Helgi Jóhannesson og Tinna Helgadóttir komust í morgun áfram í aðra umferð í tvenndarleik á Evrópumótinu í badminton sem fer fram í Danmörku.
Þau mættu pari frá Eistlandi og unnu öruggan sigur, 21-13 og 21-13.
Bjarki Stefánsson og Katrín Atladóttir kepptu einnig í tvenndarleik í morgun og töpuðu fyrir sterku pari frá Úkraínu, 21-11 og 21-12.
Önnur umferð hefst síðar í dag og mæta þau Tinna og Helgi annað hvort pari frá Þýskalandi eða Póllandi.
Keppni í einliðaleik karla og kvenna hefst einnig í dag þar sem fimm íslenskir keppendur verða í eldlínunni.