Nýtt og réttlátara skattkerfi Steingrímur J. Sigfússon skrifar 30. nóvember 2009 06:00 Ríkisstjórnin hefur lagt fram tillögur sínar að réttlátara tekjuskattskerfi. Meginmarkmið þess er að tryggja réttláta dreifingu skattbyrðanna sem og að færa til baka þær byrðar sem ríkisstjórnir undanfarinna áratuga hafa velt af þeim tekjuhæstu yfir á þá tekjulægstu. Skattbyrði af tekjuskatti sem hlutfall af heildartekjum óx úr 17% árið 1993 í 22% árið 2007 eða um 5 prósentustig. Þessi aukning varð þrátt fyrir að skatthlutföll hafi verið lækkuð og sérstakur hátekjuskattur verið lagður af. Auk þess að hækka færðist skattbyrðin af þeim tekjuhærri yfir á þá tekjulægri. Á fyrrgreindu árabili hækkaði skattbyrði tekjulægsta fjórðungs hjóna um meira en 10% en innan við 2% hjá tekjuhæsta fjórðungnum og lækkaði reyndar um 10% hjá tekjuhæsta hópnum. Lág skattlagning fjármagnstekna er, ásamt lítilli hækkun persónuafsláttar, meginorsök þessarar þróunar. Hlutdeild þeirra í tekjum einstaklinga hefur vaxið stöðugt, frá innan við 5% heildartekna fyrir árið 2000 í nærri 20% síðustu árin. Ástæðan er aukning peningalegra eigna og samþjöppun þeirra á fáar hendur. Megin breytingin í hinu nýja tekjuskattskerfi er að tekin er upp álagning með stighækkandi skatthlutföllum. Þannig er lagður grunnur að sveiganlegri skattlagningu þar sem unnt er að stýra dreifingu skattlagningar betur en áður var og ná fram stígandi skattlagninu eftir því sem sanngjarnt þykir. Með eins þreps kerfi eins og verið hefur er í reynd nær eingöngu hægt að stýra dreifingu skattbyrði milli lágra tekna og miðlungstekna. Mismunur á skattbyrði miðlungstekna og hárra tekna verður hins vegar óverulegur og ekki hægt að hafa veruleg áhrif þar á. Í hinu nýja kerfi eru þrjú þrep. Hið lægsta þeirra er fyrir tekjur undir 200.000 kr. á mánuði. Næsta þrep tekur til tekna frá því marki og að 650.000 kr. á mánuði sem er verulega yfir meðaltekjum og þriðja þrepið nær til tekna yfir því marki. Að þessu sinni reyndist ekki unnt að lækka skatthlutfall fyrsta skattþrepsins eins og æskilegt hefði verið, en engu að síður mun hækkun skattleysismarka leiða til lækkunar tekjuskatts hjá einstaklingum með mánaðartekjur undir 270.000 kr. Skatthlutfall á lægstu tekjur verður óbreytt á meðan skatthlutfall á aðrar tekjur hækkar til að koma á móts við aukna tekjuþörf ríkissjóðs. Nýja kerfið er sveigjanlegt og standa vonir til að þegar betur árar verði unnt að ganga lengra í þessum efnum og lækka skatthlutfall á lægstu tekjur. Á skattlagningu fjármagnstekna einstaklinga verður gerð sú breyting að skatthlutfallið er hækkað í 18%. Fyrstu 100.000 kr. verða þó undanþegnar skattinum. Þannig mun fólk sem fyrst og fremst hefur lágar vaxtatekjur af launa- og sparireikningum o.s.frv. ekki borga skatt af þeim og meðal fjármagnstekjuskattur flestra verða til muna lægri en 18%. Á undanförnum árum auðgaðist tiltölulega fámennur hópur fólks mikið á útþenslu fjármálakerfisins sem hrundi síðan með alvarlegum afleiðingum fyrir almenning. Af þessum ástæðum þykir nú sanngjarnt að taka upp auðlegðarskatt og nýta tekjur af honum til að verja barnabótakerfið og hækka vaxtabætur. Auðlegðarskatturinn verður með mjög háu fríeignamarki eða 90 m.kr. fyrir einstaklinga og 120 m.kr. fyrir hjón og sambúðarfólk. Hann mun fyrst og fremst leggjast á tekjuberandi peningalegar eignir þannig að almennar eignir fólks svo sem íbúðarhúsnæði, bílar o.