Kynjamyndir nýfrjálshyggjunnar 9. febrúar 2009 06:00 Þorgerður Einarsdóttir og Sigríður Þorgeirsdóttir skrifa Tími hins óhefta nýfrjálshyggjukapítalisma er liðinn, hinni dýrkeyptu tilraun lauk með hruni sem nálgast þjóðargjaldþrot. Hvað við tekur er algjörlega háð því hvaða skilning við leggjum í það sem gerðist og hvernig okkur tekst að gera það upp. Eitt af því sem nauðsynlegt er að kryfja er hugmyndafræði nýfrjálshyggjunnar um konur og karla og afleiðingar hennar. Hið alþjóðlega fjármálakerfi sem nú er í rúst var leikvöllur karla. Konur eiga 1% eigna í heiminum, vinna 2/3 hluta allra vinnustunda en fá aðeins 10% af tekjum heims. Hér á landi eru ranglætið ekki jafnstórbrotið. Launamunur kynja er 16%, langt umfram Evrópumeðaltal og hefur staðið í stað um árabil. Erfiðara er að meta eignamun kynjanna því hann er reiknaður út frá skattframtölum þar sem hjón telja fram saman. Konur geta því átt talsverðan auð á pappírnum eins og fréttir undanafarið um „afsöl“ eigna til eiginkvenna sýna. Karlar er hins vegar í meirihluta þeirra sem hafa ráðstöfunarvald yfir auðnum. Það voru einsleitir karlahópar sem rústuðu fjármálakerfinu. En þegar upp er staðið axla þeir ekki ábyrgð; þeir eru ekki „persónulega ábyrgir.“ Föðurlegri ábyrgð og umhyggju er greinilega ábótavant í karlímynd nýfrjálshyggjunnar. Karlar eru um 82% þingmanna í heiminum. Á Íslandi, sem talið er í fremstu röð heimsins í kynjajafnrétti, eru karlar um tveir þriðju þingmanna, ráðherra, sveitarstjórnarmanna, 71% stjórnenda og embættismanna, 80% stjórnarmanna og stjórnarformanna fyrirtækja, í miklum meirihluta í stjórnum samtaka atvinnulífsins og nær einráðir í fjölmiðlum. Nýlegar rannsóknir á viðhorfum unglinga til jafnréttis sýna mikið afturhvarf síðastliðinn áratug. Þetta rímar illa við staðhæfingar um að allt sé á réttri leið en hins vegar í góðu samræmi við kennisetningar nýfrjálshyggjunnar sem afneitar því að félagsleg kerfi og mynstur viðhaldi karlveldi. Það heitir gjarnan að kyn skipti ekki máli heldur hæfni einstaklingsins þótt samfélagið sé órækur vitnisburður um annað. Konur áttu litla hlutdeild í „íslenska efnahagsundrinu“. Þær voru ekki taldar búa yfir þeirri áhættusækni og „snilld“ sem til þurfti. Þá sjaldan þeim var boðið til leiks var það á forsendum ráðandi afla. Fræðimenn hafa bent á að hnattvæðing viðskipta- og fjármálakerfisins var ekki kynhlutlaus heldur nærðist á óorðuðum karlmennskuhugmyndum um áræðni, djörfung og arðsemi. „Það er mikilvægt að vera óhræddur“ sagði Hannes Smárason í viðtali við Morgunblaðið 10/3 2006, það væri lykilatriði „að útiloka allar tilfinningar gagnvart fyrirtækjum sem slíkum, með því móti væri hægt að taka hagkvæmar ákvarðanir...“. Þetta er skólabókardæmi um tungutak nýfrjálshyggjunnar. Köld rökhyggja, skilvirkni og samkeppni kallast á við hugmyndir um vinnusemi, iðni og fingrafimi sem leiða hugann að hlýðnum konum við færiband: Karlmennska í stjórnun, kvenleiki við framleiðslu. Með forseta landsins og ráðamenn í fylkingarbrjósti var þessi hugmyndafræði tekin út á ystu nöf. Í gagnrýnislausri upphafningu á „viðskiptasnillingunum“ var Íslandi útrásarinnar líkt við gullaldir Feneyja endurreisnartímans og Róm og Aþenu til forna. Eftir að margir þeirra hafa verið afhjúpaðir sem fjármála-ólígarkar verðum við að sætta okkur við samlíkingar við spillingargreni fyrrum Austantjaldslanda. Önnur birtingarmynd á hinni kynjuðu hugmyndafræði nýfrjálshyggjunnar er sú ýkta og mótsagnakennda kvenímynd sem birtist okkur í varaforsetaefni repúblikana. Sarah Palin bræðir saman andstæða póla kvenleikans; margra barna móðir með fortíð sem klappstýra og fegurðardrottning, móðir og kynvera í senn, en sem slík þjónandi og fylgispök við kerfið. Hugmyndafræðilega var hún dygg gæslukona kerfisins, hlynnt stríðsrekstri, byssueign og dauðarefsingum, á móti fóstureyðingum og hjónaböndum samkynhneigðra – í hrópandi mótsögn við allt sem kvennahreyfingin hefur staðið fyrir í áratugi. En þótt nýfrjálshyggjukapítalisminn hafi brotlent er ekki sjálfgefið að nýtt og betra rísi á rústum hans. Við þurfum að gera upp við þá pólitík, gildismat og hagstjórn sem skapaði hér grundvöll fyrir óhefta gróðahyggju, blekkingar og rányrkju náttúruauðlinda. Við þurfum að hafna kvótum sem færa körlum meirihluta auðs og valda, og tryggja