Eigandi Man. City, Sheikh Mansour, og Real Madrid hafa bæði vísað á bug fréttum um að Mansour sé við það að festa kaup á Real Madrid.
Spænskir fjölmiðlar voru með fréttir um þetta efni og sögðu að þegar hefði verið skipulagður fundur með forseta Real, Florentino Perez.
Báðir aðilar segja þessar fréttir vera úr lausu lofti gripnar.
Real segir að þó svo mikill vinskapur sé með Perez og Mansour þá séu kaup ekki í myndinni.