Jorge Valdano, framkvæmdastjóri Real Madrid, hefur nú viðurkennt að spænska félagið hafi ekki efni á því að kaupa þá Franck Ribery og Xabi Alonso í viðbót við þær hundruðir milljóna evra sem Real hefur eytt í Cristiano Ronaldo, Kaka og Karim Benzema.
„Xabi Alonso er á undan í forgangsröðinni ef að við eigum fyrir honum en það lítur ekki út fyrir það. Við erum mjög langt frá þeim upphæðum sem Liverpool vill fá fyrir hann," sagði Valdano í viðtali við spænska blaðið El Partido de la Una. Liverpool hefur þegar hafnað tveimur tilboðum Madrídar-liðsins.
Bayern Munchen vill síðan fá 80 milljónir evra fyrir Franck Ribery. „Þetta er óraunhæf upphæð og þeir geta alveg eins sagt það að þeir vilji ekki selja hann," sagði Valdano.