jafna aðkomu kynjanna að endurreisninni. En höfðatölujafnrétti er ekki nóg, því ekki er nóg að fjölga einungis konum í áhrifastöðum. Við þurfum að takast á við kynjapólitískt inntak hugmyndanna, hvernig menningarbundnar hugmyndir um karlmennsku og kvenleika geta viðhaldið valdatengslum og ranglátu kerfi. Kvenímynd nýfrjálshyggjunnar kallast á við hinn gjaldþrota útrásarvíking, þau eru birtingarform á sömu hugmyndafræði. Það sýnir að jöfn höfðatala er ekki nóg því konur geta þjónað mikilvægu hlutverki í að viðhalda kerfi sem heldur þeim niðri. Við þurfum uppgjör við allt þetta til að get byggt upp hið nýja Ísland í þágu okkar allra. Höfundar eru dósentar við Háskóla Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorgerður Einarsdóttir Mest lesið Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir Skoðun Hálfrar aldar svívirða Stefán Pálsson Skoðun Við erum búin að missa tökin Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Óvenjulegt fólk Helgi Brynjarsson Skoðun Hver greiðir fyrir breytingarnar? Svanfríður G. Bergvinsdóttir Skoðun Hrekkjavaka á Landakoti Kristófer Ingi Svavarsson Skoðun Stöndum vörð um Héraðsvötnin! Rakel Hinriksdóttir Skoðun Rýr húsnæðispakki Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Dauðsföll í Gaza-stríðinu og Mogginn Egill Þórir Einarsson skrifar Skoðun Eyðum óvissunni Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Opinberi geirinn og stjórnunarráðgjafar: ástarsaga Adeel Akmal skrifar Skoðun Ættbálkahegðun á stafrænu formi Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kirkjurnar standa en stoðirnar eru sveltar Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stytta þarf veiðitíma svartfugla strax Hólmfríður Arnardóttir,Helga Ögmundardóttir skrifar Skoðun Hver greiðir fyrir breytingarnar? Svanfríður G. Bergvinsdóttir skrifar Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um Héraðsvötnin! Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Við erum búin að missa tökin Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar Skoðun Rýr húsnæðispakki Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hrekkjavaka á Landakoti Kristófer Ingi Svavarsson skrifar Skoðun Óvenjulegt fólk Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Hálfrar aldar svívirða Stefán Pálsson skrifar Skoðun $€tjum í$lensku á (mat) $€ðilinn! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Minna tal, meiri uppbygging Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Ný nálgun – sama markmið: Heimili fyrir fólkið í borginni Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Geymt en ekki gleymt Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Lánin hækka – framtíðin minnkar“ Sveinn Óskar Sigurðsson skrifar Skoðun Hey Pawels í harðindunum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Land rutt fyrir þúsundir íbúða í Úlfarsárdal Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Dýrmæt þjóðfélagsgerð Eva Björk Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Hver er þessi Davíð Oddsson? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar Sjá meira
Þorgerður Einarsdóttir og Sigríður Þorgeirsdóttir skrifa Tími hins óhefta nýfrjálshyggjukapítalisma er liðinn, hinni dýrkeyptu tilraun lauk með hruni sem nálgast þjóðargjaldþrot. Hvað við tekur er algjörlega háð því hvaða skilning við leggjum í það sem gerðist og hvernig okkur tekst að gera það upp. Eitt af því sem nauðsynlegt er að kryfja er hugmyndafræði nýfrjálshyggjunnar um konur og karla og afleiðingar hennar. Hið alþjóðlega fjármálakerfi sem nú er í rúst var leikvöllur karla. Konur eiga 1% eigna í heiminum, vinna 2/3 hluta allra vinnustunda en fá aðeins 10% af tekjum heims. Hér á landi eru ranglætið ekki jafnstórbrotið. Launamunur kynja er 16%, langt umfram Evrópumeðaltal og hefur staðið í stað um árabil. Erfiðara er að meta eignamun kynjanna því hann er reiknaður út frá skattframtölum þar sem hjón telja fram saman. Konur geta því átt talsverðan auð á pappírnum eins og fréttir undanafarið um „afsöl“ eigna til eiginkvenna sýna. Karlar er hins vegar í meirihluta þeirra sem hafa ráðstöfunarvald yfir auðnum. Það voru einsleitir karlahópar sem rústuðu fjármálakerfinu. En þegar upp er staðið axla þeir ekki ábyrgð; þeir eru ekki „persónulega ábyrgir.