Lögreglan mætti ekki á pókermót Verzló Skólalíf skrifar 17. september 2009 17:23 Þokkaleg pókerhönd. „Þetta gekk alveg rosalega vel,“ segir Agnes Jóhannsdóttir, formaður íþróttaráðs Verzlunarskólans, um pókermót sem ráðið stóð fyrir í gærkvöld. Alls mættu 64 strákar til leiks og spiluðu fram eftir kvöldi. Að sögn Agnesar borguðu keppendur þúsund króna þátttökugjald, og voru þeir spilarar sem lengst héldu út leystir út með veglegum gjafabréfum hjá nágranna Verzló, Kringlunni. Hún segir aðspurð að pókerkeppni skólans eigi þrátt fyrir allt meira skylt við venjulegt spilakvöld en fjárhættuspil, og að lögregla hafi ekki haft afskipti af mótinu eins og gerst hefur í örfá skipti þegar um skipulagt pókerspil er að ræða. „Við erum ekkert að spila upp á peninga. Menn borga bara fyrir að taka þátt og menn hvorki tapa né græða á þessu.“ Hún segir ekki hafa slegið í brýnu við yfirstjórn skólans vegna mótsins. „Þau tóku þannig séð vel í þetta, en lögðu áherslu á að það yrði ekki spilað upp á peninga. Þeim hefði þótt það vera á gráu svæði,“ segir Agnes. Athygli vekur að aðeins strákar tóku þátt í pókermóti íþróttaráðsins, en aðspurð segist Agnes telja að íþróttin sé enn hálfgert strákasport. „Já, það er það náttúrulega, en það þýðir ekki að það þurfi að vera það. Við verðum að reyna að virkja stelpurnar meira og ég ætla að gera allt sem þarf til að ná því markmiði. En pókerinn - það liggur við að það séu fáar stelpur sem vita hvað þetta er. Ég labbaði til dæmis um borðin í gær og var að spyrja hvað það væru margir teningar notaðir. Það er ennþá verið að gera grín að mér fyrir það,“ segir Agnes hlæjandi að lokum. Hraðbraut hélt einnig pókermót í lok ágúst síðastliðinn, en eftir því sem Skólalíf kemst næst fór einnig allt vel fram þar. Menntaskólar Mest lesið Sérstök og sjaldgæf íslensk nöfn: „Vitanlega var mér strítt“ Lífið „Konan hans hlýtur að taka á honum þegar hún heyrir þetta“ Lífið „Ekki spá í hvað öðrum finnst“ Tíska og hönnun Fann engin önnur ráð en „að ganga í söfnuð Votta Jehóva“ Lífið Krafa um betri ensku en íslensku reyndust mistök Menning „Það er smá búið að ljúga að okkur sem er reyndar ekki í fyrsta skipti“ Lífið Slær á sögusagnirnar með lúmskum skilaboðum Lífið Einbýlishús í Garðabænum eftir miklar framkvæmdir Lífið Tók málin í eigin hendur og stofnaði nýja metal-hátíð á Selfossi Tónlist Magnús nýr formaður stjórnar Leikfélags Reykjavíkur Menning Fleiri fréttir Smart og stílíseruð í Sigvaldablokk Stórstjörnur í snjóbrettasenunni fögnuðu Fann engin önnur ráð en „að ganga í söfnuð Votta Jehóva“ Einbýlishús í Garðabænum eftir miklar framkvæmdir Sérstök og sjaldgæf íslensk nöfn: „Vitanlega var mér strítt“ „Konan hans hlýtur að taka á honum þegar hún heyrir þetta“ Slær á sögusagnirnar með lúmskum skilaboðum Eins og sebrahestur umkringdur ljónum Sjáðu nýtt og stærðarinnar veitingasvæði í Smáralind Löggunni ekki boðið en mætti tvisvar til Jenner Binni ætlaði að sjóða kartöflur í hraðsuðukatli Ein besta knattspyrnukona landsins frátekin Leikkonan Sally Kirkland er látin Jana Steingríms og Lilja Ketils héldu bleikt partý Úrslitin réðust í lokaspurningu um mislukkaðan uppfinningamann Gulli áttaði sig skyndilega á því að hann væri í miðjum Heimsóknarþætti Fellaskóli vann Skrekk Innlit: Hlýlegt heimili í sögulegri viðbyggingu í Vesturbænum Fersk og bragðgóð Chimichurri-kryddblanda Kim féll Gleðilegan feðradag: „Við verðum fjögur í apríl“ Umhverfisráðherra á von á barni GDRN og Árni Steinn eiga von á sínu öðru barni Stjörnulífið: Uniqlo á Suðurlandi Stór hluti fólks „aumingjar og haugar“ Hefur engan kynferðislegan áhuga á óléttri konu sinni Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Krakkatían: Skrímslasveitin, söngleikur og framhaldsmynd „Rosalega stórt“ að fá aftur tilnefningu Mótorhjólaði aftur í kringum hnöttinn: „Fólk er gott“ Sjá meira
„Þetta gekk alveg rosalega vel,“ segir Agnes Jóhannsdóttir, formaður íþróttaráðs Verzlunarskólans, um pókermót sem ráðið stóð fyrir í gærkvöld. Alls mættu 64 strákar til leiks og spiluðu fram eftir kvöldi. Að sögn Agnesar borguðu keppendur þúsund króna þátttökugjald, og voru þeir spilarar sem lengst héldu út leystir út með veglegum gjafabréfum hjá nágranna Verzló, Kringlunni. Hún segir aðspurð að pókerkeppni skólans eigi þrátt fyrir allt meira skylt við venjulegt spilakvöld en fjárhættuspil, og að lögregla hafi ekki haft afskipti af mótinu eins og gerst hefur í örfá skipti þegar um skipulagt pókerspil er að ræða. „Við erum ekkert að spila upp á peninga. Menn borga bara fyrir að taka þátt og menn hvorki tapa né græða á þessu.“ Hún segir ekki hafa slegið í brýnu við yfirstjórn skólans vegna mótsins. „Þau tóku þannig séð vel í þetta, en lögðu áherslu á að það yrði ekki spilað upp á peninga. Þeim hefði þótt það vera á gráu svæði,“ segir Agnes. Athygli vekur að aðeins strákar tóku þátt í pókermóti íþróttaráðsins, en aðspurð segist Agnes telja að íþróttin sé enn hálfgert strákasport. „Já, það er það náttúrulega, en það þýðir ekki að það þurfi að vera það. Við verðum að reyna að virkja stelpurnar meira og ég ætla að gera allt sem þarf til að ná því markmiði. En pókerinn - það liggur við að það séu fáar stelpur sem vita hvað þetta er. Ég labbaði til dæmis um borðin í gær og var að spyrja hvað það væru margir teningar notaðir. Það er ennþá verið að gera grín að mér fyrir það,“ segir Agnes hlæjandi að lokum. Hraðbraut hélt einnig pókermót í lok ágúst síðastliðinn, en eftir því sem Skólalíf kemst næst fór einnig allt vel fram þar.
Menntaskólar Mest lesið Sérstök og sjaldgæf íslensk nöfn: „Vitanlega var mér strítt“ Lífið „Konan hans hlýtur að taka á honum þegar hún heyrir þetta“ Lífið „Ekki spá í hvað öðrum finnst“ Tíska og hönnun Fann engin önnur ráð en „að ganga í söfnuð Votta Jehóva“ Lífið Krafa um betri ensku en íslensku reyndust mistök Menning „Það er smá búið að ljúga að okkur sem er reyndar ekki í fyrsta skipti“ Lífið Slær á sögusagnirnar með lúmskum skilaboðum Lífið Einbýlishús í Garðabænum eftir miklar framkvæmdir Lífið Tók málin í eigin hendur og stofnaði nýja metal-hátíð á Selfossi Tónlist Magnús nýr formaður stjórnar Leikfélags Reykjavíkur Menning Fleiri fréttir Smart og stílíseruð í Sigvaldablokk Stórstjörnur í snjóbrettasenunni fögnuðu Fann engin önnur ráð en „að ganga í söfnuð Votta Jehóva“ Einbýlishús í Garðabænum eftir miklar framkvæmdir Sérstök og sjaldgæf íslensk nöfn: „Vitanlega var mér strítt“ „Konan hans hlýtur að taka á honum þegar hún heyrir þetta“ Slær á sögusagnirnar með lúmskum skilaboðum Eins og sebrahestur umkringdur ljónum Sjáðu nýtt og stærðarinnar veitingasvæði í Smáralind Löggunni ekki boðið en mætti tvisvar til Jenner Binni ætlaði að sjóða kartöflur í hraðsuðukatli Ein besta knattspyrnukona landsins frátekin Leikkonan Sally Kirkland er látin Jana Steingríms og Lilja Ketils héldu bleikt partý Úrslitin réðust í lokaspurningu um mislukkaðan uppfinningamann Gulli áttaði sig skyndilega á því að hann væri í miðjum Heimsóknarþætti Fellaskóli vann Skrekk Innlit: Hlýlegt heimili í sögulegri viðbyggingu í Vesturbænum Fersk og bragðgóð Chimichurri-kryddblanda Kim féll Gleðilegan feðradag: „Við verðum fjögur í apríl“ Umhverfisráðherra á von á barni GDRN og Árni Steinn eiga von á sínu öðru barni Stjörnulífið: Uniqlo á Suðurlandi Stór hluti fólks „aumingjar og haugar“ Hefur engan kynferðislegan áhuga á óléttri konu sinni Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Krakkatían: Skrímslasveitin, söngleikur og framhaldsmynd „Rosalega stórt“ að fá aftur tilnefningu Mótorhjólaði aftur í kringum hnöttinn: „Fólk er gott“ Sjá meira