Forbes segir eignir Björgólfs engar 3. janúar 2009 19:12 Björgólfur Guðmundsson. Björgólfur Guðmundsson situr í fjórða sæti á lista Forbes viðskiptatímaritsins yfir þá sem tapað hafa mest á árinu. Eignir hans voru metnar á 1,1 milljarð badaríkjadala í mars á síðasta ári en eignir hans nú eru sagðar núll. Efstur á listanum er Anil Ambani en eignir hans voru metnar á 42 milljarða bandaríkjadala í mars. Nú er hann metinn á 12 milljarða. Í öðru sæti er rússneski stálrisinn Oleg Dripaska sem sagður er hafa lifað af stríð glæpamanna í heimalandi sínu en verði nú að játa sig sigraðann gagnvart bankakreppunni. Hann var metinn á 28 milljarða dollara í mars en er nú sagður eiga innan við 10 milljarða. Í þriðja sæti er Anurag Dikshit sem byggði upp veldi sitt í kringum PartyPoker síðurnar á netinu. Björgólfur Guðmundsson er síðan í fjórða sæti listans en hann er sagður eiga ekki neitt í dag. „Fallið í október auk eignarnáms ríkisins á næst stærsta banka landsins þurrkaði út 1,1 milljarð bandaríkjadala auð Guðmundssonar, stjórnarformanns bankans og stærsta hluthafans ásamt Thor syni sínum. Fjárfestingarfélag hans, Hansa, hefur í kjölfarið farið í greiðslustöðvun og leitar nú að kaupanda á breska knattspyrnuliðinu West Ham. Þetta er ekki í fyrsta skiptið sem hann lendir í vandræðum. Sem fyrrum framkvæmdarstjóri skipafélags var hann ákærður fyrir svik og fjárdrátt í tengslum við gjaldþrot fyrirtækisins árið 1985, og var fundinn sekur um fimm minni háttar brot og fékk í kjölfarið 12 mánað skilorðsbundinn fangelsisdóm," segir í umsögn Forbes um Björgólf. Mest lesið Bæði vonbrigði og léttir Viðskipti innlent Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Viðskipti erlent „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Viðskipti innlent Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Viðskipti innlent Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Viðskipti innlent Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Viðskipti innlent Einsleitni er ekki málið: „Ætlum við að gera þetta aftur?“ Atvinnulíf Plasttappamálið flaug í gegnum þingið Neytendur Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Viðskipti innlent Hvað fær Iðnaðarmaður ársins 2025 í verðlaun? Samstarf Fleiri fréttir Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Trump boðar „frelsun“ Bandaríkjanna Íhuga hærri tolla á alla Facebook hættu að beina auglýsingum að konu eftir að hún lögsótti Meta Boeing fær að smíða orrustuþotur framtíðarinnar Hótar himinháum áfengistollum á Evrópu Svara tollum Trumps: „Við munum ekki standa aðgerðarlausir hjá“ „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Northvolt í þrot Vill refsa Kanada svo lesið verði um það í sögubókum Óvænt verkföll á flugvöllum í Þýskalandi hafa víðtæk áhrif Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump Skype heyrir brátt sögunni til Sjá meira
Björgólfur Guðmundsson situr í fjórða sæti á lista Forbes viðskiptatímaritsins yfir þá sem tapað hafa mest á árinu. Eignir hans voru metnar á 1,1 milljarð badaríkjadala í mars á síðasta ári en eignir hans nú eru sagðar núll. Efstur á listanum er Anil Ambani en eignir hans voru metnar á 42 milljarða bandaríkjadala í mars. Nú er hann metinn á 12 milljarða. Í öðru sæti er rússneski stálrisinn Oleg Dripaska sem sagður er hafa lifað af stríð glæpamanna í heimalandi sínu en verði nú að játa sig sigraðann gagnvart bankakreppunni. Hann var metinn á 28 milljarða dollara í mars en er nú sagður eiga innan við 10 milljarða. Í þriðja sæti er Anurag Dikshit sem byggði upp veldi sitt í kringum PartyPoker síðurnar á netinu. Björgólfur Guðmundsson er síðan í fjórða sæti listans en hann er sagður eiga ekki neitt í dag. „Fallið í október auk eignarnáms ríkisins á næst stærsta banka landsins þurrkaði út 1,1 milljarð bandaríkjadala auð Guðmundssonar, stjórnarformanns bankans og stærsta hluthafans ásamt Thor syni sínum. Fjárfestingarfélag hans, Hansa, hefur í kjölfarið farið í greiðslustöðvun og leitar nú að kaupanda á breska knattspyrnuliðinu West Ham. Þetta er ekki í fyrsta skiptið sem hann lendir í vandræðum. Sem fyrrum framkvæmdarstjóri skipafélags var hann ákærður fyrir svik og fjárdrátt í tengslum við gjaldþrot fyrirtækisins árið 1985, og var fundinn sekur um fimm minni háttar brot og fékk í kjölfarið 12 mánað skilorðsbundinn fangelsisdóm," segir í umsögn Forbes um Björgólf.
Mest lesið Bæði vonbrigði og léttir Viðskipti innlent Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Viðskipti erlent „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Viðskipti innlent Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Viðskipti innlent Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Viðskipti innlent Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Viðskipti innlent Einsleitni er ekki málið: „Ætlum við að gera þetta aftur?“ Atvinnulíf Plasttappamálið flaug í gegnum þingið Neytendur Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Viðskipti innlent Hvað fær Iðnaðarmaður ársins 2025 í verðlaun? Samstarf Fleiri fréttir Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Trump boðar „frelsun“ Bandaríkjanna Íhuga hærri tolla á alla Facebook hættu að beina auglýsingum að konu eftir að hún lögsótti Meta Boeing fær að smíða orrustuþotur framtíðarinnar Hótar himinháum áfengistollum á Evrópu Svara tollum Trumps: „Við munum ekki standa aðgerðarlausir hjá“ „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Northvolt í þrot Vill refsa Kanada svo lesið verði um það í sögubókum Óvænt verkföll á flugvöllum í Þýskalandi hafa víðtæk áhrif Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump Skype heyrir brátt sögunni til Sjá meira