Hannaði bók fyrir Al Gore 7. október 2009 03:00 Hannaði fyrir Gore Hjalti Karlsson segir Gore afar þægilegan mann. Al Gore leitaði til Hjalta og félaga fyrir nýjustu bók sína. „Það er skrítið að vinna með svona karakter. Í byrjun pældum við mikið í hvernig það væri og ég var hálfhræddur við að hitta hann, en hann var rosa næs,“ segir hönnuðurinn Hjalti Karlsson um Al Gore. Hjalti og félagar hans á hönnunarstofunni KarlssonWilker í New York luku nýlega við að hanna bókina Our Choice: How We Can Solve the Climate Crisis eftir umhverfissinnann Al Gore, fyrrverandi varaforseta Bandaríkjanna. Tvær útgáfur af bókinni koma út í byrjun nóvember, en sú sem Hjalti og félagar hönnuðu er ætluð lesendum í aldurshópnum 10 til 14 ára. „Okkur fannst þetta mjög kúl. Við höfum aldrei unnið verkefni sem er spes fyrir yngri hóp,“ segir Hjalti. „Al Gore tók mjög virkan þátt í verkefninu. Hann kíkti á síðurnar sem við vorum að hanna og við sátum fundi með honum. Hann var voða næs. Ótrúlega rólegur gæi.“ Hjalti segir að það hafi verið mjög þægilegt að vinna með Al og að hann væri laus við hroka þótt hann væri fyrrverandi varaforseti Bandaríkjanna og hafi hlotið Nóbelsverðlaun. „Hann er rosalega kurteis og kunni að meta allt sem við gerðum. Það var mjög þægilegt að vinna með honum. Hann setti lítið út á verkin okkar.“ Markmið bókarinnar er að hún verði hálfgerð umhverfisverndunarbiblía fyrir bandarísk börn. „Þeir binda miklar vonir við að kennarar, skólar og bókasöfn taki vel í bókina,“ segir Hjalti og bætir við að það hafi ekki verið auðvelt verkefni að hanna fyrir börn, en hann er engu að síður mjög sáttur við útkomuna. Hönnunarstofan KarlssonWilker er í helmingseigu Hjalta sem hefur búið í New York síðustu ár. Hann hefur getið sér gott orð fyrir vinnu sína og meðal annars hannað umslög fyrir Rolling Stones, David Byrne og Aerosmith, gert tónlistarmyndband fyrir Lou Reed og unnið fyrir risa á borð við MTV og Puma.atlifannar@frettabladid.is Nóbelsverðlaun Mest lesið Sýnilegri í senunni á meðgöngunni Menning Halla fær að koma inn í eldhúsið tvisvar á ári Lífið Ástin blómstrar hjá Arndísi Önnu og Lindu Lífið Einn heitasti listamaður landsins heldur þræði Menning „Þú veist þú varst að fara að reykja krakk, er það ekki?“ Lífið Það skrítnasta á djamminu: Amfetamín inni á klósetti og fólk að ríða Menning Segir Sinatra hafa verið „risavaxinn“ neðan beltis Lífið Skilaboð frá Höllu á Facebook upphaf að farsælu samstarfi Tíska og hönnun Taka í gegn fjölskylduhús í Eyjum með einstöku útsýni Lífið Þau þykja skara fram úr í íslenskri tónlist Tónlist Fleiri fréttir „Þú veist þú varst að fara að reykja krakk, er það ekki?“ Halla fær að koma inn í eldhúsið tvisvar á ári Taka í gegn fjölskylduhús í Eyjum með einstöku útsýni Selfyssingar unnu Skjálftann með verki um hinsegin bakslag Ástin blómstrar hjá Arndísi Önnu og Lindu A-teens og tveir fyrrverandi sigurvegarar taka þátt í Melodifestivalen Segir Sinatra hafa verið „risavaxinn“ neðan beltis Bílakarókí með Bítinu: „Rændirðu henni?“ „Besta byrjun á desember sem hægt var að hugsa sér“ Radiohead frestar tónleikum sínum í Köben Vann ekki úr nauðguninni og skaddaðist á mænu Kim mældist með „litla heilavirkni“ Fagnaði 35 árum með stæl í Kólumbíu Stjörnulífið: Ólétta og ást í 23 ár Er hægt að njóta kynlífs þrátt fyrir mikla áfallasögu? Fela einhverfu til að passa inn MTV hættir að sýna tónlistarmyndbönd allan sólarhringinn Hvorki síldarævintýri né gervigreind Krakkatían: Pizza, leikhús og þjóðfáni Vill hvetja mæður til að segja eigin sögu Óþægilegt erótískt ljóð Kennedy afhjúpað í framhjáhaldsdeilu Fréttatía vikunnar: Dreki, HúbbaBúbba og verðbólgan Júlí Heiðar og Dísa byrja með hlaðvarp Missti seinni fótinn sex árum eftir þann fyrri Töframaður fann Dimmu heila á húfi Dauða kindin óheppileg byrjun á brúðkaupi Skrautlegur dagur Guðrúnar Hafsteins og Fannars Jólaskreytingin þarf ekki að vera dýr og margt hægt að endurnýta „Lífið hefur ekkert alltaf verið auðvelt“ Norðurslóðastjörnu sagt að frumbyggjaskírteini væri „fals“ Sjá meira
