Þjóð meðal þjóða 11. desember 2009 06:00 Augu heimsins beinast nú að loftslagsráðstefnunni í Kaupmannahöfn þar sem fram fer fimmtánda aðildarríkjaþing loftslagssamnings Sameinuðu þjóðanna. Mismiklar vonir eru bundnar við niðurstöðu fundarins en þó má segja að allir séu sammála um mikilvægi þess að þjóðir heims komi að samkomulagi þar sem allir taki að sér skuldbindingar til að snúa við válegri þróun í loftslagsmálum. Allir þurfa að koma að samningaborðinu, bæði stór og smá ríki, til að leggja sitt að mörkum. Ísland vill vera fullgildur þátttakandi að samningaviðræðunum, sýna ábyrgð og vera raunverulega þjóð meðal þjóða. Þannig skiptir þátttakan máli fyrir sjálfsmynd og ásýnd Íslands í samspili við aðrar þjóðir og á alþjóðavettvangi. Ísland er nú aðili að loftslagssamningi Sameinuðu þjóðanna og um leið Kýótó-bókuninni við hann. Markmið þessara samninga beggja er að hægja á styrkaukningu gróðurhúsalofttegunda í andrúmloftinu svo koma megi í veg fyrir hættulega röskun á loftslagskerfinu af manna völdum. Ísland nýtur aukinna heimilda til að losa koldíoxíð vegna hins svonefnda íslenska ákvæðis Kýótó-bókunar sem samþykkt var árið 2001. Ákvæðið, sem er háð skilyrðum, er bundið við losun vegna nýrrar stóriðjustarfsemi eða stækkunar starfandi stóriðjufyrirtækja. Ísland er bundið ýmsum fleiri reglum hvað losun gróðurhúsalofttegunda varðar. Til að mynda erum við aðilar að viðskiptakerfi ESB með losunarheimildir sem er hluti af EES-samningnum en að því verður vikið síðar. Nýjar áherslurTímamót urðu í loftslagsstefnu landsins 29. maí 2009 þegar lagt var til að draga úr losun um a.m.k. 15% til 2020 miðað við árið 1990. Í fyrsta sinn lýstu íslensk stjórnvöld því yfir á alþjóðavettvangi að þau væru tilbúin að taka á sig skuldbindingar um að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda. Ísland er sjálfstæður aðili í loftslagssamningunum, á meðan ríki ESB semja þar sem heild. Ísland hefur sett fram markmið um 15% samdrátt í losun til 2020, sem er annað markmið en ESB hefur kynnt. Hins vegar er ljóst að Ísland þarf að stilla saman strengi við ESB í loftslagsmálum út af þeirri einföldu staðreynd að Ísland verður virkur hluti af viðskiptakerfi ESB um losunarheimildir árið 2012 samkvæmt EES-samningnum. Þá mun stór hluti losunar Íslands falla undir samevrópskar reglur og við verðum að taka tillit til þess. Ísland hefur því vakið máls á þeim möguleika að landið taki á sig sameiginlegar skuldbindingar með ESB í nýjum alþjóðasamningi og ESB hefur tekið vel í þá málaleitan. En hvað með stóriðjuna?Losun frá stóriðju mun falla undir viðskiptakerfi ESB árið 2013, samkvæmt EES-samningnum. Þá verða stóriðjufyrirtæki að fá heimildir til losunar úr samevrópskum potti, sem mun dragast saman um 21% í heild til ársins 2020. Heimildum er útdeilt beint til fyrirtækjanna og Ísland mun í raun hafa lítil afskipti af þeirri úthlutun. Ef Ísland tekur á sig sameiginlegt markmið með ESB gagnvart nýju loftslagssamkomulagi verður losun héðan í raun tvískipt. Annars vegar er losun sem fellur undir þetta samevrópska kerfi, frá stóriðju og flugi, og sú losun er ekki bókfærð hjá einstökum ríkjum. Hins vegar þurfum við að draga úr losun frá öðrum sviðum - frá samgöngum, sjávarútvegi, landbúnaði o.s.frv. - um líklega rúmlega 20% frá 2005 til 2020. Ef hér kemur ný stóriðja þarf hún að afla sér heimilda innan viðskiptakerfis ESB og stjórnvöld koma þar ekki nærri. Þetta er lagalega staðan, en svo er annað mál hvort við teljum æskilegt að auka hér enn við stóriðju eða reyna að nýta orkulindir okkar til hreinni iðju, svo sem gagnavera eða til framleiðslu rafmagns eða vetnis í framtíðinni fyrir bílaflotann. Horfurnar í KaupmannahöfnMarkmiðið með nýju samkomulagi er að stöðva hlýnun jarðar við 2° C en það er nauðsyn til að tryggja að