“ Föðurlegri ábyrgð og umhyggju er greinilega ábótavant í karlímynd nýfrjálshyggjunnar. Karlar eru um 82% þingmanna í heiminum. Á Íslandi, sem talið er í fremstu röð heimsins í kynjajafnrétti, eru karlar um tveir þriðju þingmanna, ráðherra, sveitarstjórnarmanna, 71% stjórnenda og embættismanna, 80% stjórnarmanna og stjórnarformanna fyrirtækja, í miklum meirihluta í stjórnum samtaka atvinnulífsins og nær einráðir í fjölmiðlum. Nýlegar rannsóknir á viðhorfum unglinga til jafnréttis sýna mikið afturhvarf síðastliðinn áratug. Þetta rímar illa við staðhæfingar um að allt sé á réttri leið en hins vegar í góðu samræmi við kennisetningar nýfrjálshyggjunnar sem afneitar því að félagsleg kerfi og mynstur viðhaldi karlveldi. Það heitir gjarnan að kyn skipti ekki máli heldur hæfni einstaklingsins þótt samfélagið sé órækur vitnisburður um annað. Konur áttu litla hlutdeild í „íslenska efnahagsundrinu“. Þær voru ekki taldar búa yfir þeirri áhættusækni og „snilld“ sem til þurfti. Þá sjaldan þeim var boðið til leiks var það á forsendum ráðandi afla. Fræðimenn hafa bent á að hnattvæðing viðskipta- og fjármálakerfisins var ekki kynhlutlaus heldur nærðist á óorðuðum karlmennskuhugmyndum um áræðni, djörfung og arðsemi. „Það er mikilvægt að vera óhræddur“ sagði Hannes Smárason í viðtali við Morgunblaðið 10/3 2006, það væri lykilatriði „að útiloka allar tilfinningar gagnvart fyrirtækjum sem slíkum, með því móti væri hægt að taka hagkvæmar ákvarðanir...“. Þetta er skólabókardæmi um tungutak nýfrjálshyggjunnar. Köld rökhyggja, skilvirkni og samkeppni kallast á við hugmyndir um vinnusemi, iðni og fingrafimi sem leiða hugann að hlýðnum konum við færiband: Karlmennska í stjórnun, kvenleiki við framleiðslu. Með forseta landsins og ráðamenn í fylkingarbrjósti var þessi hugmyndafræði tekin út á ystu nöf. Í gagnrýnislausri upphafningu á „viðskiptasnillingunum“ var Íslandi útrásarinnar líkt við gullaldir Feneyja endurreisnartímans og Róm og Aþenu til forna. Eftir að margir þeirra hafa verið afhjúpaðir sem fjármála-ólígarkar verðum við að sætta okkur við samlíkingar við spillingargreni fyrrum Austantjaldslanda. Önnur birtingarmynd á hinni kynjuðu hugmyndafræði nýfrjálshyggjunnar er sú ýkta og mótsagnakennda kvenímynd sem birtist okkur í varaforsetaefni repúblikana. Sarah Palin bræðir saman andstæða póla kvenleikans; margra barna móðir með fortíð sem klappstýra og fegurðardrottning, móðir og kynvera í senn, en sem slík þjónandi og fylgispök við kerfið. Hugmyndafræðilega var hún dygg gæslukona kerfisins, hlynnt stríðsrekstri, byssueign og dauðarefsingum, á móti fóstureyðingum og hjónaböndum samkynhneigðra – í hrópandi mótsögn við allt sem kvennahreyfingin hefur staðið fyrir í áratugi. En þótt nýfrjálshyggjukapítalisminn hafi brotlent er ekki sjálfgefið að nýtt og betra rísi á rústum hans. Við þurfum að gera upp við þá pólitík, gildismat og hagstjórn sem skapaði hér grundvöll fyrir óhefta gróðahyggju, blekkingar og rányrkju náttúruauðlinda. Við þurfum að hafna kvótum sem færa körlum meirihluta auðs og valda, og tryggja jafna aðkomu kynjanna að endurreisninni. En höfðatölujafnrétti er ekki nóg, því ekki er nóg að fjölga einungis konum í áhrifastöðum. Við þurfum að takast á við kynjapólitískt inntak hugmyndanna, hvernig menningarbundnar hugmyndir um karlmennsku og kvenleika geta viðhaldið valdatengslum og ranglátu kerfi. Kvenímynd nýfrjálshyggjunnar kallast á við hinn gjaldþrota útrásarvíking, þau eru birtingarform á sömu hugmyndafræði. Það sýnir að jöfn höfðatala er ekki nóg því konur geta þjónað mikilvægu hlutverki í að viðhalda kerfi sem heldur þeim niðri. Við þurfum uppgjör við allt þetta til að get byggt upp hið nýja Ísland í þágu okkar allra. Höfundar eru dósentar við Háskóla Íslands.
Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir Skoðun
Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun
Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar
Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar
Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar
Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar
Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar
Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir Skoðun
Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun
Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun