Endurreisn eða annað hrun? Eygló Harðardóttir skrifar 22. október 2009 06:00 Í stjórnarsáttmála Samfylkingar og VG segir: „Íslenskur sjávarútvegur mun gegna lykilhlutverki við þá endurreisn atvinnulífsins sem fram undan er. Það er því afar mikilvægt að skapa greininni bestu rekstrarskilyrði sem völ er á og treysta þannig rekstrargrundvöllinn til langs tíma, en jafnframt verði leitað sátta um stjórn fiskveiða." Í kjölfarið segir að áætlun um innköllun og endurráðstöfun aflaheimilda taki gildi í upphafi næsta fiskveiðiárs, hinn 1. september 2010. Þetta hafa Dagur B. Eggertsson, varaformaður Samfylkingarinnar og Ólína Þorvarðardóttir, varaformaður sjávarútvegs- og landbúnaðarnefndar, staðfest opinberlega. Þótt samfylkingarfólk hafi almennt tekið yfirlýsingum Dags og Ólínu með ró er ekki hægt að segja það sama um íbúa sjávarbyggðanna hringinn í kringum landið. Fjárfestingar sjávarútvegsfyrirtækja eru í uppnámi og sveitarfélög um land allt halda að sér höndum því fyrning kvóta kann að hafa mikil áhrif á tekjustofna þeirra. Menn geta haft ólíkar skoðanir á fyrningu aflaheimilda og hvort það muni auka sáttina í kerfinu. Hins vegar tel ég mikilvægt að menn geri sér fyllilega grein fyrir alvarleika málsins og mikilvægi þess að menn fari varlega í allar yfirlýsingar og ákvarðanir. Talið er að skuldir sjávarútvegsins séu á bilinu 300-500 milljarðar króna. Helmingur þessara skulda eru hjá Landsbankanum (NBI) og er væntanlega þungamiðjan í lánasafni bankans. Ef ríkið ákveður að fyrna aflaheimildir eru væntanlega lítil sem engin veð fyrir stórum hluta lánasafns NBI. Verður þá ekki einfaldlega að afskrifa þessi lán? Sama gildir um hina bankana sem eru væntanlega með afganginn af lánum sjávarútvegsins á sinni könnu. Ríkið hefur tekið ákvörðun um að leggja um 200 milljarða kr. af skattfé almennings inn í nýju bankana sem eigið fé. Hversu mikið verður eftir af eigin fé bankanna þegar veð verða ekki lengur til staðar fyrir lánum þessarar atvinnugreinar, sem á að vera lykillinn að endurreisn íslensks atvinnulífs? Hefur ríkisstjórnin reiknað dæmið til enda? Höfundur er alþingismaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Eygló Harðardóttir Mest lesið Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun Þögnin í áramótaávarpi forsætisráðherra Daði Freyr Ólafsson Skoðun Hvað tengir typpi og gullregn? Kristján Friðbertsson Skoðun Á krossgötum Alexandra Briem Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson Skoðun Hinir „hræðilegu“ popúlistaflokkar Einar G. Harðarson Skoðun Skoðun Skoðun Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Á krossgötum Alexandra Briem skrifar Skoðun Þögnin í áramótaávarpi forsætisráðherra Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Borg á heimsmælikvarða! Skúli Helgason skrifar Skoðun Veiðiráðgjöf byggð á ágiskunum Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Loftgæði mæld í Breiðholti - í fyrsta sinn í 12 ár Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hvað tengir typpi og gullregn? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Er áramótaheitið árið 2026 betri skjávenjur? Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hvar eiga krakkarnir að vera á nýju ári? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Leiðtogi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Sögulegt ár í borginni Skúli Helgason skrifar Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Öryggið á nefinu um áramótin Eyrún Jónsdóttir,Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Þegar höggbylgjan skellur á Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Hefur þú rétt fyrir þér? Svarið er já Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Markmiðin sem skipta máli Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Netverslun með áfengi og velferð barna okkar Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Við gerum það sem við sögðumst ætla að gera Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Stingum af Einar Guðnason skrifar Skoðun Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason skrifar Skoðun Kvennaár og hvað svo? Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Hinir „hræðilegu“ popúlistaflokkar Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í mikilli sókn Orri Björnsson skrifar Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Umbúðir, innihald og hægfara tilfærsla kirkjunnar Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar Skoðun Verðmæti dýra fyrir jörðina er ekki mælanlegt í krónum Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar Sjá meira
Í stjórnarsáttmála Samfylkingar og VG segir: „Íslenskur sjávarútvegur mun gegna lykilhlutverki við þá endurreisn atvinnulífsins sem fram undan er. Það er því afar mikilvægt að skapa greininni bestu rekstrarskilyrði sem völ er á og treysta þannig rekstrargrundvöllinn til langs tíma, en jafnframt verði leitað sátta um stjórn fiskveiða." Í kjölfarið segir að áætlun um innköllun og endurráðstöfun aflaheimilda taki gildi í upphafi næsta fiskveiðiárs, hinn 1. september 2010. Þetta hafa Dagur B. Eggertsson, varaformaður Samfylkingarinnar og Ólína Þorvarðardóttir, varaformaður sjávarútvegs- og landbúnaðarnefndar, staðfest opinberlega. Þótt samfylkingarfólk hafi almennt tekið yfirlýsingum Dags og Ólínu með ró er ekki hægt að segja það sama um íbúa sjávarbyggðanna hringinn í kringum landið. Fjárfestingar sjávarútvegsfyrirtækja eru í uppnámi og sveitarfélög um land allt halda að sér höndum því fyrning kvóta kann að hafa mikil áhrif á tekjustofna þeirra. Menn geta haft ólíkar skoðanir á fyrningu aflaheimilda og hvort það muni auka sáttina í kerfinu. Hins vegar tel ég mikilvægt að menn geri sér fyllilega grein fyrir alvarleika málsins og mikilvægi þess að menn fari varlega í allar yfirlýsingar og ákvarðanir. Talið er að skuldir sjávarútvegsins séu á bilinu 300-500 milljarðar króna. Helmingur þessara skulda eru hjá Landsbankanum (NBI) og er væntanlega þungamiðjan í lánasafni bankans. Ef ríkið ákveður að fyrna aflaheimildir eru væntanlega lítil sem engin veð fyrir stórum hluta lánasafns NBI. Verður þá ekki einfaldlega að afskrifa þessi lán? Sama gildir um hina bankana sem eru væntanlega með afganginn af lánum sjávarútvegsins á sinni könnu. Ríkið hefur tekið ákvörðun um að leggja um 200 milljarða kr. af skattfé almennings inn í nýju bankana sem eigið fé. Hversu mikið verður eftir af eigin fé bankanna þegar veð verða ekki lengur til staðar fyrir lánum þessarar atvinnugreinar, sem á að vera lykillinn að endurreisn íslensks atvinnulífs? Hefur ríkisstjórnin reiknað dæmið til enda? Höfundur er alþingismaður.
Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun
Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun
Skoðun Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir skrifar
Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson skrifar
Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar
Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar
Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun
Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun