Stjarnan vann eftir spennandi viðureign gegn KR Elvar Geir Magnússon skrifar 11. október 2009 20:45 Justin Shouse leikmaður Stjörnunnar. Stjarnan er meistari meistaranna í karlaflokki eftir sigur á KR 80-89 í DHL-höllinni í kvöld. Garðbæingar urðu bikarmeistarar á síðustu leiktíð og lögðu Íslandsmeistarana í þessum árlega leik en hann var fyrirtaks skemmtun fyrir áhorfendur. Íslandsmeistarar KR fóru illa af stað í leiknum og Garðabæjarliðið komst í 17-2. Páll Kolbeinsson, þjálfari KR, brá á það ráð að taka leikhlé og eftir það fóru heimamenn að spila betur. Garðabæjarliðið hafði þó sjö stiga forystu í hálfleik 48-41. KR skoraði fyrstu sjö stigin í seinni hálfleiknum og jafnaði metin áður en liðið tók síðan forystu í fyrsta sinn í leiknum 51-50. Mikil spenna var komin í leikinn og hann hraður og skemmtilegur. Fyrir þriðja leikhlutann hafði KR þriggja stiga forystu 64-61. Í lokaleikhlutanum voru Stjörnumenn hinsvegar betri og unnu á endanum góðan sigur í skemmtilegum leik sem lofar góðu fyrir tímabilið. Hart var barist, mikill hiti í mönnum í lokin og ljóst að þessi leikur er ekki bara einhver æfingaleikur. Lið KR er langt frá því það sama og varð Íslandsmeistari síðasta vetur. Nánast allt byrjunarliðið er horfið á braut og nýr þjálfari tekinn við. Þó liðið sé alls ekki eins sterkt þetta tímabilið hefur það marga hæfileikaríka leikmenn. Teitur Örlygsson, þjálfari Stjörnunnar, er með mjög skemmtilegt lið í höndunum og spennandi verður að sjá hvernig liðinu vegnar í vetur. Frá árinu 1995 hefur þessi leikur verið góðgerðarleikur og rennur allur aðgangseyrir til ákveðins góðgerðarfélags. Allir sem að leikjunum koma gefa sína vinnu til styrktar málefninu hverju sinni. Í ár er það Neistinn, styrktarfélag hjartveikra barna sem fær allt það fé sem safnast í kringum leikina. KR - Stjarnan 80-89 Stigahæstir hjá KR:Brynjar Björnsson 29 Tommy Johnson 13 Finnur Magnússon 11 Semaj Inge 10 Stigahæstir hjá Stjörnunni: Jovan Zdravevski 33 Fannar Freyr Helgason 22 Justin Shouse 15 Dominos-deild karla Mest lesið Gengur út ef hann fær sömu meðferð og Glazerarnir Fótbolti Haaland sló enn eitt metið í gær Fótbolti Sjáðu hetjudáðir Stefáns Teits í enska boltanum í gær Enski boltinn Tvíburarnir áttu Arnars og Bjarka stund með unglingaliði Man. Utd Enski boltinn „Hver einasti blettur ætti að vera hluti af leiknum“ Enski boltinn Dagskráin í dag: Titill í boði fyrir Liverpool og Newcastle Sport Sæmdu hvor aðra Gullmerki KKÍ Körfubolti Í beinni: Arsenal - Chelsea | Lundúnaslagur á Emirates Enski boltinn „Þetta tímabil verður ekki fyrir hjartveika“ Formúla 1 Lando Norris aðeins 0,8 sekúndum á undan heimsmeistaranum í markið Formúla 1 Fleiri fréttir Jón Axel næststigahæstur og Burgos jók forskotið á toppnum Dallas Mavericks gæti þurft að gefa NBA leiki Sæmdu hvor aðra Gullmerki KKÍ Styrmir skoraði tólf í naumum sigri Kristinn Albertsson nýr formaður KKÍ Aþena fann smugu á reglunum og mætti aftur á KKÍ þingið Samþykktu að stjórn KKÍ klári nýja reglugerð um erlenda leikmenn Tillögu Aþenu vantaði þrjú prósent til að vera tekin fyrir: Gengu út af KKÍ þinginu Svona var þing KKÍ Stórefast um framtíð íslenska körfuboltans ef ekkert verði gert Uppgjör: ÍR-Höttur 84-83 | ÍR-ingar björguðu sér á síðustu stundu „Ég er ánægður en á sama tíma er ég brjálaður“ Uppgjörið: Keflavík-Stjarnan 107-98 | Keflvíkingar eiga enn von Greint frá ósæmilegri hegðun í aðdraganda þings KKÍ „Ballerínan“ Curry fyrstur í fjögur þúsund þrista Þungarokkarar skemmdu meistarafána Bulls Síðasti séns Keflvíkinga: „Menn eiga að njóta“ „Á meðan að pabbi er formaður mun ég ekki skipta um lið“ „Mjög sérstakt fyrir mig að fá að þjálfa fyrsta leikinn minn á móti Benna“ Finnur Freyr: Ánægður með heilsteyptan leik okkar Jóhann Þór: Kane og Ólafur hefðu getað spilað „Við reyndum að gera alls konar“ Uppgjörið: Njarðvík - Tindastóll 101-90 | Sjötti heimasigur Njarðvíkinga í röð „Vonandi lærum við af þessu“ Martin og félagar flottir í Euroleague í kvöld Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 108-96 | Allir með hjá Álftanesi í sannfærandi sigri Uppgjörið: Valur - Grindavík 99-80 | Valsmenn áttu ekki í miklum vandræðum með vængbrotna Grindvíkinga Uppgjörið: KR - Haukar 103-87 | Fallnir Haukar velgdu KR-ingum hressilega undir uggum „Algjör forsmekkur að úrslitakeppninni“ Skoraði tuttugu stig í sextugasta leiknum í röð Sjá meira
Stjarnan er meistari meistaranna í karlaflokki eftir sigur á KR 80-89 í DHL-höllinni í kvöld. Garðbæingar urðu bikarmeistarar á síðustu leiktíð og lögðu Íslandsmeistarana í þessum árlega leik en hann var fyrirtaks skemmtun fyrir áhorfendur. Íslandsmeistarar KR fóru illa af stað í leiknum og Garðabæjarliðið komst í 17-2. Páll Kolbeinsson, þjálfari KR, brá á það ráð að taka leikhlé og eftir það fóru heimamenn að spila betur. Garðabæjarliðið hafði þó sjö stiga forystu í hálfleik 48-41. KR skoraði fyrstu sjö stigin í seinni hálfleiknum og jafnaði metin áður en liðið tók síðan forystu í fyrsta sinn í leiknum 51-50. Mikil spenna var komin í leikinn og hann hraður og skemmtilegur. Fyrir þriðja leikhlutann hafði KR þriggja stiga forystu 64-61. Í lokaleikhlutanum voru Stjörnumenn hinsvegar betri og unnu á endanum góðan sigur í skemmtilegum leik sem lofar góðu fyrir tímabilið. Hart var barist, mikill hiti í mönnum í lokin og ljóst að þessi leikur er ekki bara einhver æfingaleikur. Lið KR er langt frá því það sama og varð Íslandsmeistari síðasta vetur. Nánast allt byrjunarliðið er horfið á braut og nýr þjálfari tekinn við. Þó liðið sé alls ekki eins sterkt þetta tímabilið hefur það marga hæfileikaríka leikmenn. Teitur Örlygsson, þjálfari Stjörnunnar, er með mjög skemmtilegt lið í höndunum og spennandi verður að sjá hvernig liðinu vegnar í vetur. Frá árinu 1995 hefur þessi leikur verið góðgerðarleikur og rennur