Jafnréttismál í öndvegi Jóhanna Sigurðardóttir skrifar 27. nóvember 2009 06:00 Í samstarfsyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar var jafnrétti kynja, mannréttindi og kvenfrelsi meðal þeirra gilda sem voru sett í öndvegi með afgerandi hætti. Skipuð hefur verið sérstök ráðherranefnd um jafnréttismál til þess að fylgja þessari stefnumótun eftir og er henni ætlað að efla forystu og samhæfingu í sérstökum forgangs- og áherslumálum á þessu sviði. Ráðherranefndin hefur þegar hafið vinnu við gerð nýrrar framkvæmdaáætlunar ríkisstjórnarinnar í jafnréttismálum, þar sem lagðar verða línur fyrir átak í samþættingu kynja- og jafnréttissjónarmiða við starfsemi ríkisstjórnar og ráðuneyta. Það verklag verður innleitt að stjórnarfrumvörp og meiriháttar ákvarðanir og áætlanir ríkisstjórnar sem geta haft áhrif á stöðu jafnréttis kynjanna fari í gegnum sérstakt jafnréttismat. Í samstarfsyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar er lögð sérstök áhersla á að aðgerðir til atvinnusköpunar þjóni jafnt konum og körlum. Fjármálaráðherra hefur ýtt úr vör sérstöku verkefni sem felur það í sér að fjárlögum sé meðvitað beitt í þágu markmiða um jafnrétti kynjanna. Öryggi kvennaAðgerðaáætlun gegn mansali var samþykkt í mars sl. af minnihlutastjórn sömu flokka og nú skipa ríkisstjórn. Nú þegar hefur um helmingi af boðuðum aðgerðum hennar verið hrint í framkvæmd eða komið í framkvæmdaferli. M.a. hefur Alþingi breytt hegningarlögum þannig að kaup á vændi eru nú refsiverð. Að baki er sú þríþætta grundvallarafstaða: að enginn á í krafti peninga að geta náð yfirráðum yfir líkama annarrar manneskju; að rekstur á vændisstarfssemi og vændiskaup séu birtingarmynd kynferðislegs ofbeldis og kúgunar; og að þeir sem leiðist út í vændi séu fórnarlömb efnahagslegs, félagslegs og í flestum tilfellum kynbundins misréttis sem eiga tilkall til þess að samfélagið í heild grípi til úrræða til að uppræta slíkt misrétti. Á yfirstandandi þingi verður væntanlega samþykkt frumvarp um bann við starfsemi nektarstaða af sömu ástæðum og á grundvelli vísbendinga um tengsl þeirra við vændi og mansal. Frumvörp um lagabreytingar sem lúta að fullgildingu á alþjóðasáttmálum gegn mansali verða lögð fyrir Alþingi á yfirstandandi löggjafarþingi þar sem m.a. réttarstaða fórnarlamba og vernd og aðstoð við þau verða tryggð. Sérfræði- og samhæfingarteymi gegn mansali hefur tekið til starfa, en það hefur staðist sína fyrstu eldskírn varðandi það sérstaka mansalsmál sem nú er til rannsóknar hjá lögreglu. Átak gegn ofbeldi stendur nú yfir og það er viðleitni sem er ákaflega brýn þegar talsvert ber á ofbeldi á heimilum og á almannafæri. Ofbeldisseggi verður að hefta og hemja hvort sem þeir eru inni á heimilum, í Vítisenglum, erlendum glæpagengjum eða hafa lent í ógæfu fíkniefna eða annarrar óreglu. Við getum ekki unað því að ofbeldismenn vaði uppi en fórnarlömb þeirra beri allan andlegan og fjárhagslegan skaða. Fórnarlömbunum ber þvert á móti virðing samfélagsins. Við stefnum að því að leiða hina svokölluðu „austurrísku leið" í lög, en hún snýr að heimildum lögreglu til að fjarlægja ofbeldismenn af heimili, sem kæmi þá í stað þess að fórnarlömb ofbeldisins þurfi að yfirgefa heimili sitt