Fótbolti

Hiddink er búinn að slá Barcelona út í huganum

Nordic Photos/Getty Images

Guus Hiddink knattspyrnustjóri Chelsea, segist þegar vera búinn að spila báða leikina við Barcelona í Meistaradeildinni í huga sér.

"Maður verður að hugsa allt fram í tímann og ég er þegar búinn að spila tvo leiki við Chelsea í huganum," sagði Hollendingurinn í samtali við Sun.

"Ég hef aldrei tapað leik í huganum en við eigum von á erfiðu verkefni," sagði Hiddink og bætti við að þó Jose Bosingwa ætti erfitt verkefni fyrir höndum í að gæta Leo Messi, væri Argentínumaðurinn ekki eini leikmaðurinn hjá Barcelona.

"Jose er dálítið stífur í lærinu núna en við höfum ekki áhyggjur af því. Hann hefur ekki spilað mikið nýlega svo það er eðlilegt að hann stífni að eins upp. Það verður erfitt að sækja Barcelona heim, en ég treysti Bosingwa í verkefnið. Hann mætir þar einum besta leikmanni heims, en það þýðir ekki að horfa bara á Messi - ef við gerum það, er nóg af leikmönnum í Barcelona sem geta valdið okkur vandræðum," sagði Hiddink.

Barcelona og Chelsea leika fyrri undanúrslitaleik sinn í Meistaradeildinni á Nou Camp í Barcelona annað kvöld, en á miðvikudaginn mætast Manchester United og Arsenal á Old Trafford.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×