Ekki þjóðaratkvæðagreiðslu um aðildarviðræður Guðjón Helgason skrifar 8. apríl 2009 18:45 Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra og formaður Samfylkingarinnar, slær út af borðinu hugmyndir um þjóðaratkvæðagreiðslu um hvort hefja eigi aðildarviðræður við Evrópusambandið. Aðild að ESB segir hún vera grundvöll að stefnu Samfylkingarinnar í efnahags- og atvinnumálum fyrir kosningar. Jóhanna Sigurðardóttir, formaður Samfylkingarinnar, og Dagur B. Eggertsson, varaformaður, kynntu í dag stefnu flokksins í efnahags-, atvinnu- og velferðarmálum. Þar eru kynntar ýmsar bráðaaðgerðir í atvinnumálum og svokölluð velferðarbrú fyrir heimilin sem felur í sér sértæk úrræði fyrir heimili sem eiga í alvarlegum skuldavanda. Formaður Samfylkingarinnar segir aðildarsamning við Evrópusambandið grundvöll áætlunarinnar og leggja grunn að stöðugleika. Taka þurfi upp evruna í stað krónu en fram að því þurfi stuðning seðlabanka Evrópu í gjaldeyrismálum. Jóhanna segir þessa leið hafa verið rædda og hún talin raunhæf. Formaður Samfylkingarinnar slær út af borðinu þjóðaratkvæðagreiðslu um hvort fara skuli í aðildarviðræður við Evrópusambandið. Hún telur að það tefji bara málið og gefi ekki raunsanan mynd fyrir fólk til þess að það geti tekið afstöðu. Það geti það ekki fyrr en það viti um kosti og galla aðildar, hvað það sé sem íslenska þjóðin fái með aðild. Jóhanna telur að núverandi stjórnarflokkar geti náð lendingu í evrópusambandsmálinu verði þeir áfram í stjórn. Báðir flokkarnir hafi sagt að það eigi að útkljá þetta mál í þjóðaratkvæðagreiðslu. Hún hefur trú á því að Samfylkingin og Vinstri grænir finni lausn á málinu sem verði ásættanleg fyrir báða flokka eins og lausn hafi verið fundin í öllum málum á þeim 60 dögum sem flokkarnir hafi starfað saman í stjórn. Fréttir Innlent Mest lesið Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Innlent „Þetta er bara klúður“ Innlent Heiða liggur enn undir feldi Innlent „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Innlent Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Innlent Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris Innlent Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Erlent Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Erlent Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Innlent Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Innlent Fleiri fréttir Áratuga skuldahali, gosspá og Mario í beinni Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Margrét fer fyrir eftirliti með störfum lögreglu Hraðahindranir lagaðar fyrir tvö hundruð milljónir Enn haldið sofandi eftir slysið í Akraneshöfn Sveitarfélögin við Hvalfjörð á öndverðum meiði um basatilraun Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Heiða liggur enn undir feldi „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Auglýsir eftir hugrökkum stjórnmálamönnum sem þora og gera Slysaþróun þvert á markmið: Fjöldi nýrra áskorana Niðurstaða mögulega í höfn varðandi ÍL-sjóðinn Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris „Þetta er bara klúður“ Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Sjá meira
Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra og formaður Samfylkingarinnar, slær út af borðinu hugmyndir um þjóðaratkvæðagreiðslu um hvort hefja eigi aðildarviðræður við Evrópusambandið. Aðild að ESB segir hún vera grundvöll að stefnu Samfylkingarinnar í efnahags- og atvinnumálum fyrir kosningar. Jóhanna Sigurðardóttir, formaður Samfylkingarinnar, og Dagur B. Eggertsson, varaformaður, kynntu í dag stefnu flokksins í efnahags-, atvinnu- og velferðarmálum. Þar eru kynntar ýmsar bráðaaðgerðir í atvinnumálum og svokölluð velferðarbrú fyrir heimilin sem felur í sér sértæk úrræði fyrir heimili sem eiga í alvarlegum skuldavanda. Formaður Samfylkingarinnar segir aðildarsamning við Evrópusambandið grundvöll áætlunarinnar og leggja grunn að stöðugleika. Taka þurfi upp evruna í stað krónu en fram að því þurfi stuðning seðlabanka Evrópu í gjaldeyrismálum. Jóhanna segir þessa leið hafa verið rædda og hún talin raunhæf. Formaður Samfylkingarinnar slær út af borðinu þjóðaratkvæðagreiðslu um hvort fara skuli í aðildarviðræður við Evrópusambandið. Hún telur að það tefji bara málið og gefi ekki raunsanan mynd fyrir fólk til þess að það geti tekið afstöðu. Það geti það ekki fyrr en það viti um kosti og galla aðildar, hvað það sé sem íslenska þjóðin fái með aðild. Jóhanna telur að núverandi stjórnarflokkar geti náð lendingu í evrópusambandsmálinu verði þeir áfram í stjórn. Báðir flokkarnir hafi sagt að það eigi að útkljá þetta mál í þjóðaratkvæðagreiðslu. Hún hefur trú á því að Samfylkingin og Vinstri grænir finni lausn á málinu sem verði ásættanleg fyrir báða flokka eins og lausn hafi verið fundin í öllum málum á þeim 60 dögum sem flokkarnir hafi starfað saman í stjórn.
Fréttir Innlent Mest lesið Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Innlent „Þetta er bara klúður“ Innlent Heiða liggur enn undir feldi Innlent „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Innlent Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Innlent Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris Innlent Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Erlent Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Erlent Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Innlent Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Innlent Fleiri fréttir Áratuga skuldahali, gosspá og Mario í beinni Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Margrét fer fyrir eftirliti með störfum lögreglu Hraðahindranir lagaðar fyrir tvö hundruð milljónir Enn haldið sofandi eftir slysið í Akraneshöfn Sveitarfélögin við Hvalfjörð á öndverðum meiði um basatilraun Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Heiða liggur enn undir feldi „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Auglýsir eftir hugrökkum stjórnmálamönnum sem þora og gera Slysaþróun þvert á markmið: Fjöldi nýrra áskorana Niðurstaða mögulega í höfn varðandi ÍL-sjóðinn Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris „Þetta er bara klúður“ Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Sjá meira