sér til verndar. Jafnræði í stjórnsýslu og atvinnulífiÁ vettvangi ráðuneyta hefur markmiðum um jafnari kynjahlutföll við skipun ráða og nefnda verið skipulega fylgt eftir en þar er t.d. við þann ramma reip að draga að tilnefningaraðilar streitast í sumum tilfellum við að tilnefna bæði karla og konur. Ráðuneytin hafa nú innleitt strangari eftirfylgni og meira eftirlit gagnvart tilnefningaraðilum. Efnahags- og viðskiptaráðherra hefur lagt fram frumvarp á Alþingi sem leggur þá skyldu á herðar þeim sem skipa stjórnir einkahlutafélaga að gæta að því að hlutur kynja verði sem jafnastur og er markmiðið að stuðla að auknum hlut kvenna í ábyrgðarstöðum á vettvangi efnahagslífsins. Launajafnrétti kynja er áfram eitt af forgangsverkefnum ríkisstjórnarinnar. Unnið er að gerð jafnlaunastaðals í samvinnu við samtök launafólks, samtök atvinnurekenda og Staðlaráð. Þetta er frumkvöðlaverkefni, enda hefur staðall um launajafnrétti hvergi áður verið gerður, hvorki hér á landi né í öðrum löndum. Miklar væntingar eru bundnar við þetta verkefni, enda er markmiðið að búa til staðal sem hvort tveggja í senn yrði atvinnurekendum til leiðbeiningar um uppbyggingu launakerfa sinna og tæki til að meta hvort þeir uppfylli ákvæði jafnréttislaga um launajafnrétti. Með þennan bakgrunn í huga fagna ég því að í nýlegri alþjóðlegri könnun var Ísland í fyrsta sæti í jafnréttismálum. Það er ánægjuleg viðurkenning á því að ríkisstjórnin hefur sett jafnrétti kynja, mannréttindi og kvenfrelsi í öndvegi með afgerandi hætti. Höfundur er forsætisráðherra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jóhanna Sigurðardóttir Mest lesið Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Sjá meira
Í samstarfsyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar var jafnrétti kynja, mannréttindi og kvenfrelsi meðal þeirra gilda sem voru sett í öndvegi með afgerandi hætti. Skipuð hefur verið sérstök ráðherranefnd um jafnréttismál til þess að fylgja þessari stefnumótun eftir og er henni ætlað að efla forystu og samhæfingu í sérstökum forgangs- og áherslumálum á þessu sviði. Ráðherranefndin hefur þegar hafið vinnu við gerð nýrrar framkvæmdaáætlunar ríkisstjórnarinnar í jafnréttismálum, þar sem lagðar verða línur fyrir átak í samþættingu kynja- og jafnréttissjónarmiða við starfsemi ríkisstjórnar og ráðuneyta. Það verklag verður innleitt að stjórnarfrumvörp og meiriháttar ákvarðanir og áætlanir ríkisstjórnar sem geta haft áhrif á stöðu jafnréttis kynjanna fari í gegnum sérstakt jafnréttismat. Í samstarfsyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar er lögð sérstök áhersla á að aðgerðir til atvinnusköpunar þjóni jafnt konum og körlum. Fjármálaráðherra hefur ýtt úr vör sérstöku verkefni sem felur það í sér að fjárlögum sé meðvitað beitt í þágu markmiða um jafnrétti kynjanna. Öryggi kvennaAðgerðaáætlun gegn mansali var samþykkt í mars sl. af minnihlutastjórn sömu flokka og nú skipa ríkisstjórn. Nú þegar hefur um helmingi af boðuðum aðgerðum hennar verið hrint í framkvæmd eða komið í framkvæmdaferli. M.a. hefur Alþingi breytt hegningarlögum þannig að kaup á vændi eru nú refsiverð. Að baki er sú þríþætta grundvallarafstaða: að enginn á í krafti peninga að geta náð yfirráðum yfir