Vinstri og hægri hönd Framsóknar Skúli Helgason skrifar 17. mars 2009 00:01 Gamall félagi úr háskólapólitíkinni, Einar Skúlason, sendir mér kveðju hér í blaðinu á miðvikudag, þar sem hann svarar grein minni hér í blaðinu um félagshyggjustjórn eftir kosningar. Þar tjáði ég þá skoðun mína að Samfylkingin ætti að lýsa því skýrt yfir fyrir kosningar að við viljum mynda félagshyggjustjórn eftir kosningar, til að kjósendur hafi ekki aðeins vald til að ráða þingstyrk flokka heldur geti jafnframt í reynd kosið um næstu ríkisstjórn. Ég vitnaði í grein minni í nýjan formann Framsóknarflokksins sem hefði lýst því yfir að framsóknarmenn myndu fylgja þeirri gömlu aðferð að ganga óbundnir til kosninga. Félagi Einar segir mig þarna gera formanninum upp skoðanir. Þá er rétt að ég geti heimilda áður en lengra er haldið. Morgunblaðið birti 31. janúar síðastliðinn ítarlegt viðtal við Sigmund Davíð, formann Framsóknarflokksins, og þar sagði hann orðrétt: „Við göngum óbundnir til kosninga. Það er hins vegar alveg ljóst að í Framsóknarflokknum er mikill vilji til þess að gefa Sjálfstæðisflokknum frí frá ríkisstjórn og líta til vinstri, þótt ekki væri nema í ljósi þess hvernig mál hafa þróast í samfélaginu síðustu árin. Mörgum framsóknarmönnum hefur fundist Framsóknarflokkurinn hafa færst til hægri og samfélagið sömuleiðis og telja að nú eigi að líta til vinstri. En Framsóknarflokkurinn mun ekki semja um stjórnarmyndun fyrir kosningar." Þarna er að vísu sígild framsóknar-íslenska á ferðinni svona já-og-nei, hvorki-né, bæði-og pólitík, en þó formaðurinn lýsi því að vinstri sjónarmið njóti mikils stuðnings í flokknum sem stendur er augljóst af þessum orðum að hann vill halda báðum dyrum opnum og útilokar hreint ekki samstarf við Sjálfstæðisflokkinn að loknum kosningum. Það er gleðiefni að vinstri hönd Framsóknar sé nú vöknuð til lífsins en veit hún hvað sú hægri er að gera? Höfundur er frambjóðandi Samfylkingarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skúli Helgason Mest lesið Halldór 09.08.2025 Halldór Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Skoðun Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson Skoðun Pride and Progress: Advancing Equality Through Unity Clara Ganslandt Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir Skoðun Til ritstjóra DV Ívar Halldórsson Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Ert þú með þráhyggju? Sóley Dröfn Davíðsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson skrifar Skoðun Pride and Progress: Advancing Equality Through Unity Clara Ganslandt skrifar Skoðun Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Sýnum þeim frelsið Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Endurhæfing skiptir öllu máli í Parkinson Helga G Halldórsdóttir skrifar Skoðun Hinsegin í vinnunni Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon skrifar Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir skrifar Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Umsókn krefst ákvörðunar – ekki ákalls Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir skrifar Sjá meira
Gamall félagi úr háskólapólitíkinni, Einar Skúlason, sendir mér kveðju hér í blaðinu á miðvikudag, þar sem hann svarar grein minni hér í blaðinu um félagshyggjustjórn eftir kosningar. Þar tjáði ég þá skoðun mína að Samfylkingin ætti að lýsa því skýrt yfir fyrir kosningar að við viljum mynda félagshyggjustjórn eftir kosningar, til að kjósendur hafi ekki aðeins vald til að ráða þingstyrk flokka heldur geti jafnframt í reynd kosið um næstu ríkisstjórn. Ég vitnaði í grein minni í nýjan formann Framsóknarflokksins sem hefði lýst því yfir að framsóknarmenn myndu fylgja þeirri gömlu aðferð að ganga óbundnir til kosninga. Félagi Einar segir mig þarna gera formanninum upp skoðanir. Þá er rétt að ég geti heimilda áður en lengra er haldið. Morgunblaðið birti 31. janúar síðastliðinn ítarlegt viðtal við Sigmund Davíð, formann Framsóknarflokksins, og þar sagði hann orðrétt: „Við göngum óbundnir til kosninga. Það er hins vegar alveg ljóst að í Framsóknarflokknum er mikill vilji til þess að gefa Sjálfstæðisflokknum frí frá ríkisstjórn og líta til vinstri, þótt ekki væri nema í ljósi þess hvernig mál hafa þróast í samfélaginu síðustu árin. Mörgum framsóknarmönnum hefur fundist Framsóknarflokkurinn hafa færst til hægri og samfélagið sömuleiðis og telja að nú eigi að líta til vinstri. En Framsóknarflokkurinn mun ekki semja um stjórnarmyndun fyrir kosningar." Þarna er að vísu sígild framsóknar-íslenska á ferðinni svona já-og-nei, hvorki-né, bæði-og pólitík, en þó formaðurinn lýsi því að vinstri sjónarmið njóti mikils stuðnings í flokknum sem stendur er augljóst af þessum orðum að hann vill halda báðum dyrum opnum og útilokar hreint ekki samstarf við Sjálfstæðisflokkinn að loknum kosningum. Það er gleðiefni að vinstri hönd Framsóknar sé nú vöknuð til lífsins en veit hún hvað sú hægri er að gera? Höfundur er frambjóðandi Samfylkingarinnar.
Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar