40.000 manns ferðast daglega eða vikulega milli Norðurlandanna sökum vinnu Gunnar Örn Jónsson skrifar 26. júní 2009 10:19 Hin fræga verslunargata, Strikið í Kaupmannahöfn. Fulltrúar í Norðurlandaráði fjölluðu í gær um landamærahindranir á Norðurlöndum á fundi sínum í Tornedalen. Um 40.000 einstaklingar ferðast daglega eða vikulega milli Norðurlandanna vegna vinnu og álíka margir flytja milli landa árlega. Eru þessar staðreyndir áhugaverðar í ljósi þess fólksflótta sem á sér stað við núverandi aðstæður á Íslandi. Fjölmargir Íslendingar hafa flutt til Norðurlandanna á undanförnum mánuðum og útlit er fyrir að fleiri bætist í hópinn. Ingvar Kamprad framkvæmdastjóri IKEA tók þátt í fundinum, en eftir að hann stofnaði fyrirtækið IKEA í Haparanda í Svíþjóð hefur hann tekið virkan þátt í því að ryðja stjórnsýsluhindrunum úr vegi á svæðinu. Ein af þeim óskum sem fram kom á fundinum var krafan um að Haparanda og Torneå sem eru tvíbúaasveitarfélög væru á sama tímabelti. Ole Norrback, sérstakur fulltrúi sem unnið hefur að því að ryðja hindrunum úr vegi, lýsti miklum áhyggjum yfir því að treglega gengi að ryðja hindrunum á Norðurlöndum úr vegi. Hann hvatti stjórnmálamennina til að túlka lögin af skynsemi og ekki alltaf bókstaflega til að auka sveigjanleikann. Hann lýsti einnig eftir samstarfi norrænu ríkjanna við innleiðingu tilskipanna ESB. „Pólitíski viljinn er veikur", sagði Ole Norrback og sagði stjórnmálamennina hafa völdin, ekki stjórnsýsluhindranirnar. Johan Tiedemann, ráðuneytisstjóri fyrir norræn mál í Svíþjóð, sagði að einstaklingar á Norðurlöndunum teldu það sjálfgefið að hægt væri að flytjast á milli Norðurlandanna án vandkvæða, en hann benti á að lög og reglur væru ólík í löndunum. Forsætisnefnd Norðurlandaráðs ákvað einnig að skrifa til samstarfsráðherranna og leita eftir auknum pólitískum stuðningi við afnám landamærahindrana. Þetta kemur fram á vefsíðunni Norden.org. Mest lesið Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Viðskipti innlent Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Viðskipti innlent Innleiðing stefnu: Það er starfsfólkið sem skorar mörkin en ekki stjórnendur Atvinnulíf Setja stefnuna á seinni hluta árs Viðskipti innlent Hjá lækninum: Pikk, pikk, pikk og klikk, klikk, klikk Atvinnulíf Opið fyrir innsendingar í Lúðurinn 2025 Samstarf Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Viðskipti innlent Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Viðskipti innlent Þarf stundum að kalla á eiginkonuna „komdu að sofa ástin“ Atvinnulíf Gjöfult samstarf Arion banka og íslenska karlalandsliðsins í yfir tuttugu ár Samstarf Fleiri fréttir Kínverjar með langmesta viðskiptaafgang sögunnar Eitt besta leitarárið á norska landgrunninu Samþykktu stofnun stærsta fríverslunarsvæðis í heimi Í hóp fimm milljarðamæringa úr tónlistarsenunni Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Ekkert verður úr TikTok-banni með nýjum samningi Hæstu stýrivextir í þrjátíu ár Höfnuðu yfirtökutilboði Paramount Messenger-forritið heyrir sögunni til Lofar að koma böndum á CNN Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vandamál“ ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Sjá meira
Fulltrúar í Norðurlandaráði fjölluðu í gær um landamærahindranir á Norðurlöndum á fundi sínum í Tornedalen. Um 40.000 einstaklingar ferðast daglega eða vikulega milli Norðurlandanna vegna vinnu og álíka margir flytja milli landa árlega. Eru þessar staðreyndir áhugaverðar í ljósi þess fólksflótta sem á sér stað við núverandi aðstæður á Íslandi. Fjölmargir Íslendingar hafa flutt til Norðurlandanna á undanförnum mánuðum og útlit er fyrir að fleiri bætist í hópinn. Ingvar Kamprad framkvæmdastjóri IKEA tók þátt í fundinum, en eftir að hann stofnaði fyrirtækið IKEA í Haparanda í Svíþjóð hefur hann tekið virkan þátt í því að ryðja stjórnsýsluhindrunum úr vegi á svæðinu. Ein af þeim óskum sem fram kom á fundinum var krafan um að Haparanda og Torneå sem eru tvíbúaasveitarfélög væru á sama tímabelti. Ole Norrback, sérstakur fulltrúi sem unnið hefur að því að ryðja hindrunum úr vegi, lýsti miklum áhyggjum yfir því að treglega gengi að ryðja hindrunum á Norðurlöndum úr vegi. Hann hvatti stjórnmálamennina til að túlka lögin af skynsemi og ekki alltaf bókstaflega til að auka sveigjanleikann. Hann lýsti einnig eftir samstarfi norrænu ríkjanna við innleiðingu tilskipanna ESB. „Pólitíski viljinn er veikur", sagði Ole Norrback og sagði stjórnmálamennina hafa völdin, ekki stjórnsýsluhindranirnar. Johan Tiedemann, ráðuneytisstjóri fyrir norræn mál í Svíþjóð, sagði að einstaklingar á Norðurlöndunum teldu það sjálfgefið að hægt væri að flytjast á milli Norðurlandanna án vandkvæða, en hann benti á að lög og reglur væru ólík í löndunum. Forsætisnefnd Norðurlandaráðs ákvað einnig að skrifa til samstarfsráðherranna og leita eftir auknum pólitískum stuðningi við afnám landamærahindrana. Þetta kemur fram á vefsíðunni Norden.org.
Mest lesið Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Viðskipti innlent Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Viðskipti innlent Innleiðing stefnu: Það er starfsfólkið sem skorar mörkin en ekki stjórnendur Atvinnulíf Setja stefnuna á seinni hluta árs Viðskipti innlent Hjá lækninum: Pikk, pikk, pikk og klikk, klikk, klikk Atvinnulíf Opið fyrir innsendingar í Lúðurinn 2025 Samstarf Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Viðskipti innlent Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Viðskipti innlent Þarf stundum að kalla á eiginkonuna „komdu að sofa ástin“ Atvinnulíf Gjöfult samstarf Arion banka og íslenska karlalandsliðsins í yfir tuttugu ár Samstarf Fleiri fréttir Kínverjar með langmesta viðskiptaafgang sögunnar Eitt besta leitarárið á norska landgrunninu Samþykktu stofnun stærsta fríverslunarsvæðis í heimi Í hóp fimm milljarðamæringa úr tónlistarsenunni Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Ekkert verður úr TikTok-banni með nýjum samningi Hæstu stýrivextir í þrjátíu ár Höfnuðu yfirtökutilboði Paramount Messenger-forritið heyrir sögunni til Lofar að koma böndum á CNN Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vandamál“ ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Sjá meira