líkama annarrar manneskju; að rekstur á vændisstarfssemi og vændiskaup séu birtingarmynd kynferðislegs ofbeldis og kúgunar; og að þeir sem leiðist út í vændi séu fórnarlömb efnahagslegs, félagslegs og í flestum tilfellum kynbundins misréttis sem eiga tilkall til þess að samfélagið í heild grípi til úrræða til að uppræta slíkt misrétti. Á yfirstandandi þingi verður væntanlega samþykkt frumvarp um bann við starfsemi nektarstaða af sömu ástæðum og á grundvelli vísbendinga um tengsl þeirra við vændi og mansal. Frumvörp um lagabreytingar sem lúta að fullgildingu á alþjóðasáttmálum gegn mansali verða lögð fyrir Alþingi á yfirstandandi löggjafarþingi þar sem m.a. réttarstaða fórnarlamba og vernd og aðstoð við þau verða tryggð. Sérfræði- og samhæfingarteymi gegn mansali hefur tekið til starfa, en það hefur staðist sína fyrstu eldskírn varðandi það sérstaka mansalsmál sem nú er til rannsóknar hjá lögreglu. Átak gegn ofbeldi stendur nú yfir og það er viðleitni sem er ákaflega brýn þegar talsvert ber á ofbeldi á heimilum og á almannafæri. Ofbeldisseggi verður að hefta og hemja hvort sem þeir eru inni á heimilum, í Vítisenglum, erlendum glæpagengjum eða hafa lent í ógæfu fíkniefna eða annarrar óreglu. Við getum ekki unað því að ofbeldismenn vaði uppi en fórnarlömb þeirra beri allan andlegan og fjárhagslegan skaða. Fórnarlömbunum ber þvert á móti virðing samfélagsins. Við stefnum að því að leiða hina svokölluðu „austurrísku leið" í lög, en hún snýr að heimildum lögreglu til að fjarlægja ofbeldismenn af heimili, sem kæmi þá í stað þess að fórnarlömb ofbeldisins þurfi að yfirgefa heimili sitt sér til verndar. Jafnræði í stjórnsýslu og atvinnulífiÁ vettvangi ráðuneyta hefur markmiðum um jafnari kynjahlutföll við skipun ráða og nefnda verið skipulega fylgt eftir en þar er t.d. við þann ramma reip að draga að tilnefningaraðilar streitast í sumum tilfellum við að tilnefna bæði karla og konur. Ráðuneytin hafa nú innleitt strangari eftirfylgni og meira eftirlit gagnvart tilnefningaraðilum. Efnahags- og viðskiptaráðherra hefur lagt fram frumvarp á Alþingi sem leggur þá skyldu á herðar þeim sem skipa stjórnir einkahlutafélaga að gæta að því að hlutur kynja verði sem jafnastur og er markmiðið að stuðla að auknum hlut kvenna í ábyrgðarstöðum á vettvangi efnahagslífsins. Launajafnrétti kynja er áfram eitt af forgangsverkefnum ríkisstjórnarinnar. Unnið er að gerð jafnlaunastaðals í samvinnu við samtök launafólks, samtök atvinnurekenda og Staðlaráð. Þetta er frumkvöðlaverkefni, enda hefur staðall um launajafnrétti hvergi áður verið gerður, hvorki hér á landi né í öðrum löndum. Miklar væntingar eru bundnar við þetta verkefni, enda er markmiðið að búa til staðal sem hvort tveggja í senn yrði atvinnurekendum til leiðbeiningar um uppbyggingu launakerfa sinna og tæki til að meta hvort þeir uppfylli ákvæði jafnréttislaga um launajafnrétti. Með þennan bakgrunn í huga fagna ég því að í nýlegri alþjóðlegri könnun var Ísland í fyrsta sæti í jafnréttismálum. Það er ánægjuleg viðurkenning á því að ríkisstjórnin hefur sett jafnrétti kynja, mannréttindi og kvenfrelsi í öndvegi með afgerandi hætti. Höfundur er forsætisráðherra.
Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar