Ekki leitað til sérfræðinga í skattaskjólum Guðjón Helgason skrifar 22. mars 2009 18:45 Höfuðstöðvum Europol í Haag í Hollandi. MYND/ENEX Íslensk yfirvöld hafa ekki nýtt sér aðgang að sérfræðingum í fjármagnsflutningum, skattaskjólum og peningaþvætti þótt þeim hafi staðið það til boða síðan í september. Engin mál tengd bankahruninu eru komin á það stig segir saksóknari hjá efnahagsbrotadeild Ríkislögreglustjóra. Europol er löggæslustofnun Evrópusambandsins. Samstarfsaðilar eru öll 27 ríki ESB auk 24 annarra. Þar á meðal er Ísland sem opnaði skrifstofu þar 2007. Arnar Jensson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá Ríkislögreglustjóra, er tengiliður þar. Hjá Europol starfa sérfræðingar í að rekja fjármuni - ávinning af brotum - sem fluttir eru til milli landa. Fari rannsókn af stað á Íslandi segir Arnar hægt að nota tenginguna þangað. Europol sinnir málum og verkefnum á sviði skipulagðrar glæpastarfsemi og hryðjuverka. Arnar segir að frá í september séu íslensk yfirvöld komin inn í svokallað Carin Network eða kerfi þar sem aðgangur fáist að neti sérfræðinga út um allan heim sem séu vel að sér í skattaskjólum og fjármagnsflutningum. Þar með hafi íslensk yfirvöld aðgang að sérfræðingum sem starfi á Cayman-eyjum, á Jersey, í Sviss eða Lúxembúrg. Þeir þekki kerfin þar út og inn og geti verið til ráðgjafar fyrir íslenska lögreglu. Arnar segir engin mál hafi komið á hans borð vegna bankahrunsins þar sem óskað hafi verið eftir að nýta það. Tveir tengiliðir við Carin kerfið eru hjá Efnahagsbrotadeild Ríkislögreglustjóra. Helgi Magnús Gunnarsson, saksóknari, og Sveinn Ingiberg Magnússon, lögreglufulltrúi, sem nú er tímabundið í starfi hjá sérstökum saksóknara bankahrunsins. Helgi Magnús segir engin mál vegna hrunsins komin á það stig að nota tengslin við Carin eða önnur slík kerfi en það komi til greina. Fréttir Innlent Tengdar fréttir Íslensk yfirvöld geta kyrrsett eignir á aflandseyjum Í nýrri skýrslu sem Arnar Jensson, tengiliður Ríkislögreglustjóra við Europol, sendi frá sér í dag, kemur fram að íslensk yfirvöld séu nú í samstarfi við sérstaka skrifstofu Europol sem aðstoðar samstarfslöndin viða að hafa uppi á ávinningi afbrota, kyrrsetja/haldleggja hann og undibúa upptökukröfur. 21. mars 2009 17:02 Mest lesið Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Innlent „Þetta er bara klúður“ Innlent Heiða liggur enn undir feldi Innlent „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Innlent Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Innlent Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris Innlent Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Erlent Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Erlent Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Innlent Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Innlent Fleiri fréttir Áratuga skuldahali, gosspá og Mario í beinni Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Margrét fer fyrir eftirliti með störfum lögreglu Hraðahindranir lagaðar fyrir tvö hundruð milljónir Enn haldið sofandi eftir slysið í Akraneshöfn Sveitarfélögin við Hvalfjörð á öndverðum meiði um basatilraun Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Heiða liggur enn undir feldi „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Auglýsir eftir hugrökkum stjórnmálamönnum sem þora og gera Slysaþróun þvert á markmið: Fjöldi nýrra áskorana Niðurstaða mögulega í höfn varðandi ÍL-sjóðinn Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris „Þetta er bara klúður“ Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Sjá meira
