Heildartök á stjórn efnahagsmála 5. nóvember 2009 06:00 Nýtt skipurit forsætisráðuneytisins öðlaðist gildi þann 1. október síðastliðinn. Við endurskipulagninguna var m.a. litið til annarra Norðurlanda og þá einkum Danmerkur. Í forsætisráðuneytum í Noregi, Svíþjóð, Finnlandi og Danmörku eru ekki sérstakar efnahagsskrifstofur og efnahagsmál eru ekki skilgreind sérstaklega á ábyrgðarsviði forsætisráðherra í þessum löndum. Finnski sérfræðingurinn Karlo Jännäri gagnrýndi í ítarlegri skýrslu sinni til íslenskra stjórnvalda að efnahagsmál heyrðu undir of marga aðila hér á landi. Hann lagði til að efnahagsmál yrðu færð undir eitt ráðuneyti. Niðurstaðan varð að færa það hlutverk til eflds viðskiptaráðuneytis sem ber nú heitið efnahags- og viðskiptaráðuneyti. Með þeirri breytingu gefst tækifæri til þess að endurskipuleggja starfsemi allra sem áður fjölluðu um efnahagsmál á vettvangi ríkisins. Í fámennri og smárri stjórnsýslu er afar mikilvægt að samræma þessi verkefni. Efnahagsskrifstofa forsætisráðuneytisins og efnahagsskrifstofa fjármálaráðuneytisins hafa verið sameinaðar í efnahags- og viðskiptaráðuneytinu og Seðlabankinn, Hagstofan og Fjármálaeftirlitið heyra nú undir efnahags- og viðskiptaráðherrann. Áður var ábyrgð efnahagsmála dreifð á þrjá ráðherra og það gafst því miður ekki vel. Efnahagsmál forgangsmálForsætisráðuneytið mun fyrst og fremst sinna forystu- og samræmingarhlutverki innan stjórnarráðsins í heild sinni samkvæmt nýju skipulagi og verkstjórnarhlutverk þess verður eflt umtalsvert. Umfjöllun um efnahagsmál, stöðu mála og eftirfylgni verður meðal forgangsmála innan forsætisráðuneytisins. Í samræmi við það er í nýju skipulagi forsætisráðuneytisins sett á fót ráðherranefnd um efnahagsmál og samskipti við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn og gildandi efnahagsáætlun, undir forystu forsætisráðherra. Nefndin starfar samkvæmt sérstökum reglum og hittist á vikulegum fundum og fer yfir stöðu helstu verkefna á sviði efnahagsmála. Í nefndinni eru forsætisráðherra, fjármálaráðherra og efnahags- og viðskiptaráðherra. Nefndin kallar eftir atvikum á sinn fund aðra ráðherra og hagsmunaaðila, s.s. Samband íslenskra sveitarfélaga, aðila vinnumarkaðarins og fulltrúa viðskiptalífsins. Fjórar nýjar ráðherranefndirAuk ráðherranefndar um efnahagsmál hafa verið settar á fót í forsætisráðuneytinu ráðherranefndir um ríkisfjármál, Evrópumál og jafnréttismál. Skipulag þessara nefnda er aðgengilegt á heimasíðu forsætisráðuneytisins http://www.forsaetisraduneyti.is/raduneyti/skipurit/ og munu þær starfa samkvæmt formföstu skipulagi og á föstum fundum á sama hátt og ríkisstjórnin. Forsætisráðherra mun þannig hafa glögga yfirsýn og áhrif á þessum veigamiklu málefnasviðum og jafnframt nýta í hverju máli fagþekkingu sem liggur í einstökum ráðuneytum og stofnunum þeirra. Þannig eflist þekking og starfsemi fyrst og fremst á hverju fagsviði fyrir sig en ekki á sérstakri fámennri einingu innan forsætisráðuneytisins. Með þessu nýja skipulagi er jafnframt m.a. mætt gagnrýni í nýútkominni greinargerð starfsmanna Alþjóðagjaldeyrissjóðsins þar sem smæð íslenskra stofnana er gagnrýnd. Bætt úr ágöllumÍsland hefur allt frá um 1980 verið í hópi hagsælustu þjóða heims og efnisleg lífsgæði verið mikil. Efnislegum gæðum var þó misskipt og fór misskiptingin ört vaxandi í löngum aðdraganda banka- og gjaldeyriskreppunnar haustið 2008 þegar hugmyndum nýfrjálshyggjunnar var sleppt lausum af helmingaskiptastjórn Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks. Hluti hinna efnislegu gæða var fjármagnaður með lánsfé og viðskiptahalli þjóðarbúsins var svo mikill og langvarandi að harðri lendingu efnahagslífsins hafði verið spáð um árabil. Það er því ekki að ófyrirsynju sem „útrásartíminn" svokallaði hefur fremur verið kenndur við óráðsíu en raunverulega hagsæld eins og bent er á í Íslandi 2009, stöðuskýrslu Félagsvísindastofnunar og Hagfræðistofnunar Háskóla Íslands. Þjóðin geldur nú fyrir þróun undanfarinna ára með viðamiklum bakreikningum. Um það verður ekki deilt að margt brást hér í stjórn efnahagsmála á löngum tíma í aðdraganda hrunsins. Ástæður þess má meðal annars rekja til þess að of margir aðilar voru að fást við stjórn þeirra án þess að heildarábyrgð væri ljós. Nú hefur verið bætt úr því og mótaður grundvöllur til þess að ná heildartökum á stjórn