppgjörið: Ármann - Hamar 91-85 | Ármann leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð Lögmálið: „Er eitthvað að því að Randle sé búinn að vera betri en Ant?“ Indiana tók Cleveland í bakaríið „Pabbi og mamma Milka, Hesseldal, Basile og Dinkins hljóta að koma sterk inn í haust“ Hermann Hauks um hegðun Agravanis: Lið í Evrópu vilja hann ekki út af þessu „Gerðum hlutina rétt í þessum leik“ Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 103-74 | Andlegt gjaldþrot gestanna í stjörnuleik Ægis KKÍ breytir reglum varðandi erlenda leikmenn „Stoltið sem fylgir því að verja sinn heimavöll verður að vera til staðar“ „Við ætluðum bara ekki að tapa“ Úlfarnir búnir að snúa einvíginu sér í vil Meistararnir á lífi eftir stórsigur í New York „Persónulega fannst mér þær byrja að fagna of snemma“ Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 94-78 | Njarðvíkingar settu í fimmta gír í seinni „Mikilvægt að okkar uppöldu KR-ingar spili með félaginu“ Hamarsmenn tryggðu sér oddaleik Hristi af sér meiðsli á „ódauðlega“ ökklanum og fagnaði sigri Stóð við stóru orðin og fór í átta klukkutíma göngutúr heim til sín Miðasala á Dúllubar í dag og VIP-miðar á 15.000 krónur „Helmingurinn af liðinu var veikur“ Ægir Þór: Við vorum heilt yfir miklu betri Sjá meira
Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Íslenski boltinn
Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Íslenski boltinn