Körfubolti

Ólafur stoðsendingahæstur í góðum útisigri Åbyhøj

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Ólafur Jónas Sigurðsson spilar nú með Åbyhøj.
Ólafur Jónas Sigurðsson spilar nú með Åbyhøj. Mynd/Daníel

Ólafur Jónas Sigurðsson og félagar í Åbyhøj byrjuðu vel í dönsku úrvalsdeildinni í körfubolta sem hófst um helgina. Åbyhøj vann þá 59-76 sigur á Amager á útivelli. Ólafur Jónas var ekki eini káti Íslendingurinn í dönsku deildinni því Halldór Karlsson og Sigurður Einarsson hjálpuðu Horsens að vinna 88-81 sigur á Næstved.

Ólafur Jónas Sigurðsson var í byrjunarliði Åbyhøj og var með 4 stig og 4 stoðsendingar á rúmum 29 mínútum. Hann gaf 4 af 7 stoðsendingum sinna manna í leiknum.

Halldór Rúnar Karlsson var með 3 stig og 2 fráköst á tæpum 14 mínútum í sigri Horsens en Sigurður Þór Einarsson komst ekki á blað á 18 mínútum.

Allan Fall, fyrrum leikmaður Skallagríms og Tindastóls, skoraði 26 stig fyrir Horsens og Andreas Katholm, fyrrum leikmaður Snæfells, var me 17 stig og 9 fráköst.ð






Fleiri fréttir

Sjá meira


×