40.000 manns ferðast daglega eða vikulega milli Norðurlandanna sökum vinnu Gunnar Örn Jónsson skrifar 26. júní 2009 10:19 Hin fræga verslunargata, Strikið í Kaupmannahöfn. Fulltrúar í Norðurlandaráði fjölluðu í gær um landamærahindranir á Norðurlöndum á fundi sínum í Tornedalen. Um 40.000 einstaklingar ferðast daglega eða vikulega milli Norðurlandanna vegna vinnu og álíka margir flytja milli landa árlega. Eru þessar staðreyndir áhugaverðar í ljósi þess fólksflótta sem á sér stað við núverandi aðstæður á Íslandi. Fjölmargir Íslendingar hafa flutt til Norðurlandanna á undanförnum mánuðum og útlit er fyrir að fleiri bætist í hópinn. Ingvar Kamprad framkvæmdastjóri IKEA tók þátt í fundinum, en eftir að hann stofnaði fyrirtækið IKEA í Haparanda í Svíþjóð hefur hann tekið virkan þátt í því að ryðja stjórnsýsluhindrunum úr vegi á svæðinu. Ein af þeim óskum sem fram kom á fundinum var krafan um að Haparanda og Torneå sem eru tvíbúaasveitarfélög væru á sama tímabelti. Ole Norrback, sérstakur fulltrúi sem unnið hefur að því að ryðja hindrunum úr vegi, lýsti miklum áhyggjum yfir því að treglega gengi að ryðja hindrunum á Norðurlöndum úr vegi. Hann hvatti stjórnmálamennina til að túlka lögin af skynsemi og ekki alltaf bókstaflega til að auka sveigjanleikann. Hann lýsti einnig eftir samstarfi norrænu ríkjanna við innleiðingu tilskipanna ESB. „Pólitíski viljinn er veikur", sagði Ole Norrback og sagði stjórnmálamennina hafa völdin, ekki stjórnsýsluhindranirnar. Johan Tiedemann, ráðuneytisstjóri fyrir norræn mál í Svíþjóð, sagði að einstaklingar á Norðurlöndunum teldu það sjálfgefið að hægt væri að flytjast á milli Norðurlandanna án vandkvæða, en hann benti á að lög og reglur væru ólík í löndunum. Forsætisnefnd Norðurlandaráðs ákvað einnig að skrifa til samstarfsráðherranna og leita eftir auknum pólitískum stuðningi við afnám landamærahindrana. Þetta kemur fram á vefsíðunni Norden.org. Mest lesið X-kynslóðin: Oft gleymd en ómissandi Atvinnulíf Herða hreðjatakið á birgðakeðjum Vesturlanda Viðskipti erlent Boðar skatt á innlendar og erlendar streymisveitur Viðskipti innlent Engar reglur um merkingar á bílastæðum sem rukkað er fyrir Neytendur Krabbamein á vinnustöðum: „Ekki segja; þú veist að ég er til staðar“ Atvinnulíf „Starfsfólkið sem eftir er vegnar oft verr andlega heldur en fólkinu sem hættir“ Atvinnulíf Aukin gjöld geti leitt til taps frekar en boðaðs stórgróða Viðskipti innlent Rafmagnað fyrsta stefnumót við Nissan Ariya Samstarf Frá Reitum til Atlas verktaka Viðskipti innlent Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Viðskipti innlent Fleiri fréttir Herða hreðjatakið á birgðakeðjum Vesturlanda Virði gulls í methæðum Fyrrverandi forstjóri félags í eigu Íslendinga dæmdur fyrir fjárdrátt Strava stefnir Garmin AMD upp um fjórðung eftir risasamning við OpenAI Boeing sagt byrjað að þróa arftaka 737 max-þotunnar Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Eigandinn hættir sem forstjóri Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Sjá meira
Fulltrúar í Norðurlandaráði fjölluðu í gær um landamærahindranir á Norðurlöndum á fundi sínum í Tornedalen. Um 40.000 einstaklingar ferðast daglega eða vikulega milli Norðurlandanna vegna vinnu og álíka margir flytja milli landa árlega. Eru þessar staðreyndir áhugaverðar í ljósi þess fólksflótta sem á sér stað við núverandi aðstæður á Íslandi. Fjölmargir Íslendingar hafa flutt til Norðurlandanna á undanförnum mánuðum og útlit er fyrir að fleiri bætist í hópinn. Ingvar Kamprad framkvæmdastjóri IKEA tók þátt í fundinum, en eftir að hann stofnaði fyrirtækið IKEA í Haparanda í Svíþjóð hefur hann tekið virkan þátt í því að ryðja stjórnsýsluhindrunum úr vegi á svæðinu. Ein af þeim óskum sem fram kom á fundinum var krafan um að Haparanda og Torneå sem eru tvíbúaasveitarfélög væru á sama tímabelti. Ole Norrback, sérstakur fulltrúi sem unnið hefur að því að ryðja hindrunum úr vegi, lýsti miklum áhyggjum yfir því að treglega gengi að ryðja hindrunum á Norðurlöndum úr vegi. Hann hvatti stjórnmálamennina til að túlka lögin af skynsemi og ekki alltaf bókstaflega til að auka sveigjanleikann. Hann lýsti einnig eftir samstarfi norrænu ríkjanna við innleiðingu tilskipanna ESB. „Pólitíski viljinn er veikur", sagði Ole Norrback og sagði stjórnmálamennina hafa völdin, ekki stjórnsýsluhindranirnar. Johan Tiedemann, ráðuneytisstjóri fyrir norræn mál í Svíþjóð, sagði að einstaklingar á Norðurlöndunum teldu það sjálfgefið að hægt væri að flytjast á milli Norðurlandanna án vandkvæða, en hann benti á að lög og reglur væru ólík í löndunum. Forsætisnefnd Norðurlandaráðs ákvað einnig að skrifa til samstarfsráðherranna og leita eftir auknum pólitískum stuðningi við afnám landamærahindrana. Þetta kemur fram á vefsíðunni Norden.org.
Mest lesið X-kynslóðin: Oft gleymd en ómissandi Atvinnulíf Herða hreðjatakið á birgðakeðjum Vesturlanda Viðskipti erlent Boðar skatt á innlendar og erlendar streymisveitur Viðskipti innlent Engar reglur um merkingar á bílastæðum sem rukkað er fyrir Neytendur Krabbamein á vinnustöðum: „Ekki segja; þú veist að ég er til staðar“ Atvinnulíf „Starfsfólkið sem eftir er vegnar oft verr andlega heldur en fólkinu sem hættir“ Atvinnulíf Aukin gjöld geti leitt til taps frekar en boðaðs stórgróða Viðskipti innlent Rafmagnað fyrsta stefnumót við Nissan Ariya Samstarf Frá Reitum til Atlas verktaka Viðskipti innlent Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Viðskipti innlent Fleiri fréttir Herða hreðjatakið á birgðakeðjum Vesturlanda Virði gulls í methæðum Fyrrverandi forstjóri félags í eigu Íslendinga dæmdur fyrir fjárdrátt Strava stefnir Garmin AMD upp um fjórðung eftir risasamning við OpenAI Boeing sagt byrjað að þróa arftaka 737 max-þotunnar Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Eigandinn hættir sem forstjóri Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Sjá meira