Körfubolti

Gasol og Stepanova leikmenn ársins hjá FIBA

Pau Gasol
Pau Gasol NordicPhotos/GettyImages

Spænski landsliðsmaðurinn Pau Gasol hjá LA Lakers hefur verið útnefndur leikmaður ársins hjá FIBA Europe.

Gasol hefur verið lykilmaður í sterku liði LA Lakers sem lék til úrslita um NBA meistaratitilinn síðasta sumar, en þar að auki er hann einn af mikilvægustu leikmönnum spænska landsliðsins.

Evrópumenn sem leika í NBA deildinni röðuðu sér í þrjú efstu sætin í kjörinu að þessu sinni. Landi Gasol, Rudy Fernandez hjá Portland, hafnaði í öðru sæti og Þjóðverjinn Dirk Nowitzki hjá Dallas Mavericks varð þriðji.

Efstu menn í karlaflokki:

1. Pau Gasol

2. Rudy Fernandez

3. Dirk Nowitzki

4. Ramunas Siskauskas

5. Tony Parker

6. Hidayet Turkoglu

7. Andrei Kirilenko

8. Luol Deng

9. Andris Biedrins

10. Dimitris Diamantidis

11. Nikola Pekovic

12. Zoran Planinic

Stepanova best í þriðja sinn
NordicPhotos/GettyImages

Rússneska stúlkan Maria Stepanova sem leikur með UMMC Ekaterinburg í heimalandi sínu var kjörinn besta körfuboltakona Evrópu.

Stepanova lék vel með liði Rússa sem vann til bronsverðlauna á Ólympíuleikunum í Peking síðasta sumar.

Körfuboltakona ársins í fyrra, Anete Jakabsone-Zagota frá Lettlandi, varð önnur í kjörinu að þessu sinni.

Efstu stúlkurnar í kjörinu:

1. Maria Stepanova

2. Anete Jekabsone-Zagota

3. Amaya Valdemor

4. Ann Wauters

5. Tatiana Shchegoleva

6. Agnieszka Bibrzycka

7. Anna Montanana

8. Zuzana Zirkova

9. Anna Vajda

10. Yelena Leuchanka






Fleiri fréttir

Sjá meira


×