þ.h. verða neðan skattleysismarkanna. Samkvæmt skattframtölum 2009 áttu um 1.400 hjón hreina eign sem nam samtals 408 ma.kr. eða að meðaltali um 290 m.kr. á hjón. Þessi 2,2% hjóna áttu um fjórðung hreinna eigna. Á þeim miklu erfiðleikatímum sem nú standa yfir er mikilvægt að hlúa að meginstoðum velferðarkerfisins. Tryggja þarf grunnþjónustu heilbrigðiskerfisins, viðhalda öryggisneti félagskerfisins og tryggja að skólarnir geti veitt börnum og unglingum þá menntun sem þeim og þjóðinni er nauðsyn á. Þrátt fyrir stíft aðhald í ríkisrekstri var hækkun skatta óumflýjanleg. Skattheimta verður þó minni en mörg undanfarin ár var og það sem mestu skiptir er að með nýja skattkerfinu verður þó tryggt að þessar auknu byrðar leggist ekki á þá sem höllustum fæti standa. Höfundur er fjármálaráðherra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Steingrímur J. Sigfússon Mest lesið Framhaldsskólinn: horfum til framtíðar og finnum lausnir Simon Cramer Larsen Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson Skoðun Er skóli án aðgreiningar barn síns tíma? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Ódýrt á pappír, dýrt í raun – og þjóðin blæðir Vilhelm Jónsson Skoðun 900 metrar sem geta breytt Grafarvogi Friðjón Friðjónsson Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Samvinna, en ekki einangrun María Malmquist Skoðun Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir Skoðun Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson Skoðun Um siðfræðingsvandamálið Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen skrifar Skoðun Ég reyndi að byggja ódýrar íbúðir í Reykjavík Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir skrifar Skoðun Framhaldsskólinn: horfum til framtíðar og finnum lausnir Simon Cramer Larsen skrifar Skoðun Um taugafjölbreytileika Svava Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ódýrt á pappír, dýrt í raun – og þjóðin blæðir Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Samvinna, en ekki einangrun María Malmquist skrifar Skoðun 900 metrar sem geta breytt Grafarvogi Friðjón Friðjónsson skrifar Skoðun Kerfi sem kosta skattgreiðendur Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Ákall til önugra femínista – Steinunni í borgarstjórn! Hrafnhildur Kjerúlf Sigmarsdóttir skrifar Skoðun Er skóli án aðgreiningar barn síns tíma? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Alvöru aðför að einkabílnum Búi Bjarmar Aðalsteinsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Evrópu halda áfram – þegar viðvaranir fá engin svör Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Setjum endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna í forgang Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Um siðfræðingsvandamálið Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson skrifar Skoðun Hugleiðingar um hitaveitu Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er starfsumhverfi myndlistarmanna? Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ekki gera ekki neitt Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar Skoðun Mjódd framtíðar - hjarta Breiðholts Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun 32 dagar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Áfram, hærra Logi Pedro Stefánsson skrifar Skoðun Reykjavík stígi alla leið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Sjá meira
Ríkisstjórnin hefur lagt fram tillögur sínar að réttlátara tekjuskattskerfi. Meginmarkmið þess er að tryggja réttláta dreifingu skattbyrðanna sem og að færa til baka þær byrðar sem ríkisstjórnir undanfarinna áratuga hafa velt af þeim tekjuhæstu yfir á þá tekjulægstu. Skattbyrði af tekjuskatti sem hlutfall af heildartekjum óx úr 17% árið 1993 í 22% árið 2007 eða um 5 prósentustig. Þessi aukning varð þrátt fyrir að skatthlutföll hafi verið lækkuð og sérstakur hátekjuskattur verið lagður af. Auk þess að hækka færðist skattbyrðin af þeim tekjuhærri yfir á þá tekjulægri. Á fyrrgreindu árabili hækkaði skattbyrði tekjulægsta fjórðungs hjóna um meira en 10% en innan við 2% hjá tekjuhæsta fjórðungnum og lækkaði reyndar um 10% hjá tekjuhæsta hópnum. Lág skattlagning fjármagnstekna er, ásamt lítilli hækkun persónuafsláttar, meginorsök þessarar þróunar. Hlutdeild þeirra í tekjum einstaklinga hefur