Íslenskur bókaútgefandi í hörðu stríði í Danmörku 5. september 2009 08:00 Bókaútgefandinn Snæbjörn Arngrímsson deilir við stærstu keðju bókaverslana í Danmörku. Útgáfa hans, Hr. Ferdinand, fer með útgáfurétt á bókum Dans Brown og deilan snýst um næstu bók hans. Fjallað hefur verið um deilurnar í fjölmiðlum í Danmörku og hefur umfjöllunin verið mjög hliðholl Snæbirni. „Þetta varð strax ofboðslegt mál. Hér stoppar ekki síminn,“ segir Snæbjörn Arngrímsson, bókaútgefandi í Danmörku. Snæbjörn rekur bókaforlagið Hr. Ferdinand og stendur nú í deilum við risann Indeks Retail um sölu á nýjustu bók Dans Brown. Danskir fjölmiðlar hafa verið undirlagðir af fréttum af málinu í vikunni. „Þetta hefur verið á forsíðum blaðanna og í útvarpi og sjónvarpi. Nú síðast í gærmorgun (fimmtudag) var leiðari í menningarblaði Information þar sem sagt var að þeir væru að grafa sína eigin gröf,“ segir Snæbjörn. Deilan snýst um tæknilegt atriði í viðskiptum bókaútgefenda og bóksala, hvort bækur skuli seldar á föstu verði eða verðið sé gefið frjálst. Snæbjörn segir að alla jafnan sé verðið gefið frjálst en bóksalar vilji hafa fast verð svo þeir lendi ekki í verðstríði við stórmarkaði. Indeks Retail, sem rekur 180 bókabúðir í Danmörku – þekktustu búðirnar eru Bog Idé, krafðist þess að næsta bók Dans Brown yrði á föstu verði ellegar yrðu allar bækur á vegum Hr. Ferdinands teknar úr sölu í verslunum þess. Keðjan hefur nú staðið við þá hótun. „Þetta er algjörlega stál í stál en á endanum neyðast þeir til að láta undan. Það eru 110 þúsund eintök seld fyrirfram af bók Dans Brown og fólk kemur ekkert aftur inn í umræddar bókabúðir ef það fær ekki bók sem þessa þar. Þeir eru að grafa sína eigin gröf,“ segir Snæbjörn. Búist er við því að bókin muni seljast í hundruðum þúsunda eintaka í Danmörku. Snæbjörn segir að umfjöllun fjölmiðla hafi verið Hr. Ferdinand í hag. Indeks Retail hefur markaðsráðandi stöðu í Danmörku og þar sem Danir láta sig neytendamál miklu varða hefur þetta vakið óhemju athygli. „Við höfum fengið alla samúð. Það hafa öll blöðin verið með okkur enda er ekki annað hægt, þetta er svo absúrd mál. Svo eru meira að segja samkeppnisyfirvöld komin í málið og það er einhver stærsta grýla sem hægt er að senda á nokkurn í Danmörku.“ Bók Dans Brown heitir The Lost Symbol, Det forsvundne tegn upp á dönsku, og kemur út í nóvember. Snæbjörn er spurður hvort þetta havarí sé í raun ekki besta auglýsing sem bókin gat fengið. „Ég get ekki kvartað en mér leiðist að standa í þessu bölvaða veseni.“ hdm@frettabladid.is Mest lesið Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Lífið Litlu munaði að þyrlan þyrfti að nauðlenda Lífið Áratugir af óvissu enduðu með einni setningu í ræktinni Lífið „Fólk hló og grét til skiptis“ Lífið Var ráðskona Kára Stefánssonar þegar ástin kviknaði Lífið Neistaflug hjá Guggu og Flona á rúntinum Lífið Tíu stellingar sem örva G-blettinn Lífið Fréttatía vikunnar: Staða íslenskunnar, ríkislögreglustjóri og formannskjör Lífið Af og frá að fimmti þáttur hafi verið klipptur extra mikið Lífið Bubba svarað og „barnaleg vitleysa“ í Borgó Menning Fleiri fréttir Var ráðskona Kára Stefánssonar þegar ástin kviknaði Áratugir af óvissu enduðu með einni setningu í ræktinni Neistaflug hjá Guggu og Flona á rúntinum Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Litlu munaði að þyrlan þyrfti að nauðlenda „Fólk hló og grét til skiptis“ Fréttatía vikunnar: Staða íslenskunnar, ríkislögreglustjóri og formannskjör Tíu stellingar sem örva G-blettinn Einstök íslensk verk sem hlutu hönnunarverðlaunin Fleiri lög berjast um farseðilinn þrátt fyrir óvissuna Glæsihús augnlæknis til sölu Ólöf Skafta og Kristín dannaðar í miðborginni Af og frá að fimmti þáttur hafi verið klipptur extra mikið Áföll og samskiptamynstur erfast milli kynslóða Tíu töff pelsar fyrir veturinn „Mjög pirruð út í hvort annað eftir frumsýninguna“ Ölgerðin lítur Orkutal „öfgahægrisins“ alvarlegum augum Spennandi fiski-takkó fyrir alla fjölskylduna Kastaði sér niður fimmtán stiga: „Marinn, þjáður og aumkunarverður“ „Get ekki hætt að hlusta og gráta“ Lögmálið um lítil typpi Dansandi bræður slá í gegn á stóra sviðinu Safaríkur kjúklingaréttur sem slær alltaf í gegn Smart og stílíseruð í Sigvaldablokk Stórstjörnur í snjóbrettasenunni fögnuðu Fann engin önnur ráð en „að ganga í söfnuð Votta Jehóva“ Einbýlishús í Garðabænum eftir miklar framkvæmdir Sérstök og sjaldgæf íslensk nöfn: „Vitanlega var mér strítt“ „Konan hans hlýtur að taka á honum þegar hún heyrir þetta“ Slær á sögusagnirnar með lúmskum skilaboðum Sjá meira
