Góð fjárfesting Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir skrifar 7. maí 2009 06:00 Í heimskreppunni miklu á fjórða áratug aldarinnar fylgdi mikið atvinnuleysi á Íslandi. Þeir sem höfðu fyrir fjölskyldu að sjá gengu fyrir þeirri vinnu sem bauðst. Unglingarnir mættu afgangi og atvinnuleysi þeirra á meðal varð nánast algjört. Mörgum stóð ógn af hugsanlegum afdrifum ungdómsins og ráðamenn voru hvattir til aðgerða. Í kjölfarið setti bæjarstjórnin í Reykjavík í tilraunaskyni upp í vinnuskóla sem var fyrsti vísir Vinnuskólans eins og við þekkjum hann. Hann var þá starfræktur í skíðaskála Ármanns fyrir pilta og gert var ráð fyrir að piltarnir fengu 15 krónur að námskeiði loknu. Á stríðsárunum var mikið vinnuframboð og unglingar tóku þátt í ýmsum störfum en við lok fimmta áratugarins hafði aftur sótt í gamla farið fyrir stríð. Árið 1951 varð vinnuskólinn formlega til. Borgarstjórn Reykjavíkur er stolt af því að nú, þegar líklegt er að færri störf standi unglingum til boða en áður, að allir unglingar í 8.-10. bekk fái starf í Vinnuskóla Reykjavíkur í sumar. Það er mikilvægt fyrir borgarbúa að unglingar geti gengið að starfi vísu hjá Vinnuskólanum og það er fagnaðarefni að borgarstjórn hafi tryggt þennan valkost. Í vetur eru 4.500 nemendur skráðir í 8. -10. bekk grunnskóla í Reykjavík. Búist er við að 80-90% þeirra skrái sig í skólann sem er mun meira en 2008 en þá voru nemendur um 2.400. Það er því líklegt að unglingum í Vinnuskólanum fjölgi um tæplega 50% í sumar. Skráningu lýkur 24. maí. Verkefni nemenda Vinnuskóla Reykjavíkur lúta að viðhaldi, snyrtingu og fegrun umhverfisins. Leitast er við að ala með unglingunum ýmsar dyggðir svo sem skyldurækni, ábyrgðartilfinningu, reglusemi, stundvísi og góða umgengni. Þessi markmið hafa ekki mikið breyst, unglingarnir fá þjálfun við verkleg störf og þeir taka þátt í fræðslu sem eykur víðsýni. Vinna nemenda er góð langtímafjárfesting. Það hefur gríðarlega sterkt forvarnargildi fyrir allt samfélagið að geta veitt unglingum uppeldis- og félagslegt skjól í Vinnuskólunum. Það er góð fjárfesting að skapa unglingum vinnu. Höfundur er formaður umhverfis- og samgönguráðs Reykjavíkurborgar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir Mest lesið Það ber allt að sama brunni. – Mín kenning. Björn Ólafsson Skoðun Áminntur um sannsögli Jón Ármann Steinsson Skoðun Íbúðir með froðu til sölu Björn Sigurðsson Skoðun Má umskera dreng í heimahúsi? Eva Hauksdóttir Skoðun Tryggðu þér bíl fyrir áramótin! Vilhjálmur Árnason Skoðun Mikilvægar kjarabætur fyrir aldraða Inga Sæland Skoðun 30 milljarðar í útsvar en engin rödd í kosningum Róbert Ragnarsson Skoðun Er þetta planið? Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Frekar rétt að endurskoða sambúðina Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Bullur í Brussel Jón Pétur Zimsen Skoðun Skoðun Skoðun Það ber allt að sama brunni. – Mín kenning. Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver mun stjórna heiminum eftir hundrað ár? Sigurður Árni Þórðarson skrifar Skoðun Íbúðir með froðu til sölu Björn Sigurðsson skrifar Skoðun Að hafa eða að vera Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Mikilvægar kjarabætur fyrir aldraða Inga Sæland skrifar Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Tryggðu þér bíl fyrir áramótin! Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Formúlu fyrir sigri? Nei takk. Guðmundur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Norræn samstaða skapar tækifæri fyrir græna framtíð Nótt Thorberg skrifar Skoðun Má umskera dreng í heimahúsi? Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Viðskiptafrelsi og hátækniiðnaður Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Hver er virðingin fyrir skólaskyldunni? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða í Kópavogi á sama tíma og bæjarsjóður er rekinn með halla Bergljót Kristinsdóttir skrifar Skoðun Valþröng í varnarmálum Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Fjólubláar prófílmyndir Anna Sóley Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Er þetta planið? Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Frystum samninga. Stoppum atkvæðagreiðslur. Ótímabundið frost Pétur Björgvin Sveinsson skrifar Skoðun Tækifærin í orkuskiptunum Jón Trausti Kárason skrifar Skoðun Frekar rétt að endurskoða sambúðina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Bullur í Brussel Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Áminntur um sannsögli Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Nvidia, Bitcoin og gamla varnarliðið: Hvað bíður Íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ekki hluti af OKKAR Evrópu! Margrét Kristmannsdóttir skrifar Skoðun Mikil aukning í unglingadrykkju – eða hvað? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Er aukin atvinnuþátttaka kostnaður fyrir samfélagið? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Skoðun 30 milljarðar í útsvar en engin rödd í kosningum Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Vaxtaokrið Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Sjá meira
Í heimskreppunni miklu á fjórða áratug aldarinnar fylgdi mikið atvinnuleysi á Íslandi. Þeir sem höfðu fyrir fjölskyldu að sjá gengu fyrir þeirri vinnu sem bauðst. Unglingarnir mættu afgangi og atvinnuleysi þeirra á meðal varð nánast algjört. Mörgum stóð ógn af hugsanlegum afdrifum ungdómsins og ráðamenn voru hvattir til aðgerða. Í kjölfarið setti bæjarstjórnin í Reykjavík í tilraunaskyni upp í vinnuskóla sem var fyrsti vísir Vinnuskólans eins og við þekkjum hann. Hann var þá starfræktur í skíðaskála Ármanns fyrir pilta og gert var ráð fyrir að piltarnir fengu 15 krónur að námskeiði loknu. Á stríðsárunum var mikið vinnuframboð og unglingar tóku þátt í ýmsum störfum en við lok fimmta áratugarins hafði aftur sótt í gamla farið fyrir stríð. Árið 1951 varð vinnuskólinn formlega til. Borgarstjórn Reykjavíkur er stolt af því að nú, þegar líklegt er að færri störf standi unglingum til boða en áður, að allir unglingar í 8.-10. bekk fái starf í Vinnuskóla Reykjavíkur í sumar. Það er mikilvægt fyrir borgarbúa að unglingar geti gengið að starfi vísu hjá Vinnuskólanum og það er fagnaðarefni að borgarstjórn hafi tryggt þennan valkost. Í vetur eru 4.500 nemendur skráðir í 8. -10. bekk grunnskóla í Reykjavík. Búist er við að 80-90% þeirra skrái sig í skólann sem er mun meira en 2008 en þá voru nemendur um 2.400. Það er því líklegt að unglingum í Vinnuskólanum fjölgi um tæplega 50% í sumar. Skráningu lýkur 24. maí. Verkefni nemenda Vinnuskóla Reykjavíkur lúta að viðhaldi, snyrtingu og fegrun umhverfisins. Leitast er við að ala með unglingunum ýmsar dyggðir svo sem skyldurækni, ábyrgðartilfinningu, reglusemi, stundvísi og góða umgengni. Þessi markmið hafa ekki mikið breyst, unglingarnir fá þjálfun við verkleg störf og þeir taka þátt í fræðslu sem eykur víðsýni. Vinna nemenda er góð langtímafjárfesting. Það hefur gríðarlega sterkt forvarnargildi fyrir allt samfélagið að geta veitt unglingum uppeldis- og félagslegt skjól í Vinnuskólunum. Það er góð fjárfesting að skapa unglingum vinnu. Höfundur er formaður umhverfis- og samgönguráðs Reykjavíkurborgar.
Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða í Kópavogi á sama tíma og bæjarsjóður er rekinn með halla Bergljót Kristinsdóttir skrifar
Skoðun Frystum samninga. Stoppum atkvæðagreiðslur. Ótímabundið frost Pétur Björgvin Sveinsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar
Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar
Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar