Helga Margrét náði ekki HM-lágmarki - bætti Íslandsmet Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 24. júní 2009 15:02 Helga Margrét Þorsteinsdóttir, sjöþrautarkona. Mynd/Aleksandar Djorovic Helga Margrét Þorsteinsdóttir var hársbreidd frá því að ná lágmarki fyrir HM í fjölþraut sem fer fram í næsta mánuði. Hún bætti þó eigið Íslandsmet í sjöþraut kvenna og fékk bronsverðlaun á mótinu. Hún var að keppa á alþjóðlegu fjölþrautarmóti í Kladno í Tékklandi ásamt Einari Daða Lárusson og Ágústu Tryggvadóttur. Helga Margrét og Ágústa kepptu í sjöþraut kvenna og Einar Daði í tugþraut unglinga nítján ára og yngri. Ekki vantaði nema 22 stig að Helga Margrét næði lágmarkinu en alls hlaut hún 5878 stig sem er nýtt og glæsilegt Íslandsmet í sjöþraut kvenna. Hún var í öðru sæti og ekki nema 58 stigum á eftir Ólympíumeistaranum, Nataliy Dobrynska frá Úkraínu, eftir fyrri keppnisdaginn. Þá var hún á góðri leið með að ná Íslandsmetinu og ná HM-lágmarkinu. Hún byrjaði vel í dag er hún stökk 5,78 metra í langstökki. Það var bæting frá árangri hennar í sömu grein er hún bætti Íslandsmetið sitt. Hún hins vegar náði sér ekki á strik í spjótkasinu og ljóst að hún þyrfti að bæta sig talsvert í 800 metra hlaupinu til að ná HM-lágmarkinu. Hún bætti sig um tvær sekúndur en það dugði því miður ekki til. Engu að síður kom hún fyrst í mark í 800 metra hlaupinu og niðurstaðan glæsilegt Íslandsmet. Metið bætti hún um 157 stig.Árangur Helgu Margrétar: 100 m grindahlaup: 14,19 sek (952 stig) Hástökk: 1,73 m (891 stig) Kúluvarp: 14,09 m (800 stig) 200 m hlaup: 24,77 sek (908 stig)Fyrri dagur: 3551 stig Langstökk: 5,78 m (783 stig) Spjótkast: 40,17 m (671 stig) 800 m hlaup: 2:16,42 mín (873 stig) Samtals: 5878 stig Íþróttir Mest lesið Segir Glódísi algjöra hetju: „Sá bara hversu illa henni leið“ Fótbolti „Hann elskar íslenska stuðningsmenn“ Fótbolti Hroðaleg meiðsli Musiala setja dökkan blett á HM Fótbolti Kláruðu óuppgert Evrópueinvígi 65 árum síðar Fótbolti Real Madrid afgreiddi Dortmund að mestu í fyrri hálfleik Fótbolti Þungt högg fyrir Hildi: Styðjum hana og hún verður klár í leik þrjú Fótbolti Dagskráin í dag: Fótbolti, formúla og fleira Sport Sauð upp úr á blaðamannafundi Hollands á EM Fótbolti Metfjöldi á Íslandsmótinu í þríþraut Sport Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Grindvíkingar lána Sölva Snæ til Austurríkis Segir Glódísi algjöra hetju: „Sá bara hversu illa henni leið“ Dagskráin í dag: Fótbolti, formúla og fleira Kláruðu óuppgert Evrópueinvígi 65 árum síðar Real Madrid afgreiddi Dortmund að mestu í fyrri hálfleik „Hann elskar íslenska stuðningsmenn“ Hroðaleg meiðsli Musiala setja dökkan blett á HM Þungt högg fyrir Hildi: Styðjum hana og hún verður klár í leik þrjú Metfjöldi á Íslandsmótinu í þríþraut „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Yfirlýsing frá Frökkum í fyrsta leik Evrópumeistararnir kláruðu Bayern tveimur mönnum færri Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum „Ég er bara þokkalega sáttur með okkar leik í dag“ Diego Leon orðinn leikmaður Manchester United Walker fer til Burnley Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Wales - Holland 0-3 | Holland númeri of stórt fyrir Wales Max Verstappen nær ráspól á Silverstone Æfðu ekki á vellinum: Vildu sleppa við rútuferð og tímapressu Jamie Gittens til Chelsea fyrir tæpar 50 milljónir Ísland fór létt með Bosníu á u-18 Eurobasket Taka ákvörðun um Glódísi á leikdag Jafntefli í Íslendingaslag í Noregi Svona var fundur Íslands fyrir stórleikinn við Sviss á EM Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum Sauð upp úr á blaðamannafundi Hollands á EM EM í dag: Kubbmót, bljúg bæn í kirkju og Lehmann í rassvasanum Hægt að fá hjónabandssælu á EM Sjá meira
