Þátturinn Utan vallar verður á dagskrá Stöðvar 2 Sports í kvöld þar sem afreksstefna íþróttafélaganna í landinu verður til umfjöllunar.
Gestir þáttarins verða þeir Sebastian Alexandersson, Bárður Eyþórsson og Bjarni Jóhannsson.
Sebastian er þjálfari handboltaliðs Selfyssinga sem hafa verið að hlúa vel að mótun afreksmanna í íþróttinni. Báður er þjálfari Fjölnis í körfubolta og stýrir einnig íþróttaakademíu Borgarholtsskóla. Þá mun Bjarni, sem er þjálfari Stjörnunnar í knattspyrnu, flytja fyrirlestur á vegum ÍSÍ um afreksíþróttir í framhaldsskólum.
Nærmyndin er af Katrínu Jónsdóttur landsliðsfyrirliða og þá verða sérfræðingarnir á sínum stað.