Sigrún Brá Sverrisdóttir, Ægi, bætti í kvöld Íslandsmetið í 800 metra sundi kvenna á Íslandsmeistaramótinu í 25 metra laug.
Sigrún synti á 8:46,47 mínútum og bætti sautján ára gamalt Íslandsmet Ingibjargar Arnardóttur um rúmar sjö sekúndur.
Inga Elín Cryer, ÍA, og Eygló Osk Gústafsdóttir, Ægi, syntu einnig undir gamla metinu. Inga Elín á 8:50,52 mínútum og Eygló Ósk á 8:52,21 mínútum.
Sport