„Það er skrítið að vinna með svona karakter. Í byrjun pældum við mikið í hvernig það væri og ég var hálfhræddur við að hitta hann, en hann var rosa næs,“ segir hönnuðurinn Hjalti Karlsson um Al Gore. Hjalti og félagar hans á hönnunarstofunni KarlssonWilker í New York luku nýlega við að hanna bókina Our Choice: How We Can Solve the Climate Crisis eftir umhverfissinnann Al Gore, fyrrverandi varaforseta Bandaríkjanna. Tvær útgáfur af bókinni koma út í byrjun nóvember, en sú sem Hjalti og félagar hönnuðu er ætluð lesendum í aldurshópnum 10 til 14 ára. „Okkur fannst þetta mjög kúl. Við höfum aldrei unnið verkefni sem er spes fyrir yngri hóp,“ segir Hjalti. „Al Gore tók mjög virkan þátt í verkefninu. Hann kíkti á síðurnar sem við vorum að hanna og við sátum fundi með honum. Hann var voða næs. Ótrúlega rólegur gæi.“ Hjalti segir að það hafi verið mjög þægilegt að vinna með Al og að hann væri laus við hroka þótt hann væri fyrrverandi varaforseti Bandaríkjanna og hafi hlotið Nóbelsverðlaun. „Hann er rosalega kurteis og kunni að meta allt sem við gerðum. Það var mjög þægilegt að vinna með honum. Hann setti lítið út á verkin okkar.“ Markmið bókarinnar er að hún verði hálfgerð umhverfisverndunarbiblía fyrir bandarísk börn. „Þeir binda miklar vonir við að kennarar, skólar og bókasöfn taki vel í bókina,“ segir Hjalti og bætir við að það hafi ekki verið auðvelt verkefni að hanna fyrir börn, en hann er engu að síður mjög sáttur við útkomuna. Hönnunarstofan KarlssonWilker er í helmingseigu Hjalta sem hefur búið í New York síðustu ár. Hann hefur getið sér gott orð fyrir vinnu sína og meðal annars hannað umslög fyrir Rolling Stones, David Byrne og Aerosmith, gert tónlistarmyndband fyrir Lou Reed og unnið fyrir risa á borð við MTV og Puma.atlifannar@frettabladid.is
Nóbelsverðlaun Mest lesið Sýnilegri í senunni á meðgöngunni Menning Halla fær að koma inn í eldhúsið tvisvar á ári Lífið Ástin blómstrar hjá Arndísi Önnu og Lindu Lífið Einn heitasti listamaður landsins heldur þræði Menning „Þú veist þú varst að fara að reykja krakk, er það ekki?“ Lífið Það skrítnasta á djamminu: Amfetamín inni á klósetti og fólk að ríða Menning Segir Sinatra hafa verið „risavaxinn“ neðan beltis Lífið Skilaboð frá Höllu á Facebook upphaf að farsælu samstarfi Tíska og hönnun Taka í gegn fjölskylduhús í Eyjum með einstöku útsýni Lífið Þau þykja skara fram úr í íslenskri tónlist Tónlist Fleiri fréttir „Þú veist þú varst að fara að reykja krakk, er það ekki?“ Halla fær að koma inn í eldhúsið tvisvar á ári Taka í gegn fjölskylduhús í Eyjum með einstöku útsýni Selfyssingar unnu Skjálftann með verki um hinsegin bakslag Ástin blómstrar hjá Arndísi Önnu og Lindu A-teens og tveir fyrrverandi sigurvegarar taka þátt í Melodifestivalen Segir Sinatra hafa verið „risavaxinn“ neðan beltis Bílakarókí með Bítinu: „Rændirðu henni?“ „Besta byrjun á desember sem hægt var að hugsa sér“ Radiohead frestar tónleikum sínum í Köben Vann ekki úr nauðguninni og skaddaðist á mænu Kim mældist með „litla heilavirkni“ Fagnaði 35 árum með stæl í Kólumbíu Stjörnulífið: Ólétta og ást í 23 ár Er hægt að njóta kynlífs þrátt fyrir mikla áfallasögu? Fela einhverfu til að passa inn MTV hættir að sýna tónlistarmyndbönd allan sólarhringinn Hvorki síldarævintýri né gervigreind Krakkatían: Pizza, leikhús og þjóðfáni Vill hvetja mæður til að segja eigin sögu Óþægilegt erótískt ljóð Kennedy afhjúpað í framhjáhaldsdeilu Fréttatía vikunnar: Dreki, HúbbaBúbba og verðbólgan Júlí Heiðar og Dísa byrja með hlaðvarp Missti seinni fótinn sex árum eftir þann fyrri Töframaður fann Dimmu heila á húfi Dauða kindin óheppileg byrjun á brúðkaupi Skrautlegur dagur Guðrúnar Hafsteins og Fannars Jólaskreytingin þarf ekki að vera dýr og margt hægt að endurnýta „Lífið hefur ekkert alltaf verið auðvelt“ Norðurslóðastjörnu sagt að frumbyggjaskírteini væri „fals“ Sjá meira