Alíslenskt undanúrslitakvöld Dr. Gunni skrifar 15. janúar 2009 06:00 Eurobandið var framlag Íslands í fyrra. Annað undanúrslitakvöldið í Eurovisionforvalinu brestur á eftir Spaugstofuna á laugardaginn. Okkur er boðið upp á fjögur lög, það fyrsta, „Fósturjörð", er eftir Einar Scheving. Einar hefur verið í fremstu röð íslenskra trommara lengi og vakti mikla athygli nýlega fyrir jazzplötuna Cycles. Lagið hans er dramatískur ættjarðaróður sem Páll Rósinkranz syngur hnarreistur. Stórskotalið stendur á bakvið næsta lagi, „Undir regnboganum". Poppstjarnan Ingó syngur það, Eiríkur Hauksson gerði textann og Hallgrímur Óskarsson lagið. Hallgrímur hefur áður tekið þátt í Eurovision, náði lengst þegar Birgitta Haukdal söng lag hans í aðalkeppninni 2003. Lagið sem hann keppir með á laugardaginn er krúttlegt úkúlele-knúið popplag sem minnir á lög Vilhjálms Vilhjálmssonar og Gilberts O'Sullivan. Hallgrímur fær svo Jógvan til að syngja hitt lagið sitt í ár í þættinum eftir tvær vikur. Þriðja lagið er „Vornótt" eftir Erlu Gígju Þorvaldsdóttur með texta eftir Hilmi Jóhannesson. Erla er eina konan sem á lag í keppninni í ár og að auki elst keppenda, er komin langt að sjötugu. Hún fær unga söngkonu úr Mosfellsbænum, Hreindísi Ylvu Garðarsdóttur Holm, til að syngja lagið, sem er hugljúft og af gamla skólanum. Síðasta er „Glópagull" eftir Einar Oddsson, kraftmesta og rokkaðasta lag kvöldsins. Það þýðir ekkert minna en tvær sönkonur til að flytja það, þær Ernu Hrönn, áður í Bermúda, og Guðrúnu Lísu, áður í Ísafold. Eins og sést verða öll lögin sungin á íslensku á laugardaginn, en fyrir viku fóru tvö lög sem sungin voru á ensku áfram en íslensku lögin sátu eftir. Spennandi verður að sjá hvaða fataleppum kynnarnir klæðast, prjónapeysurnar þeirra í fyrsta þættinum vöktu eiginlega meiri athygli en lögin sjálf. Eurovision Mest lesið „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Lífið Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Lífið Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Lífið Barnaefni fyrir fullorðna Gagnrýni Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Lífið Þróaði vörur sem breyttu hans eigin lífi Lífið samstarf Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Lífið Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið 2222 dagar sem betri útgáfa af sjálfum sér Lífið „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Tónlist Fleiri fréttir Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Sveppi kominn í Púðursykur: „Vettvangur sem ég hef ekki farið inn á áður“ Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Læknirinn með risa heimasmíðaðan pizzakofa í garðinum 2222 dagar sem betri útgáfa af sjálfum sér „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Ragnhildur Steinunn snýr aftur á hvíta tjaldið Birti bónorðið í Bændablaðinu Svona verður Moulin Rouge í Borgarleikhúsinu Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Sjá meira
Annað undanúrslitakvöldið í Eurovisionforvalinu brestur á eftir Spaugstofuna á laugardaginn. Okkur er boðið upp á fjögur lög, það fyrsta, „Fósturjörð", er eftir Einar Scheving. Einar hefur verið í fremstu röð íslenskra trommara lengi og vakti mikla athygli nýlega fyrir jazzplötuna Cycles. Lagið hans er dramatískur ættjarðaróður sem Páll Rósinkranz syngur hnarreistur. Stórskotalið stendur á bakvið næsta lagi, „Undir regnboganum". Poppstjarnan Ingó syngur það, Eiríkur Hauksson gerði textann og Hallgrímur Óskarsson lagið. Hallgrímur hefur áður tekið þátt í Eurovision, náði lengst þegar Birgitta Haukdal söng lag hans í aðalkeppninni 2003. Lagið sem hann keppir með á laugardaginn er krúttlegt úkúlele-knúið popplag sem minnir á lög Vilhjálms Vilhjálmssonar og Gilberts O'Sullivan. Hallgrímur fær svo Jógvan til að syngja hitt lagið sitt í ár í þættinum eftir tvær vikur. Þriðja lagið er „Vornótt" eftir Erlu Gígju Þorvaldsdóttur með texta eftir Hilmi Jóhannesson. Erla er eina konan sem á lag í keppninni í ár og að auki elst keppenda, er komin langt að sjötugu. Hún fær unga söngkonu úr Mosfellsbænum, Hreindísi Ylvu Garðarsdóttur Holm, til að syngja lagið, sem er hugljúft og af gamla skólanum. Síðasta er „Glópagull" eftir Einar Oddsson, kraftmesta og rokkaðasta lag kvöldsins. Það þýðir ekkert minna en tvær sönkonur til að flytja það, þær Ernu Hrönn, áður í Bermúda, og Guðrúnu Lísu, áður í Ísafold. Eins og sést verða öll lögin sungin á íslensku á laugardaginn, en fyrir viku fóru tvö lög sem sungin voru á ensku áfram en íslensku lögin sátu eftir. Spennandi verður að sjá hvaða fataleppum kynnarnir klæðast, prjónapeysurnar þeirra í fyrsta þættinum vöktu eiginlega meiri athygli en lögin sjálf.
Eurovision Mest lesið „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Lífið Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Lífið Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Lífið Barnaefni fyrir fullorðna Gagnrýni Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Lífið Þróaði vörur sem breyttu hans eigin lífi Lífið samstarf Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Lífið Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið 2222 dagar sem betri útgáfa af sjálfum sér Lífið „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Tónlist Fleiri fréttir Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Sveppi kominn í Púðursykur: „Vettvangur sem ég hef ekki farið inn á áður“ Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Læknirinn með risa heimasmíðaðan pizzakofa í garðinum 2222 dagar sem betri útgáfa af sjálfum sér „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Ragnhildur Steinunn snýr aftur á hvíta tjaldið Birti bónorðið í Bændablaðinu Svona verður Moulin Rouge í Borgarleikhúsinu Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Sjá meira