Körfubolti

Skelfilegur kafli í lokin hjá Jakobi og félögum

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Jakob Örn Sigurðarson í leik með KR síðasta vetur.
Jakob Örn Sigurðarson í leik með KR síðasta vetur. Mynd/Vilhelm
Jakob Örn Sigurðarson og félagar í Sundsvall Dragons töpuðu mikilvægum leik í sænsku úrvalsdeildinni í körfubolta í kvöld. Sundsvall Dragons töpuðu 73-80 á móti Plannja Basket í viðureign liðanna í 3. og 4. sæti deildarinnar.

Sundsvall var með frumkvæðið nánast allan leikinn en misstu leikinn frá sér á skelfilegum fjögurra mínútna kafla í lok fjórða leikhluta. Plannja Basket breytti þá stöðunni úr 70-66 fyrir Sundsvall í 71-77 á fjögurra mínútna kafla í lok leiksins og tryggði sér með því sigur og 3. sætið í deildinni en þar var Sundsvall-liðið áður.

Jakob var með 17 stig, 5 stoðsendingar og 4 fráköst í leiknum en hann var stigahæstur hjá Sundsvall ásamt Andrew Spagrud. Jakob hitti þó ekki vel fyrir utan þriggja stiga línuna en aðeins 1 af 8 langskotum hans fór rétta leið.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×