„Þetta varð strax ofboðslegt mál. Hér stoppar ekki síminn,“ segir Snæbjörn Arngrímsson, bókaútgefandi í Danmörku. Snæbjörn rekur bókaforlagið Hr. Ferdinand og stendur nú í deilum við risann Indeks Retail um sölu á nýjustu bók Dans Brown. Danskir fjölmiðlar hafa verið undirlagðir af fréttum af málinu í vikunni. „Þetta hefur verið á forsíðum blaðanna og í útvarpi og sjónvarpi. Nú síðast í gærmorgun (fimmtudag) var leiðari í menningarblaði Information þar sem sagt var að þeir væru að grafa sína eigin gröf,“ segir Snæbjörn. Deilan snýst um tæknilegt atriði í viðskiptum bókaútgefenda og bóksala, hvort bækur skuli seldar á föstu verði eða verðið sé gefið frjálst. Snæbjörn segir að alla jafnan sé verðið gefið frjálst en bóksalar vilji hafa fast verð svo þeir lendi ekki í verðstríði við stórmarkaði. Indeks Retail, sem rekur 180 bókabúðir í Danmörku – þekktustu búðirnar eru Bog Idé, krafðist þess að næsta bók Dans Brown yrði á föstu verði ellegar yrðu allar bækur á vegum Hr. Ferdinands teknar úr sölu í verslunum þess. Keðjan hefur nú staðið við þá hótun. „Þetta er algjörlega stál í stál en á endanum neyðast þeir til að láta undan. Það eru 110 þúsund eintök seld fyrirfram af bók Dans Brown og fólk kemur ekkert aftur inn í umræddar bókabúðir ef það fær ekki bók sem þessa þar. Þeir eru að grafa sína eigin gröf,“ segir Snæbjörn. Búist er við því að bókin muni seljast í hundruðum þúsunda eintaka í Danmörku. Snæbjörn segir að umfjöllun fjölmiðla hafi verið Hr. Ferdinand í hag. Indeks Retail hefur markaðsráðandi stöðu í Danmörku og þar sem Danir láta sig neytendamál miklu varða hefur þetta vakið óhemju athygli. „Við höfum fengið alla samúð. Það hafa öll blöðin verið með okkur enda er ekki annað hægt, þetta er svo absúrd mál. Svo eru meira að segja samkeppnisyfirvöld komin í málið og það er einhver stærsta grýla sem hægt er að senda á nokkurn í Danmörku.“ Bók Dans Brown heitir The Lost Symbol, Det forsvundne tegn upp á dönsku, og kemur út í nóvember. Snæbjörn er spurður hvort þetta havarí sé í raun ekki besta auglýsing sem bókin gat fengið. „Ég get ekki kvartað en mér leiðist að standa í þessu bölvaða veseni.“ hdm@frettabladid.is
Mest lesið Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Lífið Litlu munaði að þyrlan þyrfti að nauðlenda Lífið Áratugir af óvissu enduðu með einni setningu í ræktinni Lífið „Fólk hló og grét til skiptis“ Lífið Var ráðskona Kára Stefánssonar þegar ástin kviknaði Lífið Neistaflug hjá Guggu og Flona á rúntinum Lífið Tíu stellingar sem örva G-blettinn Lífið Fréttatía vikunnar: Staða íslenskunnar, ríkislögreglustjóri og formannskjör Lífið Af og frá að fimmti þáttur hafi verið klipptur extra mikið Lífið Bubba svarað og „barnaleg vitleysa“ í Borgó Menning Fleiri fréttir Var ráðskona Kára Stefánssonar þegar ástin kviknaði Áratugir af óvissu enduðu með einni setningu í ræktinni Neistaflug hjá Guggu og Flona á rúntinum Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Litlu munaði að þyrlan þyrfti að nauðlenda „Fólk hló og grét til skiptis“ Fréttatía vikunnar: Staða íslenskunnar, ríkislögreglustjóri og formannskjör Tíu stellingar sem örva G-blettinn Einstök íslensk verk sem hlutu hönnunarverðlaunin Fleiri lög berjast um farseðilinn þrátt fyrir óvissuna Glæsihús augnlæknis til sölu Ólöf Skafta og Kristín dannaðar í miðborginni Af og frá að fimmti þáttur hafi verið klipptur extra mikið Áföll og samskiptamynstur erfast milli kynslóða Tíu töff pelsar fyrir veturinn „Mjög pirruð út í hvort annað eftir frumsýninguna“ Ölgerðin lítur Orkutal „öfgahægrisins“ alvarlegum augum Spennandi fiski-takkó fyrir alla fjölskylduna Kastaði sér niður fimmtán stiga: „Marinn, þjáður og aumkunarverður“ „Get ekki hætt að hlusta og gráta“ Lögmálið um lítil typpi Dansandi bræður slá í gegn á stóra sviðinu Safaríkur kjúklingaréttur sem slær alltaf í gegn Smart og stílíseruð í Sigvaldablokk Stórstjörnur í snjóbrettasenunni fögnuðu Fann engin önnur ráð en „að ganga í söfnuð Votta Jehóva“ Einbýlishús í Garðabænum eftir miklar framkvæmdir Sérstök og sjaldgæf íslensk nöfn: „Vitanlega var mér strítt“ „Konan hans hlýtur að taka á honum þegar hún heyrir þetta“ Slær á sögusagnirnar með lúmskum skilaboðum Sjá meira