ekki verði afdrifaríkar breytingar á lífsskilyrðum jarðar með breytingu á veðri, vistkerfum, bráðnun jökla og hækkun sjávarborðs. Í ljósi þess að lifnaðarhættir Vesturlanda eru helsta orsök loftslagsbreytinganna er eðlilegt að þau gangi á undan með góðu fordæmi en allir helstu losendur gróðurhúsalofttegunda leggi sitt af mörkum, þar með talin ört vaxandi þróunarríki eins og Kína og Indland. Á það ber að líta að fátækustu ríki heims verða verst úti af völdum loftslagsbreytinganna og því verður samkomulagið að einkennast af sanngirni að því er varðar skiptingu byrða þar sem tekið er tillit til efnahags, stærðar ríkja og möguleika á sveigjanleika. Ljóst er að enn ber mikið á milli hjá helstu ríkjum og ríkjahópum, en ég vil vera bjartsýn á árangur. Fyrir liggur þó að ekki verður gengið frá fullbúnu lagalega bindandi samkomulagi eins og að var stefnt, en ég vonast til að við munum höggva á helstu hnúta og ganga frá sterku pólitísku samkomulagi um að draga úr losun bæði frá þróuðum ríkjum og frá stóru þróunarríkjunum og með þátttöku Bandaríkjanna. Það væri í sjálfu sér gríðarlega stórt skref og svo verður vonandi samþykkt umboð til þess að færa Kaupmannahafnarsamkomulagið í lagalegan búning, helst fyrir lok næsta árs. Yfir 100 leiðtogar ríkja mæta á loftslagsfundinn, sem sýnir hve háan sess loftslagsmálin skipa í alþjóðlegri umræðu. Hvað getum við gert?Verkefnisstjórn um aðgerðaáætlun í loftslagsmálum, sem ég skipaði sl. sumar, er nýbúin að kynna fyrstu drög að áætlun. Þar eru lagðar til átta meginaðgerðir, sem samtals eiga að tryggja að Ísland geti staðið við þær skuldbindingar sem er líklegt að við tökum á okkur gagnvart alþjóðasamfélaginu og samkvæmt EES-samningnum. Það er fyrst og fremst á sviði samgangna og sjávarútvegs sem við getum dregið úr losun. Þar er bent á aðgerðir eins og að breyta sköttum og gjöldum þannig að hvatt sé til notkunar sparneytnari bíla og loftslagsvæns eldsneytis. Slík þróun hefur beinlínis sparnað í för með sér fyrir þjóðarbúið, samkvæmt niðurstöðum sérfræðinganefndar sem kannaði kostnað við aðgerðir. Einnig er lagt til að bæta stíga og hvetja á annan hátt til meiri göngu og hjólreiða. Þetta er einn helsti samgöngumátinn í Kaupmannahöfn, þar sem loftslagsráðstefnan er haldin, og við getum án efa bætt okkur hvað það varðar þrátt fyrir rysjóttara veðurfar. Einnig er lagt til að skoða þann möguleika að nota jurtaolíu á fiskiskipaflotann og að rafvæða fiskimjölsverksmiðjur. Þá liggur fyrir að hér eru mjög miklir möguleikar á að binda kolefni úr andrúmslofti með skógrækt og landgræðslu, auk þess sem Ísland hefur lagt til í samningaviðræðunum að einnig verði hægt að telja endurheimt votlendis til tekna í loftslagsbókhaldinu, en það er veruleg losun frá framræstum mýrum. Umtalsverðir möguleikar eru á að minnka losun og auka bindingu og margt af því kostar lítið eða borgar sig jafnvel. En það þarf markvissa stefnu, pólitískan vilja og vitundarvakningu til að hrinda því í framkvæmd. Til að snúa vörn í sókn þarf að auka umtalsvert fræðslu, þekkingu og umræðu um loftslagsmál. Hver einasti maður þarf að leggja sitt af mörkum. Við megum engan tíma missa. Við verðum að tryggja að jörðin verði byggileg um ókomna tíð. Þar fara hagsmunir Íslands saman við hagsmuni jarðarbúa allra. Við stöndum frammi fyrir stærsta einstaka verkefni nokkurrar kynslóðar og nú þarf kjark og samstöðu til að brjóta blað. Vesturlöndin eru þau lönd sem mest þurfa að líta í eigin barm og endurskoða sína lifnaðarhætti og laga þá betur að hagsmunum framtíðar og umhverfis. Með þessa heildarhagsmuni að leiðarljósi vonumst við til þess að ná árangri í Kaupmannahöfn. Höfundur er umhverfisráðherra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Loftslagsmál Svandís Svavarsdóttir Mest lesið Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun Einu sinni enn Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Skoðun Frumframleiðendur og sérstaða Íslands í alþjóðasamhengi Sveinn Margeirsson, Rakel Halldórsdóttir og Páll Gunnar Pálsson Skoðun Jöfn skipting skulda og eigna í sambúð Sævar Þór Jónsson Skoðun Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Líf eftir afplánun Eva Sóley Kristjánsdóttir Skoðun Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson Skoðun Fáni okkar allra Hörður Lárusson Skoðun Ég hef… Karólína Helga Símonardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Einu sinni enn Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Skuggahliðar á þéttingu byggðar Þórarinn Hjaltason skrifar Skoðun Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi? Björn Snæbjörnsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Jöfn skipting skulda og eigna í sambúð Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Samstaða - afl sem breytir samfélaginu Heiða Björg Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ólögleg veðmálastarfsemi á Íslandi Hákon Skúlason skrifar Skoðun Bætum fleiri stólum við borðið Ingibjörg Lilja Þórmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Pyrrosar sigur Helgi Tómasson skrifar Skoðun Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Mér var sagt að þegja á meðan fréttatíminn var Haukur Brynjarsson skrifar Skoðun Allt fyrir Brussel og Nató, hitt reddast einhvern veginn Davíð Bergmann skrifar Skoðun Forljót grá hús Hjalti Andrason skrifar Skoðun Líf eftir afplánun Eva Sóley Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Fáni okkar allra Hörður Lárusson skrifar Skoðun Séríslensk hávaxtastefna Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson skrifar Skoðun Ég hef… Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Vísindin geta læknað krabbamein en ekki grænmetissafar og kaffistólpípur Dögg Guðmundsdóttir,Guðrún Nanna Egilsdóttir,Vilborg Kolbrún Vilmundardóttir skrifar Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Er yfirvöldum alveg sama um fólk á bifhjólum? Njáll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Ekki mamman í hópnum - leiðtoginn í hópnum Katrín Ásta Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Rannsóknarnefnd styrjalda Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Börn eiga ekki heima í fangelsi Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Aðförin að einkabílnum eða bara meira frelsi? Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Kvöld sem er ekki bara fyrir börnin Alicja Lei skrifar Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar Skoðun Málið er dautt (A Modest Proposal) skrifar Skoðun Femínísk utanríkisstefna: aukin samstaða og aðgerðir Guillaume Bazard skrifar Sjá meira
Augu heimsins beinast nú að loftslagsráðstefnunni í Kaupmannahöfn þar sem fram fer fimmtánda aðildarríkjaþing loftslagssamnings Sameinuðu þjóðanna. Mismiklar vonir eru bundnar við niðurstöðu fundarins en þó má segja að allir séu sammála um mikilvægi þess að þjóðir heims komi að samkomulagi þar sem allir taki að sér skuldbindingar til að snúa við válegri þróun í loftslagsmálum. Allir þurfa að koma að samningaborðinu, bæði stór og smá ríki, til að leggja sitt að mörkum. Ísland vill vera fullgildur þátttakandi að samningaviðræðunum, sýna ábyrgð og vera raunverulega þjóð meðal þjóða. Þannig skiptir þátttakan máli fyrir sjálfsmynd og ásýnd Íslands í samspili við aðrar þjóðir og á alþjóðavettvangi. Ísland er nú aðili að loftslagssamningi Sameinuðu þjóðanna og um leið Kýótó-bókuninni við hann. Markmið þessara samninga beggja er að hægja á styrkaukningu gróðurhúsalofttegunda í andrúmloftinu svo koma megi í veg fyrir hættulega röskun á loftslagskerfinu af manna völdum. Ísland nýtur aukinna heimilda