vaxið stöðugt, frá innan við 5% heildartekna fyrir árið 2000 í nærri 20% síðustu árin. Ástæðan er aukning peningalegra eigna og samþjöppun þeirra á fáar hendur. Megin breytingin í hinu nýja tekjuskattskerfi er að tekin er upp álagning með stighækkandi skatthlutföllum. Þannig er lagður grunnur að sveiganlegri skattlagningu þar sem unnt er að stýra dreifingu skattlagningar betur en áður var og ná fram stígandi skattlagninu eftir því sem sanngjarnt þykir. Með eins þreps kerfi eins og verið hefur er í reynd nær eingöngu hægt að stýra dreifingu skattbyrði milli lágra tekna og miðlungstekna. Mismunur á skattbyrði miðlungstekna og hárra tekna verður hins vegar óverulegur og ekki hægt að hafa veruleg áhrif þar á. Í hinu nýja kerfi eru þrjú þrep. Hið lægsta þeirra er fyrir tekjur undir 200.000 kr. á mánuði. Næsta þrep tekur til tekna frá því marki og að 650.000 kr. á mánuði sem er verulega yfir meðaltekjum og þriðja þrepið nær til tekna yfir því marki. Að þessu sinni reyndist ekki unnt að lækka skatthlutfall fyrsta skattþrepsins eins og æskilegt hefði verið, en engu að síður mun hækkun skattleysismarka leiða til lækkunar tekjuskatts hjá einstaklingum með mánaðartekjur undir 270.000 kr. Skatthlutfall á lægstu tekjur verður óbreytt á meðan skatthlutfall á aðrar tekjur hækkar til að koma á móts við aukna tekjuþörf ríkissjóðs. Nýja kerfið er sveigjanlegt og standa vonir til að þegar betur árar verði unnt að ganga lengra í þessum efnum og lækka skatthlutfall á lægstu tekjur. Á skattlagningu fjármagnstekna einstaklinga verður gerð sú breyting að skatthlutfallið er hækkað í 18%. Fyrstu 100.000 kr. verða þó undanþegnar skattinum. Þannig mun fólk sem fyrst og fremst hefur lágar vaxtatekjur af launa- og sparireikningum o.s.frv. ekki borga skatt af þeim og meðal fjármagnstekjuskattur flestra verða til muna lægri en 18%. Á undanförnum árum auðgaðist tiltölulega fámennur hópur fólks mikið á útþenslu fjármálakerfisins sem hrundi síðan með alvarlegum afleiðingum fyrir almenning. Af þessum ástæðum þykir nú sanngjarnt að taka upp auðlegðarskatt og nýta tekjur af honum til að verja barnabótakerfið og hækka vaxtabætur. Auðlegðarskatturinn verður með mjög háu fríeignamarki eða 90 m.kr. fyrir einstaklinga og 120 m.kr. fyrir hjón og sambúðarfólk. Hann mun fyrst og fremst leggjast á tekjuberandi peningalegar eignir þannig að almennar eignir fólks svo sem íbúðarhúsnæði, bílar o.þ.h. verða neðan skattleysismarkanna. Samkvæmt skattframtölum 2009 áttu um 1.400 hjón hreina eign sem nam samtals 408 ma.kr. eða að meðaltali um 290 m.kr. á hjón. Þessi 2,2% hjóna áttu um fjórðung hreinna eigna. Á þeim miklu erfiðleikatímum sem nú standa yfir er mikilvægt að hlúa að meginstoðum velferðarkerfisins. Tryggja þarf grunnþjónustu heilbrigðiskerfisins, viðhalda öryggisneti félagskerfisins og tryggja að skólarnir geti veitt börnum og unglingum þá menntun sem þeim og þjóðinni er nauðsyn á. Þrátt fyrir stíft aðhald í ríkisrekstri var hækkun skatta óumflýjanleg. Skattheimta verður þó minni en mörg undanfarin ár var og það sem mestu skiptir er að með nýja skattkerfinu verður þó tryggt að þessar auknu byrðar leggist ekki á þá sem höllustum fæti standa. Höfundur er fjármálaráðherra.
Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir Skoðun
Skoðun Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir skrifar
Skoðun Ákall til önugra femínista – Steinunni í borgarstjórn! Hrafnhildur Kjerúlf Sigmarsdóttir skrifar
Skoðun Mótmæli bænda í Evrópu halda áfram – þegar viðvaranir fá engin svör Erna Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Setjum endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna í forgang Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar
Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar
Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir Skoðun