Það er enn gott að vera Íslendingur Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar 31. desember 2009 06:00 Nú árið er liðið í aldanna skaut, og aldrei það kemur til baka! Sjálfsagt er ekki til ófrumlegri byrjun á áramótagrein, en mörgum mun eflaust þykja þetta brot úr ljóð Valdimars Briem hafa jákvæðari merkingu núna en oft áður. Líklega vilja fæstir fá þetta erfiða ár aftur. Það er eins og hafís hafi legið við strendur landsins. Eilífur kuldi, engin spretta og engin uppskera. Var eitthvað hægt að gera kunna margir að segja, var ekki allt hrunið, gátum við gert betur, eitthvað öðruvísi? Já. Þrátt fyrir erfiðar aðstæður hafi verið hægt að gera betur. Mun betur. Það hefur verið gæfa Íslendinga, allt frá upphafi byggðar, að þrátt fyrir marga kalda vetur og vot sumur hefur uppgjöf ekki verið valkostur. Sá baráttuandi sem landið og aðstæður þess hafa blásið íbúunum í brjóst hefur alltaf haft sigur. Þennan eiginleika verður að virkja við þær erfiðu aðstæður sem uppi eru. Gefa verður fólki trú á, að það sem verið er að gera muni skila sér í bættum hag til skemmri og lengri tíma litið. Það hefur ekki tekist sem skyldi. Tökum tvö dæmi; sáralítið hefur verið komið til móts við fólk sem lenti í gífurlegum hækkunum lána vegna aðstæðna sem það ber ekki ábyrgð á, á sama tíma og fjármagnseigendur héldu öllu sínu. Það var gott að vernda sparifjáreigendur, en ósanngjarnt að fórna þeim skuldsettu. Í öðru lagi má nefna að sú tilfinningin bærist með mörgum að stjórnvöld hafi í raun ekki lagt sig öll fram við að halda sjónarmiðum Íslendinga á lofti í deilunni um ríkisábyrgðina á Icesave-reikningunum. Bretar og Hollendingar, með fulltingi Alþjóðagjaldeyrissjóðsins sóttu að Íslendingum með niðurlægjandi hætti. Nota hefði átt andstöðuna við þetta mál hér innanlands, til að sameina þjóðina. Vekja þá von í brjósti að verið væri að berjast fyrir hennar hag. Það var slælega gert. Stjórnvöld hafa barist fyrir því að fá óréttlætið samþykkt á Alþingi og lögum sem Bretar og Hollendingar í raun sömdu, er þvingað í gegnum þingið. Þetta misbýður réttlætiskennd fólks og einnig hvernig að öllu þessu vonda máli var staðið. Það er gott að vera Íslendingur og oftast gaman. Landið mótar lífsviðhorf okkar og af landinu hefur þjóðin lifað. Svo mun verða áfram og tækifærin hafa kannski aldrei verið eins mörg og nú um stundir. Gæði okkar eru eftirsóknarverð; mannauðurinn, fiskurinn, orkan, hugvitið, kalda vatnið, heita vatnið, hreina loftið, það er sama hvar okkur ber niður. Í raun eru kostir landsins ótrúlega margir þrátt fyrir allt. Verkefni stjórnmálamanna er að sjá til þess að framtaksamir einstaklingar fái notið sín til heilla fyrir þjóðina. Stjórnmálamenn eiga ekki að ákveða hvað fólk tekur sér fyrir hendur, heldur setja almennar reglur um hvernig hlutirnir eru gerðir, þannig að allir sitji við sama borð. Það er nóg til af fólki á Íslandi sem vill láta til sín taka, það þarf bara að skapa umgjörðina svo þetta fólk komist af stað. Það verður ekki gert með stórfelldum skattahækkunum eða innbyrðis deilum í ríkisstjórn um, hvað má og hvað má ekki. Þjóðin þarf að finna það og sjá að verið sé að berjast fyrir hagsmunum hennar. Ég vil leyfa mér að halda því fram að í þeim efnum hafi ríkisstjórnin brugðist. Ekki af því að hana skorti viljann, heldur af því að hún fór ranga leið. Stjórnin telur að sín leið muni skila sér eftir langa mæðu, og við skulum vona að svo verði, en hefðbundin ráð vinstri manna munu ekki nú frekar en endranær færa okkur þá hagsæld sem að er stefnt. Sagan hefur kennt okkur að öfgarnar til hægri og vinstri eru varasamar. Það á sérstaklega við um Íslendinga. Það er hreinlega andstætt eðli þeirra að láta yfirvöld gína yfir öllu, stóru smáu, og skammta sér úr hnefa. Íslendingar hafa ríka sjálfsbjargarviðleitni, þurfa atvinnu og athafnafrelsi, en ekki gamaldags og hættulega forræðishyggju. Verkefni nýs árs verður að búa svo um hnútana að hér eflist atvinnulíf, því það verður að draga úr atvinnuleysi. Atvinnuleysið er undirrót svo margra annarra vandamála, að á því verður að taka af meiri hörku en gert hefur verið. Lífsbaráttan öðlast nýjan tilgang með vinnu, fólk getur staðið betur í skilum og vonin um að til einhvers sé barist kviknar á ný. Ég hef engar áhyggjur af okkur ef við nýtum sóknarfærin. Það er gott að vera Íslendingur í þeirri baráttu sem fram undan er, og ég hlakka til að leggja mitt af mörkum, eins og ég hef reynt að gera allt þetta ár. Höfum hugfast að það er í lagi að bogna um skeið, en brotna megum við aldrei. Höfundur er formaður Framsóknarflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Mest lesið Halldór 31.01.26 Halldór Að loka á foreldri er ekki einfaldasta leiðin Sahara Rós Blandon Skoðun Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson Skoðun Verðbólga á Íslandi er ekki slys – hún er afleiðing ákvarðana Sigurður Sigurðsson Skoðun Stjórnendur eru brúin – Ísland á að leiða fagmennsku, ekki draga úr henni Nichole Leigh Mosty Skoðun Kristrún og Mazzucato Stefán Jón Hafstein Skoðun Kæra heilbrigðisráðherra, Alma Möller Arnar Helgi Lárusson Skoðun Jaðardrengirnir okkar Sigurður Árni Reynisson Skoðun Kjósum mann sem klárar verkin! Róbert Ragnarsson Skoðun Að læra af fortíðinni Sigurður Helgi Pálmason Skoðun Skoðun Skoðun María Rut og samkeppnishæfnin Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Að hafa það sem þarf Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Kjósum mann sem klárar verkin! Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg er ramminn, ekki málverkið Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stjórnendur eru brúin – Ísland á að leiða fagmennsku, ekki draga úr henni Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Bærinn er fólkið Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Verðbólga á Íslandi er ekki slys – hún er afleiðing ákvarðana Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun Að læra af fortíðinni Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Jaðardrengirnir okkar Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Kristrún og Mazzucato Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Þegar alþjóðaviðskipti eru vopnvædd Páll Rafnar Þorsteinsson skrifar Skoðun Að loka á foreldri er ekki einfaldasta leiðin Sahara Rós Blandon skrifar Skoðun Ákvarðanir fyrir framtíðarkynslóðir Sandra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Stúka við Kórinn mun skera niður framtíð HK í fótbolta! Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Hlúum að hjarta skólans skrifar Skoðun Ef þetta er ekki þrælahald – hvað er það þá? Ágústa Árnadóttir skrifar Skoðun Af hverju þurfa börn að borga í strætó? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Flóttamannavegurinn er loksins fundinn Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Ríkisborgararéttur – sömu reglur eiga að gilda fyrir alla Katrín Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hafnarfjörður fyrir fólk á öllum æviskeiðum Helga Björg Loftsdóttir skrifar Skoðun 3,7 milljarða skattalækkun í Hafnarfirði Orri Björnsson skrifar Skoðun Nokkur orð um rekstrarkostnað Arnar Már Jóhannesson,Ásgerður Ágústsdóttir skrifar Skoðun ESB er (enn) ekki varnarbandalag Hallgrímur Oddsson skrifar Skoðun Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar Skoðun Suðurlandsbraut á skilið umhverfismat Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Loforðin ein vinna ekki á verðbólgunni Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Ástæða góðs árangurs í handbolta Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Skaðlegt stafrænt umhverfi barna Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun U-beygja framundan Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræður ekki við verkefnið Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Sjá meira
Nú árið er liðið í aldanna skaut, og aldrei það kemur til baka! Sjálfsagt er ekki til ófrumlegri byrjun á áramótagrein, en mörgum mun eflaust þykja þetta brot úr ljóð Valdimars Briem hafa jákvæðari merkingu núna en oft áður. Líklega vilja fæstir fá þetta erfiða ár aftur. Það er eins og hafís hafi legið við strendur landsins. Eilífur kuldi, engin spretta og engin uppskera. Var eitthvað hægt að gera kunna margir að segja, var ekki allt hrunið, gátum við gert betur, eitthvað öðruvísi? Já. Þrátt fyrir erfiðar aðstæður hafi verið hægt að gera betur. Mun betur. Það hefur verið gæfa Íslendinga, allt frá upphafi byggðar, að þrátt fyrir marga kalda vetur og vot sumur hefur uppgjöf ekki verið valkostur. Sá baráttuandi sem landið og aðstæður þess hafa blásið íbúunum í brjóst hefur alltaf haft sigur. Þennan eiginleika verður að virkja við þær erfiðu aðstæður sem uppi eru. Gefa verður fólki trú á, að það sem verið er að gera muni skila sér í bættum hag til skemmri og lengri tíma litið. Það hefur ekki tekist sem skyldi. Tökum tvö dæmi; sáralítið hefur verið komið til móts við fólk sem lenti í gífurlegum hækkunum lána vegna aðstæðna sem það ber ekki ábyrgð á, á sama tíma og fjármagnseigendur héldu öllu sínu. Það var gott að vernda sparifjáreigendur, en ósanngjarnt að fórna þeim skuldsettu. Í öðru lagi má nefna að sú tilfinningin bærist með mörgum að stjórnvöld hafi í raun ekki lagt sig öll fram við að halda sjónarmiðum Íslendinga á lofti í deilunni um ríkisábyrgðina á Icesave-reikningunum. Bretar og Hollendingar, með fulltingi Alþjóðagjaldeyrissjóðsins sóttu að Íslendingum með niðurlægjandi hætti. Nota hefði átt andstöðuna við þetta mál hér innanlands, til að sameina þjóðina. Vekja þá von í brjósti að verið væri að berjast fyrir hennar hag. Það var slælega gert. Stjórnvöld hafa barist fyrir því að fá óréttlætið samþykkt á Alþingi og lögum sem Bretar og Hollendingar í raun sömdu, er þvingað í gegnum þingið. Þetta misbýður réttlætiskennd fólks og einnig hvernig að öllu þessu vonda máli var staðið. Það er gott að vera Íslendingur og oftast gaman. Landið mótar lífsviðhorf okkar og af landinu hefur þjóðin lifað. Svo mun verða áfram og tækifærin hafa kannski aldrei verið eins mörg og nú um stundir. Gæði okkar eru eftirsóknarverð; mannauðurinn, fiskurinn, orkan, hugvitið, kalda vatnið, heita vatnið, hreina loftið, það er sama hvar okkur ber niður. Í raun eru kostir landsins ótrúlega margir þrátt fyrir allt. Verkefni stjórnmálamanna er að sjá til þess að framtaksamir einstaklingar fái notið sín til heilla fyrir þjóðina. Stjórnmálamenn eiga ekki að ákveða hvað fólk tekur sér fyrir hendur, heldur setja almennar reglur um hvernig hlutirnir eru gerðir, þannig að allir sitji við sama borð. Það er nóg til af fólki á Íslandi sem vill láta til sín taka, það þarf bara að skapa umgjörðina svo þetta fólk komist af stað. Það verður ekki gert með stórfelldum skattahækkunum eða innbyrðis deilum í ríkisstjórn um, hvað má og hvað má ekki. Þjóðin þarf að finna það og sjá að verið sé að berjast fyrir hagsmunum hennar. Ég vil leyfa mér að halda því fram að í þeim efnum hafi ríkisstjórnin brugðist. Ekki af því að hana skorti viljann, heldur af því að hún fór ranga leið. Stjórnin telur að sín leið muni skila sér eftir langa mæðu, og við skulum vona að svo verði, en hefðbundin ráð vinstri manna munu ekki nú frekar en endranær færa okkur þá hagsæld sem að er stefnt. Sagan hefur kennt okkur að öfgarnar til hægri og vinstri eru varasamar. Það á sérstaklega við um Íslendinga. Það er hreinlega andstætt eðli þeirra að láta yfirvöld gína yfir öllu, stóru smáu, og skammta sér úr hnefa. Íslendingar hafa ríka sjálfsbjargarviðleitni, þurfa atvinnu og athafnafrelsi, en ekki gamaldags og hættulega forræðishyggju. Verkefni nýs árs verður að búa svo um hnútana að hér eflist atvinnulíf, því það verður að draga úr atvinnuleysi. Atvinnuleysið er undirrót svo margra annarra vandamála, að á því verður að taka af meiri hörku en gert hefur verið. Lífsbaráttan öðlast nýjan tilgang með vinnu, fólk getur staðið betur í skilum og vonin um að til einhvers sé barist kviknar á ný. Ég hef engar áhyggjur af okkur ef við nýtum sóknarfærin. Það er gott að vera Íslendingur í þeirri baráttu sem fram undan er, og ég hlakka til að leggja mitt af mörkum, eins og ég hef reynt að gera allt þetta ár. Höfum hugfast að það er í lagi að bogna um skeið, en brotna megum við aldrei. Höfundur er formaður Framsóknarflokksins.
Stjórnendur eru brúin – Ísland á að leiða fagmennsku, ekki draga úr henni Nichole Leigh Mosty Skoðun
Skoðun Stjórnendur eru brúin – Ísland á að leiða fagmennsku, ekki draga úr henni Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Ríkisborgararéttur – sömu reglur eiga að gilda fyrir alla Katrín Haukdal Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar
Stjórnendur eru brúin – Ísland á að leiða fagmennsku, ekki draga úr henni Nichole Leigh Mosty Skoðun