til að losa koldíoxíð vegna hins svonefnda íslenska ákvæðis Kýótó-bókunar sem samþykkt var árið 2001. Ákvæðið, sem er háð skilyrðum, er bundið við losun vegna nýrrar stóriðjustarfsemi eða stækkunar starfandi stóriðjufyrirtækja. Ísland er bundið ýmsum fleiri reglum hvað losun gróðurhúsalofttegunda varðar. Til að mynda erum við aðilar að viðskiptakerfi ESB með losunarheimildir sem er hluti af EES-samningnum en að því verður vikið síðar. Nýjar áherslurTímamót urðu í loftslagsstefnu landsins 29. maí 2009 þegar lagt var til að draga úr losun um a.m.k. 15% til 2020 miðað við árið 1990. Í fyrsta sinn lýstu íslensk stjórnvöld því yfir á alþjóðavettvangi að þau væru tilbúin að taka á sig skuldbindingar um að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda. Ísland er sjálfstæður aðili í loftslagssamningunum, á meðan ríki ESB semja þar sem heild. Ísland hefur sett fram markmið um 15% samdrátt í losun til 2020, sem er annað markmið en ESB hefur kynnt. Hins vegar er ljóst að Ísland þarf að stilla saman strengi við ESB í loftslagsmálum út af þeirri einföldu staðreynd að Ísland verður virkur hluti af viðskiptakerfi ESB um losunarheimildir árið 2012 samkvæmt EES-samningnum. Þá mun stór hluti losunar Íslands falla undir samevrópskar reglur og við verðum að taka tillit til þess. Ísland hefur því vakið máls á þeim möguleika að landið taki á sig sameiginlegar skuldbindingar með ESB í nýjum alþjóðasamningi og ESB hefur tekið vel í þá málaleitan. En hvað með stóriðjuna?Losun frá stóriðju mun falla undir viðskiptakerfi ESB árið 2013, samkvæmt EES-samningnum. Þá verða stóriðjufyrirtæki að fá heimildir til losunar úr samevrópskum potti, sem mun dragast saman um 21% í heild til ársins 2020. Heimildum er útdeilt beint til fyrirtækjanna og Ísland mun í raun hafa lítil afskipti af þeirri úthlutun. Ef Ísland tekur á sig sameiginlegt markmið með ESB gagnvart nýju loftslagssamkomulagi verður losun héðan í raun tvískipt. Annars vegar er losun sem fellur undir þetta samevrópska kerfi, frá stóriðju og flugi, og sú losun er ekki bókfærð hjá einstökum ríkjum. Hins vegar þurfum við að draga úr losun frá öðrum sviðum - frá samgöngum, sjávarútvegi, landbúnaði o.s.frv. - um líklega rúmlega 20% frá 2005 til 2020. Ef hér kemur ný stóriðja þarf hún að afla sér heimilda innan viðskiptakerfis ESB og stjórnvöld koma þar ekki nærri. Þetta er lagalega staðan, en svo er annað mál hvort við teljum æskilegt að auka hér enn við stóriðju eða reyna að nýta orkulindir okkar til hreinni iðju, svo sem gagnavera eða til framleiðslu rafmagns eða vetnis í framtíðinni fyrir bílaflotann. Horfurnar í KaupmannahöfnMarkmiðið með nýju samkomulagi er að stöðva hlýnun jarðar við 2° C en það er nauðsyn til að tryggja að ekki verði afdrifaríkar breytingar á lífsskilyrðum jarðar með breytingu á veðri, vistkerfum, bráðnun jökla og hækkun sjávarborðs. Í ljósi þess að lifnaðarhættir Vesturlanda eru helsta orsök loftslagsbreytinganna er eðlilegt að þau gangi á undan með góðu fordæmi en allir helstu losendur gróðurhúsalofttegunda leggi sitt af mörkum, þar með talin ört vaxandi þróunarríki eins og Kína og Indland. Á það ber að líta að fátækustu ríki heims verða verst úti af völdum loftslagsbreytinganna og því verður samkomulagið að einkennast af sanngirni að því er varðar skiptingu byrða þar sem tekið er tillit til efnahags, stærðar ríkja og möguleika á sveigjanleika. Ljóst er að enn ber mikið á milli hjá helstu ríkjum og ríkjahópum, en ég vil vera bjartsýn á árangur. Fyrir liggur þó að ekki verður gengið frá fullbúnu lagalega bindandi samkomulagi eins og að var stefnt, en ég vonast til að við munum höggva á helstu hnúta og ganga frá sterku pólitísku samkomulagi um að draga úr losun bæði frá þróuðum ríkjum og frá stóru þróunarríkjunum og með þátttöku