Iceland verslunarkeðjan fær ekki að greiða upp lán sín 15. janúar 2009 12:45 Lánadrottnar Iceland verslunarkeðjunnar í Bretlandi hafa hafnað beiðni stjórnenda keðjunnar um að fá að greiða upp hluta af lánum sínum. Iceland, sem er að mestu í eigu Baugs, hefur gengið mun betur en keppinautum sínum í fjármálakreppunni. Samkvæmt frétt á Reuters um málið vildu stjórnendur Iceland nota 75 milljón pund, eða rúma 14 milljarða kr., af lausafé sínu til að greiða upp lán sín á markaðsvöxtum. En bankarnir, sem eiga lánin, höfnuðu þessu. Reuters segir að viðræðunum um uppgreiðslu á þessum lánum sé nú lokið þar sem stjórnendur Iceland telja að kostnaðurinn við hana að óbreyttu hefði orðið of mikill. Uppgreiðsla á lánum við núverandi aðstæður er umdeild þar sem vextir hafa lækkað töluvert í kjölfar fjármálakreppunnar. Lántakendur vilja fá að greiða lánin upp á núverandi markaðsvöxtum en lánveitendur vilja að þau séu gerð upp á pari, það er með þeim vöxtum sem þau voru tekin á. Það spilar einnig inn í dæmið að lánveitendur vilja að fyrirtæki spari lausafé sitt við núverandi aðstæður. Hinsvegar varð það að samkomulagi við bankana sem halda á lánum Iceland að keðjunni var leyft að kaupa 51 af verslununum úr þrotabúi Woolworths keðjunnar sem Baugur átti hlut í. Mest lesið Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent Falskir afslættir og þrýstingur við sölu á Temu Neytendur Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Viðskipti erlent Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Neytendur Stærðin skiptir ekki máli Atvinnulíf Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Sýkna í vaxtamálinu: „Þetta eru gífurleg vonbrigði“ Neytendur Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Atvinnulíf Spá hressilegri vaxtalækkun Viðskipti innlent Fleiri fréttir Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Lánadrottnar Iceland verslunarkeðjunnar í Bretlandi hafa hafnað beiðni stjórnenda keðjunnar um að fá að greiða upp hluta af lánum sínum. Iceland, sem er að mestu í eigu Baugs, hefur gengið mun betur en keppinautum sínum í fjármálakreppunni. Samkvæmt frétt á Reuters um málið vildu stjórnendur Iceland nota 75 milljón pund, eða rúma 14 milljarða kr., af lausafé sínu til að greiða upp lán sín á markaðsvöxtum. En bankarnir, sem eiga lánin, höfnuðu þessu. Reuters segir að viðræðunum um uppgreiðslu á þessum lánum sé nú lokið þar sem stjórnendur Iceland telja að kostnaðurinn við hana að óbreyttu hefði orðið of mikill. Uppgreiðsla á lánum við núverandi aðstæður er umdeild þar sem vextir hafa lækkað töluvert í kjölfar fjármálakreppunnar. Lántakendur vilja fá að greiða lánin upp á núverandi markaðsvöxtum en lánveitendur vilja að þau séu gerð upp á pari, það er með þeim vöxtum sem þau voru tekin á. Það spilar einnig inn í dæmið að lánveitendur vilja að fyrirtæki spari lausafé sitt við núverandi aðstæður. Hinsvegar varð það að samkomulagi við bankana sem halda á lánum Iceland að keðjunni var leyft að kaupa 51 af verslununum úr þrotabúi Woolworths keðjunnar sem Baugur átti hlut í.
Mest lesið Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent Falskir afslættir og þrýstingur við sölu á Temu Neytendur Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Viðskipti erlent Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Neytendur Stærðin skiptir ekki máli Atvinnulíf Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Sýkna í vaxtamálinu: „Þetta eru gífurleg vonbrigði“ Neytendur Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Atvinnulíf Spá hressilegri vaxtalækkun Viðskipti innlent Fleiri fréttir Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira