Hörðustu andstæðingar ESB ættu að styðja aðildarviðræður 22. apríl 2009 11:11 „Hugmyndin um ESB-aðild mun verða uppi á borðinu allt þar til búið verður að fara í gegnum aðildarviðræður og bera þær undir þjóðina. Fyrir andstæðinga aðildar ætti það að vera kappsmál að farið verði í aðildarviðræður sem fyrst, svo hægt sé að hefjast handa og ræða um tillögur þeirra, ESB-andstæðinganna, til lausnar efnahagsvandans." Þetta sagði Bolli Héðinsson, hagfræðingur og formaður Samtaka fjárfesta í ræðu sinni á aðalfundi samtakanna í gær. Og hann bætti því við að ESB umræðan myndi „þvælast fyrir" öllum öðrum tillögum til úrbóta, þar til sú umræða hefur verið útkljáð, með niðurstöðu úr aðildarviðræðum og þjóðaratkvæði í framhaldi af þeim. Að mati Bolla ættu þannig andstæðingar ESB-aðildar að vera hörðustu stuðningsmenn aðildarviðræðna. Afstaða andstæðinganna aðildarviðræðnanna ætti að vera sú, að þegar búið er að hafna aðild þá verði hægt að ráðast í að byggja efnahag þjóðarinnar upp, með þeim hætti sem þeim hugnast. Bolli gerði einnig íslenska krónuna að umræðuefni og sagði hana gjaldmiðill sem hefur verið þjóðinni fjötur um fót allt frá því hann var skilinn frá dönsku krónunni á fyrstu árum fullveldisins. „Gagnsleysi hans og áhætta af notkun krónunnar var hverjum manni ljóst, sem það vildi vita, fljótlega eftir að íslenska hagkerfið var opnað í kjölfar samninganna um evrópska efnahagssvæðið," sagði Bolli. „Samt sem áður var það svo að ef menn töluðu um þá áhættu sem fólgin var í því að vera með eigin gjaldmiðil þá máttu þeir hinir sömu þola að vera úthrópaðir óþjóðhollir landráðamenn sem græfu undan gjaldmiðlinum - Þannig var Ísland; menn voru dregnir í dilka og þeir sem dirfðust að gagnrýna voru umsvifalaust flokkaðir óvinir og gátu átt á hættu útskúfun. Nú hefur það versta gerst, sem fyrir okkur gat komið. Meiri efnahagslegar hörmungar en nokkur gat séð fyrir. Það besta sem við getum vonað er að svo rækileg áföll, séu aðeins til þess fallin að losa okkur við allan vaðalinn en geri okkur kleift að vinda okkur fumlaust í þær betrumbætur á samfélaginu sem óhjákvæmilegt er að við tökumst á við." Kosningar 2009 Mest lesið Spotify liggur niðri Neytendur Ósáttur við aukna gjaldtöku við flugvöllinn fyrir leigubílstjóra Neytendur Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Viðskipti innlent Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Viðskipti erlent Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Viðskipti innlent Hækka verð á PS5 í Evrópu vegna „krefjandi“ umhverfis Neytendur Trump hafi „ekki hugmynd“ um hvað hann sé að gera Viðskipti erlent Hundurinn tannlaus og unglingarnir vaktir með diskaglamri Atvinnulíf Fleiri fréttir Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Sjá meira
„Hugmyndin um ESB-aðild mun verða uppi á borðinu allt þar til búið verður að fara í gegnum aðildarviðræður og bera þær undir þjóðina. Fyrir andstæðinga aðildar ætti það að vera kappsmál að farið verði í aðildarviðræður sem fyrst, svo hægt sé að hefjast handa og ræða um tillögur þeirra, ESB-andstæðinganna, til lausnar efnahagsvandans." Þetta sagði Bolli Héðinsson, hagfræðingur og formaður Samtaka fjárfesta í ræðu sinni á aðalfundi samtakanna í gær. Og hann bætti því við að ESB umræðan myndi „þvælast fyrir" öllum öðrum tillögum til úrbóta, þar til sú umræða hefur verið útkljáð, með niðurstöðu úr aðildarviðræðum og þjóðaratkvæði í framhaldi af þeim. Að mati Bolla ættu þannig andstæðingar ESB-aðildar að vera hörðustu stuðningsmenn aðildarviðræðna. Afstaða andstæðinganna aðildarviðræðnanna ætti að vera sú, að þegar búið er að hafna aðild þá verði hægt að ráðast í að byggja efnahag þjóðarinnar upp, með þeim hætti sem þeim hugnast. Bolli gerði einnig íslenska krónuna að umræðuefni og sagði hana gjaldmiðill sem hefur verið þjóðinni fjötur um fót allt frá því hann var skilinn frá dönsku krónunni á fyrstu árum fullveldisins. „Gagnsleysi hans og áhætta af notkun krónunnar var hverjum manni ljóst, sem það vildi vita, fljótlega eftir að íslenska hagkerfið var opnað í kjölfar samninganna um evrópska efnahagssvæðið," sagði Bolli. „Samt sem áður var það svo að ef menn töluðu um þá áhættu sem fólgin var í því að vera með eigin gjaldmiðil þá máttu þeir hinir sömu þola að vera úthrópaðir óþjóðhollir landráðamenn sem græfu undan gjaldmiðlinum - Þannig var Ísland; menn voru dregnir í dilka og þeir sem dirfðust að gagnrýna voru umsvifalaust flokkaðir óvinir og gátu átt á hættu útskúfun. Nú hefur það versta gerst, sem fyrir okkur gat komið. Meiri efnahagslegar hörmungar en nokkur gat séð fyrir. Það besta sem við getum vonað er að svo rækileg áföll, séu aðeins til þess fallin að losa okkur við allan vaðalinn en geri okkur kleift að vinda okkur fumlaust í þær betrumbætur á samfélaginu sem óhjákvæmilegt er að við tökumst á við."
Kosningar 2009 Mest lesið Spotify liggur niðri Neytendur Ósáttur við aukna gjaldtöku við flugvöllinn fyrir leigubílstjóra Neytendur Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Viðskipti innlent Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Viðskipti erlent Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Viðskipti innlent Hækka verð á PS5 í Evrópu vegna „krefjandi“ umhverfis Neytendur Trump hafi „ekki hugmynd“ um hvað hann sé að gera Viðskipti erlent Hundurinn tannlaus og unglingarnir vaktir með diskaglamri Atvinnulíf Fleiri fréttir Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Sjá meira