Bandaríkjanna. Það væri í sjálfu sér gríðarlega stórt skref og svo verður vonandi samþykkt umboð til þess að færa Kaupmannahafnarsamkomulagið í lagalegan búning, helst fyrir lok næsta árs. Yfir 100 leiðtogar ríkja mæta á loftslagsfundinn, sem sýnir hve háan sess loftslagsmálin skipa í alþjóðlegri umræðu. Hvað getum við gert?Verkefnisstjórn um aðgerðaáætlun í loftslagsmálum, sem ég skipaði sl. sumar, er nýbúin að kynna fyrstu drög að áætlun. Þar eru lagðar til átta meginaðgerðir, sem samtals eiga að tryggja að Ísland geti staðið við þær skuldbindingar sem er líklegt að við tökum á okkur gagnvart alþjóðasamfélaginu og samkvæmt EES-samningnum. Það er fyrst og fremst á sviði samgangna og sjávarútvegs sem við getum dregið úr losun. Þar er bent á aðgerðir eins og að breyta sköttum og gjöldum þannig að hvatt sé til notkunar sparneytnari bíla og loftslagsvæns eldsneytis. Slík þróun hefur beinlínis sparnað í för með sér fyrir þjóðarbúið, samkvæmt niðurstöðum sérfræðinganefndar sem kannaði kostnað við aðgerðir. Einnig er lagt til að bæta stíga og hvetja á annan hátt til meiri göngu og hjólreiða. Þetta er einn helsti samgöngumátinn í Kaupmannahöfn, þar sem loftslagsráðstefnan er haldin, og við getum án efa bætt okkur hvað það varðar þrátt fyrir rysjóttara veðurfar. Einnig er lagt til að skoða þann möguleika að nota jurtaolíu á fiskiskipaflotann og að rafvæða fiskimjölsverksmiðjur. Þá liggur fyrir að hér eru mjög miklir möguleikar á að binda kolefni úr andrúmslofti með skógrækt og landgræðslu, auk þess sem Ísland hefur lagt til í samningaviðræðunum að einnig verði hægt að telja endurheimt votlendis til tekna í loftslagsbókhaldinu, en það er veruleg losun frá framræstum mýrum. Umtalsverðir möguleikar eru á að minnka losun og auka bindingu og margt af því kostar lítið eða borgar sig jafnvel. En það þarf markvissa stefnu, pólitískan vilja og vitundarvakningu til að hrinda því í framkvæmd. Til að snúa vörn í sókn þarf að auka umtalsvert fræðslu, þekkingu og umræðu um loftslagsmál. Hver einasti maður þarf að leggja sitt af mörkum. Við megum engan tíma missa. Við verðum að tryggja að jörðin verði byggileg um ókomna tíð. Þar fara hagsmunir Íslands saman við hagsmuni jarðarbúa allra. Við stöndum frammi fyrir stærsta einstaka verkefni nokkurrar kynslóðar og nú þarf kjark og samstöðu til að brjóta blað. Vesturlöndin eru þau lönd sem mest þurfa að líta í eigin barm og endurskoða sína lifnaðarhætti og laga þá betur að hagsmunum framtíðar og umhverfis. Með þessa heildarhagsmuni að leiðarljósi vonumst við til þess að ná árangri í Kaupmannahöfn. Höfundur er umhverfisráðherra.
Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun
Frumframleiðendur og sérstaða Íslands í alþjóðasamhengi Sveinn Margeirsson, Rakel Halldórsdóttir og Páll Gunnar Pálsson Skoðun
Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun
Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson Skoðun
Skoðun Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi? Björn Snæbjörnsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar
Skoðun Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Skoðun Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson skrifar
Skoðun Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson skrifar
Skoðun Vísindin geta læknað krabbamein en ekki grænmetissafar og kaffistólpípur Dögg Guðmundsdóttir,Guðrún Nanna Egilsdóttir,Vilborg Kolbrún Vilmundardóttir skrifar
Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar
Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun
Frumframleiðendur og sérstaða Íslands í alþjóðasamhengi Sveinn Margeirsson, Rakel Halldórsdóttir og Páll Gunnar Pálsson Skoðun
Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun
Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson Skoðun