efnahagsmála innan stjórnarráðsins og stjórnsýslunnar. Almenningur á heimtingu á því. Höfundur er forsætisráðherra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jóhanna Sigurðardóttir Mest lesið Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir Skoðun Á bak við tært vatn sundlauganna, ósýnilegt hlutverk heilbrigðiseftirlits Kolbrún Georgsdóttir Skoðun Getur Samfylkingin leitt breytingar í Reykjavík? Jóhannes Óli Sveinsson Skoðun Tiltekt í Reykjavík Aðalsteinn Leifsson Skoðun Afnám jafnlaunavottunar Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Skoðun Nýtum kennsluaðferðir sem skila betri árangri Skúli Helgason Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen Skoðun Styðjum Skúla - í okkar þágu Sindri Freysson Skoðun Samvinna en ekki einangrun Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun 900 metrar sem geta breytt Grafarvogi Friðjón Friðjónsson Skoðun Skoðun Skoðun Endurvekjum Reykjavíkurlistann Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Börnin geta ekki beðið lengur. Hættum að ræða og byrjum að framkvæma Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Ég vil Vor til vinstri! Rakel Hildardóttir skrifar Skoðun Styðjum Skúla - í okkar þágu Sindri Freysson skrifar Skoðun Hverfur Gleðigangan? Guðmundur Ingi Þórodsson skrifar Skoðun Samvinna en ekki einangrun Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Afnám jafnlaunavottunar Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Tökum skrefið lengra í stuðningi við börn og ungmenni í viðkvæmri stöðu og skimum fyrir vellíðan Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Getur Samfylkingin leitt breytingar í Reykjavík? Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Á bak við tært vatn sundlauganna, ósýnilegt hlutverk heilbrigðiseftirlits Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Nýtum kennsluaðferðir sem skila betri árangri Skúli Helgason skrifar Skoðun Tiltekt í Reykjavík Aðalsteinn Leifsson skrifar Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen skrifar Skoðun Ég reyndi að byggja ódýrar íbúðir í Reykjavík Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir skrifar Skoðun Framhaldsskólinn: horfum til framtíðar og finnum lausnir Simon Cramer Larsen skrifar Skoðun Um taugafjölbreytileika Svava Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ódýrt á pappír, dýrt í raun – og þjóðin blæðir Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Samvinna, en ekki einangrun María Malmquist skrifar Skoðun 900 metrar sem geta breytt Grafarvogi Friðjón Friðjónsson skrifar Skoðun Kerfi sem kosta skattgreiðendur Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Ákall til önugra femínista – Steinunni í borgarstjórn! Hrafnhildur Kjerúlf Sigmarsdóttir skrifar Skoðun Er skóli án aðgreiningar barn síns tíma? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Alvöru aðför að einkabílnum Búi Bjarmar Aðalsteinsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Evrópu halda áfram – þegar viðvaranir fá engin svör Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Setjum endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna í forgang Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Um siðfræðingsvandamálið Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson skrifar Sjá meira
Nýtt skipurit forsætisráðuneytisins öðlaðist gildi þann 1. október síðastliðinn. Við endurskipulagninguna var m.a. litið til annarra Norðurlanda og þá einkum Danmerkur. Í forsætisráðuneytum í Noregi, Svíþjóð, Finnlandi og Danmörku eru ekki sérstakar efnahagsskrifstofur og efnahagsmál eru ekki skilgreind sérstaklega á ábyrgðarsviði forsætisráðherra í þessum löndum. Finnski sérfræðingurinn Karlo Jännäri gagnrýndi í ítarlegri skýrslu sinni til íslenskra stjórnvalda að efnahagsmál heyrðu undir of marga aðila hér á landi. Hann lagði til að efnahagsmál yrðu færð undir eitt ráðuneyti. Niðurstaðan varð að færa það hlutverk til eflds viðskiptaráðuneytis sem ber nú heitið efnahags- og viðskiptaráðuneyti. Með þeirri breytingu gefst tækifæri til þess að endurskipuleggja starfsemi allra sem áður fjölluðu um efnahagsmál á vettvangi ríkisins. Í fámennri og smárri stjórnsýslu er afar mikilvægt að samræma þessi verkefni. Efnahagsskrifstofa forsætisráðuneytisins og efnahagsskrifstofa fjármálaráðuneytisins hafa verið sameinaðar í efnahags- og viðskiptaráðuneytinu