Stjörnuliðin í NBA klár 30. janúar 2009 19:23 Shaquille O´Neal hefur verið áberandi í stjörnuleikjunum í NBA frá því hann kom inn í deildina árið 1992 NordicPhotos/GettyImages Nú er búið að velja úrvalslið austurs og vesturs fyrir stjörnuleikinn árlega í NBA deildinni sem fram fer í Phoenix þann 15. febrúar. Fyrir nokkrum dögum voru byrjunarliðin kynnt en þau eru valin eftir kosningu NBA aðdáenda um heim allan. Jafnan ríkir meiri eftirvænting þegar kemur að valinu á varamönnum stjörnuliðanna en þar eru það þjálfarar í deildinni sem sjá um valið. Það sem vakti mesta athygli að þessu sinni var að Shaquille O´Neal hjá Phoenix var valinn í stjörnuliðið í 15. sinn á ferlinum, en framherjinn Carmelo Anthony hjá Denver hlaut ekki náð fyrir augum þjálfara - en hann hefur reyndar átt við meiðsli að stríða að undanförnu. Framherjinn David West hjá New Orleans var nokkuð óvænt tekinn inn í liðið í stað Anthony, en hann er með öllu lakari tölfræði en á síðustu leiktíð. Spútniklið Orlando Magic fékk alls þrjá fulltrúa í lið austurstrandarinnar, þá Dwight Howard sem var í byrjunarliðinu og svo Jameer Nelson og Rashard Lewis. Meistarar Boston fá tvo fulltrúa í stjörnuleikinn að þessu sinni, þá Paul Pierce og Kevin Garnett, sem er í byrjunarliðinu. Chauncey Billups er eini fulltrúi Denver Nuggets í leiknum en hann hefur átt stóran þátt í góðu gengi liðsins í vetur. Kobe Bryant og Paul Gasol eru fulltrúar LA Lakers í leiknum. Nokkrir sterkir leikmenn þurftu að bíta í það súra epli að fá ekki að taka þátt í stjörnuleiknum að þessu sinni. Hér er bæði um að ræða menn sem hafa verið fastagestir í leiknum undanfarin ár eins og Steve Nash hjá Phoenix og Vince Carter hjá New Jersey. Ekkert pláss var fyrir þá Rajon Rondo og Ray Allen hjá meisturum Boston og heldur ekki Al Jefferson hjá Minnesota, Deron Williams hjá Utah Jazz, Mo Williams hjá Cleveland og Hedo Turkoglu hjá Orlando Magic. Vesturliðið: G Chris Paul, NO* G Kobe Bryant, LAL* F Tim Duncan, SA* F Amare Stoudemire, PHO* C Yao Ming, HOU* F Dirk Nowitzki, DAL F Pau Gasol, LAL G Chauncey Billups, DEN G Tony Parker, SA G Brandon Roy, POR C Shaquille O'Neal, PHO F David West, NOAusturliðið: G Dwyane Wade, MIA* G Allen Iverson, DET* F Dwight Howard, ORL* F LeBron James, CLE* C Kevin Garnett, BOS* F Paul Pierce, BOS C Chris Bosh, TOR G Joe Johnson, ATL F Danny Granger, IND G Devin Harris, NJ F Rashard Lewis, ORL G Jameer Nelson, ORL *- Byrjunarliðsmaður G- Bakvörður F- Framherji C- Miðherji NBA Mest lesið Missti öll tíu Ólympíuverðlaun sín í eldunum Sport Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti Þjálfari Eriku Nóttar meyr eftir að hann sendi hana af stað í ævintýraferð Sport Hákon fiskaði víti og rautt í slökum leik Fótbolti Potter hent úr bikarnum í fyrsta leik Enski boltinn Strákarnir hans Dags fóru illa með mótherja Íslands Handbolti „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Enski boltinn Það er ekki flugeldasýning í hverjum leik“ Sport Uppgjörið: Stjarnan-KR 94-86 | Stjörnumenn tóku aftur til sín toppsætið Körfubolti „Hvar í fjáranum er þessi Íslendingur?“ Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Stjarnan-KR 94-86 | Stjörnumenn tóku aftur til sín toppsætið Finnur foxillur: „Bara hrikaleg frammistaða” Uppgjörið: Þór Þ.-Valur 94-69 | Þórsarar rassskelltu meistarana „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Æskuheimili Steve Kerr brann til kaldra kola Uppgjörið: Keflavík - Höttur 112-98 | Fyrsti sigur Keflvíkinga á árinu „Fínt eins og það er, en rosalega margt sem við getum enn gert betur“ „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 75-81 | Vítaklúður og vonbrigði í Forsetahöllinni Uppgjörið: Grindavík-Haukar 79-71 | Torsóttur skyldusigur Grindvíkinga Uppgjörið: Tindastóll-ÍR 98-88 | Stólarnir á toppinn Fresta NBA leik vegna eldanna í Los Angeles Stóðu í Tyrkjunum en allt hrundi í lokin Cavs vann uppgjör toppliðanna í NBA Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Stalst í síma liðsfélaga og tók sjötíu sjálfur „Ég mun vera með þetta út ferilinn minn, bara fyrir þig“ Uppgjör og viðtöl: Þór Ak.-Keflavík 109-87 | Þórskonur áfram í stuði á heimavelli „Vonandi náum við að stækka hópinn og gera magnaða hluti í vor” Fóru í leikinn Hvar spilar hann? Skoraði ótrúlega sigurkörfu fyrir aftan miðju Öskraði í miðju vítaskoti „Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“ „Kannski bara ágætt að tapa einum og ná jarðtengingu“ Uppgjörið: Valur - Tindastóll 73-64 | Valskonur kældu Stólana niður Uppgjör og viðtöl: Njarðvík - Haukar 75-82 | Haukakonur juku forskotið „Við lokuðum á allt sem þær reyndu að koma með í endann“ Sjötíu daga bið lengist enn eftir frábæra endurkomu Hamars/Þórs Misstu Kolbrúnu meidda af velli en tókst samt að enda taphrinuna Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ Sjá meira
Nú er búið að velja úrvalslið austurs og vesturs fyrir stjörnuleikinn árlega í NBA deildinni sem fram fer í Phoenix þann 15. febrúar. Fyrir nokkrum dögum voru byrjunarliðin kynnt en þau eru valin eftir kosningu NBA aðdáenda um heim allan. Jafnan ríkir meiri eftirvænting þegar kemur að valinu á varamönnum stjörnuliðanna en þar eru það þjálfarar í deildinni sem sjá um valið. Það sem vakti mesta athygli að þessu sinni var að Shaquille O´Neal hjá Phoenix var valinn í stjörnuliðið í 15. sinn á ferlinum, en framherjinn Carmelo Anthony hjá Denver hlaut ekki náð fyrir augum þjálfara - en hann hefur reyndar átt við meiðsli að stríða að undanförnu. Framherjinn David West hjá New Orleans var nokkuð óvænt tekinn inn í liðið í stað Anthony, en hann er með öllu lakari tölfræði en á síðustu leiktíð. Spútniklið Orlando Magic fékk alls þrjá fulltrúa í lið austurstrandarinnar, þá Dwight Howard sem var í byrjunarliðinu og svo Jameer Nelson og Rashard Lewis. Meistarar Boston fá tvo fulltrúa í stjörnuleikinn að þessu sinni, þá Paul Pierce og Kevin Garnett, sem er í byrjunarliðinu. Chauncey Billups er eini fulltrúi Denver Nuggets í leiknum en hann hefur átt stóran þátt í góðu gengi liðsins í vetur. Kobe Bryant og Paul Gasol eru fulltrúar LA Lakers í leiknum. Nokkrir sterkir leikmenn þurftu að bíta í það súra epli að fá ekki að taka þátt í stjörnuleiknum að þessu sinni. Hér er bæði um að ræða menn sem hafa verið fastagestir í leiknum undanfarin ár eins og Steve Nash hjá Phoenix og Vince Carter hjá New Jersey. Ekkert pláss var fyrir þá Rajon Rondo og Ray Allen hjá meisturum Boston og heldur ekki Al Jefferson hjá Minnesota, Deron Williams hjá Utah Jazz, Mo Williams hjá Cleveland og Hedo Turkoglu hjá Orlando Magic. Vesturliðið: G Chris Paul, NO* G Kobe Bryant, LAL* F Tim Duncan, SA* F Amare Stoudemire, PHO* C Yao Ming, HOU* F Dirk Nowitzki, DAL F Pau Gasol, LAL G Chauncey Billups, DEN G Tony Parker, SA G Brandon Roy, POR C Shaquille O'Neal, PHO F David West, NOAusturliðið: G Dwyane Wade, MIA* G Allen Iverson, DET* F Dwight Howard, ORL* F LeBron James, CLE* C Kevin Garnett, BOS* F Paul Pierce, BOS C Chris Bosh, TOR G Joe Johnson, ATL F Danny Granger, IND G Devin Harris, NJ F Rashard Lewis, ORL G Jameer Nelson, ORL *- Byrjunarliðsmaður G- Bakvörður F- Framherji C- Miðherji
NBA Mest lesið Missti öll tíu Ólympíuverðlaun sín í eldunum Sport Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti Þjálfari Eriku Nóttar meyr eftir að hann sendi hana af stað í ævintýraferð Sport Hákon fiskaði víti og rautt í slökum leik Fótbolti Potter hent úr bikarnum í fyrsta leik Enski boltinn Strákarnir hans Dags fóru illa með mótherja Íslands Handbolti „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Enski boltinn Það er ekki flugeldasýning í hverjum leik“ Sport Uppgjörið: Stjarnan-KR 94-86 | Stjörnumenn tóku aftur til sín toppsætið Körfubolti „Hvar í fjáranum er þessi Íslendingur?“ Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Stjarnan-KR 94-86 | Stjörnumenn tóku aftur til sín toppsætið Finnur foxillur: „Bara hrikaleg frammistaða” Uppgjörið: Þór Þ.-Valur 94-69 | Þórsarar rassskelltu meistarana „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Æskuheimili Steve Kerr brann til kaldra kola Uppgjörið: Keflavík - Höttur 112-98 | Fyrsti sigur Keflvíkinga á árinu „Fínt eins og það er, en rosalega margt sem við getum enn gert betur“ „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 75-81 | Vítaklúður og vonbrigði í Forsetahöllinni Uppgjörið: Grindavík-Haukar 79-71 | Torsóttur skyldusigur Grindvíkinga Uppgjörið: Tindastóll-ÍR 98-88 | Stólarnir á toppinn Fresta NBA leik vegna eldanna í Los Angeles Stóðu í Tyrkjunum en allt hrundi í lokin Cavs vann uppgjör toppliðanna í NBA Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Stalst í síma liðsfélaga og tók sjötíu sjálfur „Ég mun vera með þetta út ferilinn minn, bara fyrir þig“ Uppgjör og viðtöl: Þór Ak.-Keflavík 109-87 | Þórskonur áfram í stuði á heimavelli „Vonandi náum við að stækka hópinn og gera magnaða hluti í vor” Fóru í leikinn Hvar spilar hann? Skoraði ótrúlega sigurkörfu fyrir aftan miðju Öskraði í miðju vítaskoti „Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“ „Kannski bara ágætt að tapa einum og ná jarðtengingu“ Uppgjörið: Valur - Tindastóll 73-64 | Valskonur kældu Stólana niður Uppgjör og viðtöl: Njarðvík - Haukar 75-82 | Haukakonur juku forskotið „Við lokuðum á allt sem þær reyndu að koma með í endann“ Sjötíu daga bið lengist enn eftir frábæra endurkomu Hamars/Þórs Misstu Kolbrúnu meidda af velli en tókst samt að enda taphrinuna Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ Sjá meira