Helga Margrét Þorsteinsdóttir var hársbreidd frá því að ná lágmarki fyrir HM í fjölþraut sem fer fram í næsta mánuði. Hún bætti þó eigið Íslandsmet í sjöþraut kvenna og fékk bronsverðlaun á mótinu. Hún var að keppa á alþjóðlegu fjölþrautarmóti í Kladno í Tékklandi ásamt Einari Daða Lárusson og Ágústu Tryggvadóttur. Helga Margrét og Ágústa kepptu í sjöþraut kvenna og Einar Daði í tugþraut unglinga nítján ára og yngri. Ekki vantaði nema 22 stig að Helga Margrét næði lágmarkinu en alls hlaut hún 5878 stig sem er nýtt og glæsilegt Íslandsmet í sjöþraut kvenna. Hún var í öðru sæti og ekki nema 58 stigum á eftir Ólympíumeistaranum, Nataliy Dobrynska frá Úkraínu, eftir fyrri keppnisdaginn. Þá var hún á góðri leið með að ná Íslandsmetinu og ná HM-lágmarkinu. Hún byrjaði vel í dag er hún stökk 5,78 metra í langstökki. Það var bæting frá árangri hennar í sömu grein er hún bætti Íslandsmetið sitt. Hún hins vegar náði sér ekki á strik í spjótkasinu og ljóst að hún þyrfti að bæta sig talsvert í 800 metra hlaupinu til að ná HM-lágmarkinu. Hún bætti sig um tvær sekúndur en það dugði því miður ekki til. Engu að síður kom hún fyrst í mark í 800 metra hlaupinu og niðurstaðan glæsilegt Íslandsmet. Metið bætti hún um 157 stig.Árangur Helgu Margrétar: 100 m grindahlaup: 14,19 sek (952 stig) Hástökk: 1,73 m (891 stig) Kúluvarp: 14,09 m (800 stig) 200 m hlaup: 24,77 sek (908 stig)Fyrri dagur: 3551 stig Langstökk: 5,78 m (783 stig) Spjótkast: 40,17 m (671 stig) 800 m hlaup: 2:16,42 mín (873 stig) Samtals: 5878 stig
Íþróttir Mest lesið Segir Glódísi algjöra hetju: „Sá bara hversu illa henni leið“ Fótbolti „Hann elskar íslenska stuðningsmenn“ Fótbolti Hroðaleg meiðsli Musiala setja dökkan blett á HM Fótbolti Kláruðu óuppgert Evrópueinvígi 65 árum síðar Fótbolti Real Madrid afgreiddi Dortmund að mestu í fyrri hálfleik Fótbolti Þungt högg fyrir Hildi: Styðjum hana og hún verður klár í leik þrjú Fótbolti Dagskráin í dag: Fótbolti, formúla og fleira Sport Sauð upp úr á blaðamannafundi Hollands á EM Fótbolti Metfjöldi á Íslandsmótinu í þríþraut Sport Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Grindvíkingar lána Sölva Snæ til Austurríkis Segir Glódísi algjöra hetju: „Sá bara hversu illa henni leið“ Dagskráin í dag: Fótbolti, formúla og fleira Kláruðu óuppgert Evrópueinvígi 65 árum síðar Real Madrid afgreiddi Dortmund að mestu í fyrri hálfleik „Hann elskar íslenska stuðningsmenn“ Hroðaleg meiðsli Musiala setja dökkan blett á HM Þungt högg fyrir Hildi: Styðjum hana og hún verður klár í leik þrjú Metfjöldi á Íslandsmótinu í þríþraut „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Yfirlýsing frá Frökkum í fyrsta leik Evrópumeistararnir kláruðu Bayern tveimur mönnum færri Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum „Ég er bara þokkalega sáttur með okkar leik í dag“ Diego Leon orðinn leikmaður Manchester United Walker fer til Burnley Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Wales - Holland 0-3 | Holland númeri of stórt fyrir Wales Max Verstappen nær ráspól á Silverstone Æfðu ekki á vellinum: Vildu sleppa við rútuferð og tímapressu Jamie Gittens til Chelsea fyrir tæpar 50 milljónir Ísland fór létt með Bosníu á u-18 Eurobasket Taka ákvörðun um Glódísi á leikdag Jafntefli í Íslendingaslag í Noregi Svona var fundur Íslands fyrir stórleikinn við Sviss á EM Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum Sauð upp úr á blaðamannafundi Hollands á EM EM í dag: Kubbmót, bljúg bæn í kirkju og Lehmann í rassvasanum Hægt að fá hjónabandssælu á EM Sjá meira