og Seðlabankinn, Hagstofan og Fjármálaeftirlitið heyra nú undir efnahags- og viðskiptaráðherrann. Áður var ábyrgð efnahagsmála dreifð á þrjá ráðherra og það gafst því miður ekki vel. Efnahagsmál forgangsmálForsætisráðuneytið mun fyrst og fremst sinna forystu- og samræmingarhlutverki innan stjórnarráðsins í heild sinni samkvæmt nýju skipulagi og verkstjórnarhlutverk þess verður eflt umtalsvert. Umfjöllun um efnahagsmál, stöðu mála og eftirfylgni verður meðal forgangsmála innan forsætisráðuneytisins. Í samræmi við það er í nýju skipulagi forsætisráðuneytisins sett á fót ráðherranefnd um efnahagsmál og samskipti við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn og gildandi efnahagsáætlun, undir forystu forsætisráðherra. Nefndin starfar samkvæmt sérstökum reglum og hittist á vikulegum fundum og fer yfir stöðu helstu verkefna á sviði efnahagsmála. Í nefndinni eru forsætisráðherra, fjármálaráðherra og efnahags- og viðskiptaráðherra. Nefndin kallar eftir atvikum á sinn fund aðra ráðherra og hagsmunaaðila, s.s. Samband íslenskra sveitarfélaga, aðila vinnumarkaðarins og fulltrúa viðskiptalífsins. Fjórar nýjar ráðherranefndirAuk ráðherranefndar um efnahagsmál hafa verið settar á fót í forsætisráðuneytinu ráðherranefndir um ríkisfjármál, Evrópumál og jafnréttismál. Skipulag þessara nefnda er aðgengilegt á heimasíðu forsætisráðuneytisins http://www.forsaetisraduneyti.is/raduneyti/skipurit/ og munu þær starfa samkvæmt formföstu skipulagi og á föstum fundum á sama hátt og ríkisstjórnin. Forsætisráðherra mun þannig hafa glögga yfirsýn og áhrif á þessum veigamiklu málefnasviðum og jafnframt nýta í hverju máli fagþekkingu sem liggur í einstökum ráðuneytum og stofnunum þeirra. Þannig eflist þekking og starfsemi fyrst og fremst á hverju fagsviði fyrir sig en ekki á sérstakri fámennri einingu innan forsætisráðuneytisins. Með þessu nýja skipulagi er jafnframt m.a. mætt gagnrýni í nýútkominni greinargerð starfsmanna Alþjóðagjaldeyrissjóðsins þar sem smæð íslenskra stofnana er gagnrýnd. Bætt úr ágöllumÍsland hefur allt frá um 1980 verið í hópi hagsælustu þjóða heims og efnisleg lífsgæði verið mikil. Efnislegum gæðum var þó misskipt og fór misskiptingin ört vaxandi í löngum aðdraganda banka- og gjaldeyriskreppunnar haustið 2008 þegar hugmyndum nýfrjálshyggjunnar var sleppt lausum af helmingaskiptastjórn Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks. Hluti hinna efnislegu gæða var fjármagnaður með lánsfé og viðskiptahalli þjóðarbúsins var svo mikill og langvarandi að harðri lendingu efnahagslífsins hafði verið spáð um árabil. Það er því ekki að ófyrirsynju sem „útrásartíminn" svokallaði hefur fremur verið kenndur við óráðsíu en raunverulega hagsæld eins og bent er á í Íslandi 2009, stöðuskýrslu Félagsvísindastofnunar og Hagfræðistofnunar Háskóla Íslands. Þjóðin geldur nú fyrir þróun undanfarinna ára með viðamiklum bakreikningum. Um það verður ekki deilt að margt brást hér í stjórn efnahagsmála á löngum tíma í aðdraganda hrunsins. Ástæður þess má meðal annars rekja til þess að of margir aðilar voru að fást við stjórn þeirra án þess að heildarábyrgð væri ljós. Nú hefur verið bætt úr því og mótaður grundvöllur til þess að ná heildartökum á stjórn efnahagsmála innan stjórnarráðsins og stjórnsýslunnar. Almenningur á heimtingu á því. Höfundur er forsætisráðherra.
Á bak við tært vatn sundlauganna, ósýnilegt hlutverk heilbrigðiseftirlits Kolbrún Georgsdóttir Skoðun
Skoðun Börnin geta ekki beðið lengur. Hættum að ræða og byrjum að framkvæma Róbert Ragnarsson skrifar
Skoðun Tökum skrefið lengra í stuðningi við börn og ungmenni í viðkvæmri stöðu og skimum fyrir vellíðan Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Á bak við tært vatn sundlauganna, ósýnilegt hlutverk heilbrigðiseftirlits Kolbrún Georgsdóttir skrifar
Skoðun Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir skrifar
Skoðun Ákall til önugra femínista – Steinunni í borgarstjórn! Hrafnhildur Kjerúlf Sigmarsdóttir skrifar
Skoðun Mótmæli bænda í Evrópu halda áfram – þegar viðvaranir fá engin svör Erna Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Setjum endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna í forgang Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar
Á bak við tært vatn sundlauganna, ósýnilegt hlutverk heilbrigðiseftirlits Kolbrún Georgsdóttir Skoðun