Körfubolti

Sigurður hættur hjá Solna

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Sigurður Ingimundarson.
Sigurður Ingimundarson. Mynd/Valli

Samkvæmt sænskum fréttamiðlum hefur Sigurður Ingimundarson ákveðið að hætta sem þjálfari sænska úrvalsdeildarfélagsins Solna Vikings.

Liðið tapaði fyrir nýliðum Örebro á heimavelli á þriðjudaginn og er fullyrt að leikmenn hefðu ekki haft trú á Sigurði.

„Hann hefur ekki náð til leikmanna á þeim mánuði sem hann hefur verið hér," sagði Jan Marklund, formaður félagsins, í samtali við sænska ríkisútvarpið. „Hann ákvað því að hætta."

„En við eigum eftir að ræða við leikmenn og heyra hvað þeir hafa að segja. Það gæti vel verið að Sigurður verði áfram," sagði svo Marklund enn fremur.

En miðað við fréttaflutninginn eru litlar líkur á að Sigurður verði áfram upp úr þessu.




Tengdar fréttir

Sigurður Ingimundarson: Verð að fá að gera hlutina eins og ég sem um

Sigurður Ingimundarson hætti í dag sem þjálfari sænska körfuboltaliðsins Solna Vikings en hann var aðeins búinn að stjórna liðinu í tveimur leikjum. Ástæðan er stefna félagsins. Sigurður segist hafa viljað byggja upp sitt lið með sínum áherslum en forráðamenn Solna vilja að hans mati kaupa árangur með að fá til sín sterkari Bandaríkjamenn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×