Íslensk yfirvöld hafa ekki nýtt sér aðgang að sérfræðingum í fjármagnsflutningum, skattaskjólum og peningaþvætti þótt þeim hafi staðið það til boða síðan í september. Engin mál tengd bankahruninu eru komin á það stig segir saksóknari hjá efnahagsbrotadeild Ríkislögreglustjóra. Europol er löggæslustofnun Evrópusambandsins. Samstarfsaðilar eru öll 27 ríki ESB auk 24 annarra. Þar á meðal er Ísland sem opnaði skrifstofu þar 2007. Arnar Jensson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá Ríkislögreglustjóra, er tengiliður þar. Hjá Europol starfa sérfræðingar í að rekja fjármuni - ávinning af brotum - sem fluttir eru til milli landa. Fari rannsókn af stað á Íslandi segir Arnar hægt að nota tenginguna þangað. Europol sinnir málum og verkefnum á sviði skipulagðrar glæpastarfsemi og hryðjuverka. Arnar segir að frá í september séu íslensk yfirvöld komin inn í svokallað Carin Network eða kerfi þar sem aðgangur fáist að neti sérfræðinga út um allan heim sem séu vel að sér í skattaskjólum og fjármagnsflutningum. Þar með hafi íslensk yfirvöld aðgang að sérfræðingum sem starfi á Cayman-eyjum, á Jersey, í Sviss eða Lúxembúrg. Þeir þekki kerfin þar út og inn og geti verið til ráðgjafar fyrir íslenska lögreglu. Arnar segir engin mál hafi komið á hans borð vegna bankahrunsins þar sem óskað hafi verið eftir að nýta það. Tveir tengiliðir við Carin kerfið eru hjá Efnahagsbrotadeild Ríkislögreglustjóra. Helgi Magnús Gunnarsson, saksóknari, og Sveinn Ingiberg Magnússon, lögreglufulltrúi, sem nú er tímabundið í starfi hjá sérstökum saksóknara bankahrunsins. Helgi Magnús segir engin mál vegna hrunsins komin á það stig að nota tengslin við Carin eða önnur slík kerfi en það komi til greina.
Fréttir Innlent Tengdar fréttir Íslensk yfirvöld geta kyrrsett eignir á aflandseyjum Í nýrri skýrslu sem Arnar Jensson, tengiliður Ríkislögreglustjóra við Europol, sendi frá sér í dag, kemur fram að íslensk yfirvöld séu nú í samstarfi við sérstaka skrifstofu Europol sem aðstoðar samstarfslöndin viða að hafa uppi á ávinningi afbrota, kyrrsetja/haldleggja hann og undibúa upptökukröfur. 21. mars 2009 17:02 Mest lesið Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Innlent „Þetta er bara klúður“ Innlent Heiða liggur enn undir feldi Innlent „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Innlent Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Innlent Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris Innlent Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Erlent Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Erlent Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Innlent Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Innlent Fleiri fréttir Áratuga skuldahali, gosspá og Mario í beinni Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Margrét fer fyrir eftirliti með störfum lögreglu Hraðahindranir lagaðar fyrir tvö hundruð milljónir Enn haldið sofandi eftir slysið í Akraneshöfn Sveitarfélögin við Hvalfjörð á öndverðum meiði um basatilraun Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Heiða liggur enn undir feldi „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Auglýsir eftir hugrökkum stjórnmálamönnum sem þora og gera Slysaþróun þvert á markmið: Fjöldi nýrra áskorana Niðurstaða mögulega í höfn varðandi ÍL-sjóðinn Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris „Þetta er bara klúður“ Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Sjá meira
Íslensk yfirvöld geta kyrrsett eignir á aflandseyjum Í nýrri skýrslu sem Arnar Jensson, tengiliður Ríkislögreglustjóra við Europol, sendi frá sér í dag, kemur fram að íslensk yfirvöld séu nú í samstarfi við sérstaka skrifstofu Europol sem aðstoðar samstarfslöndin viða að hafa uppi á ávinningi afbrota, kyrrsetja/haldleggja hann og undibúa upptökukröfur. 21. mars 2009 17:02