allur aðgangseyrir til ákveðins góðgerðarfélags. Allir sem að leikjunum koma gefa sína vinnu til styrktar málefninu hverju sinni. Í ár er það Neistinn, styrktarfélag hjartveikra barna sem fær allt það fé sem safnast í kringum leikina. KR - Stjarnan 80-89 Stigahæstir hjá KR:Brynjar Björnsson 29 Tommy Johnson 13 Finnur Magnússon 11 Semaj Inge 10 Stigahæstir hjá Stjörnunni: Jovan Zdravevski 33 Fannar Freyr Helgason 22 Justin Shouse 15
Dominos-deild karla Mest lesið Gengur út ef hann fær sömu meðferð og Glazerarnir Fótbolti Haaland sló enn eitt metið í gær Fótbolti Sjáðu hetjudáðir Stefáns Teits í enska boltanum í gær Enski boltinn Tvíburarnir áttu Arnars og Bjarka stund með unglingaliði Man. Utd Enski boltinn „Hver einasti blettur ætti að vera hluti af leiknum“ Enski boltinn Dagskráin í dag: Titill í boði fyrir Liverpool og Newcastle Sport Sæmdu hvor aðra Gullmerki KKÍ Körfubolti Í beinni: Arsenal - Chelsea | Lundúnaslagur á Emirates Enski boltinn „Þetta tímabil verður ekki fyrir hjartveika“ Formúla 1 Lando Norris aðeins 0,8 sekúndum á undan heimsmeistaranum í markið Formúla 1 Fleiri fréttir Jón Axel næststigahæstur og Burgos jók forskotið á toppnum Dallas Mavericks gæti þurft að gefa NBA leiki Sæmdu hvor aðra Gullmerki KKÍ Styrmir skoraði tólf í naumum sigri Kristinn Albertsson nýr formaður KKÍ Aþena fann smugu á reglunum og mætti aftur á KKÍ þingið Samþykktu að stjórn KKÍ klári nýja reglugerð um erlenda leikmenn Tillögu Aþenu vantaði þrjú prósent til að vera tekin fyrir: Gengu út af KKÍ þinginu Svona var þing KKÍ Stórefast um framtíð íslenska körfuboltans ef ekkert verði gert Uppgjör: ÍR-Höttur 84-83 | ÍR-ingar björguðu sér á síðustu stundu „Ég er ánægður en á sama tíma er ég brjálaður“ Uppgjörið: Keflavík-Stjarnan 107-98 | Keflvíkingar eiga enn von Greint frá ósæmilegri hegðun í aðdraganda þings KKÍ „Ballerínan“ Curry fyrstur í fjögur þúsund þrista Þungarokkarar skemmdu meistarafána Bulls Síðasti séns Keflvíkinga: „Menn eiga að njóta“ „Á meðan að pabbi er formaður mun ég ekki skipta um lið“ „Mjög sérstakt fyrir mig að fá að þjálfa fyrsta leikinn minn á móti Benna“ Finnur Freyr: Ánægður með heilsteyptan leik okkar Jóhann Þór: Kane og Ólafur hefðu getað spilað „Við reyndum að gera alls konar“ Uppgjörið: Njarðvík - Tindastóll 101-90 | Sjötti heimasigur Njarðvíkinga í röð „Vonandi lærum við af þessu“ Martin og félagar flottir í Euroleague í kvöld Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 108-96 | Allir með hjá Álftanesi í sannfærandi sigri Uppgjörið: Valur - Grindavík 99-80 | Valsmenn áttu ekki í miklum vandræðum með vængbrotna Grindvíkinga Uppgjörið: KR - Haukar 103-87 | Fallnir Haukar velgdu KR-ingum hressilega undir uggum „Algjör forsmekkur að úrslitakeppninni“ Skoraði tuttugu stig í sextugasta leiknum í röð Sjá meira
Uppgjörið: Valur - Grindavík 99-80 | Valsmenn áttu ekki í miklum vandræðum með vængbrotna Grindvíkinga