Talið að stýrivextir á evrusvæðinu lækki um 0,5 prósentustig 15. janúar 2009 11:55 Seðlabanki Evrópu tilkynnir um vaxtaákvörðun sína rétt eftir hádegið í dag. Flestir búast við að vextirnir verði lækkaðir um 0,5 prósentustig. Greining Glitnis fjallar um málið í Morgunkorni sínu. Þar segir að vextir á evrusvæðinu standa nú í 2,5% eftir að hafa verið lækkaðir hratt á haustmánuðum. Í október voru vextirnir 4,25% og hafa því lækkað um 1,75 prósentustig á þremur mánuðum en Seðlabanki Evrópu hefur líkt og velflestir aðrir seðlabankar í heiminum verið að lækka vexti sína undanfarna mánuði til að bregðast við vaxandi efnahagsvá í kjölfar alþjóðlegu fjármálakreppunnar. Samkvæmt skoðanakönnun Reuters gera langflestir greinendur ráð fyrir að vextir verði lækkaðir um 0,50 prósentustig í dag og vextir verði í kjölfarið 2%. Minnihluti greinenda gerir ráð fyrir að vaxtalækkunin nemi 0,25 prósentustigum. Þá gera flestir greinendur ráð fyrir að vextir haldi áfram að lækka á næstu mánuðum eftir því sem hægir á hagkerfum evrusvæðisins á komandi mánuðum. Búist er við að vextir verði orðnir 1,5% um mitt ár.Verðbólga hefur minnkað hratt á evrusvvæðinu og er komin undir 2% markmið seðlabanka Evrópu. Reiknað er með að hún haldi áfram að lækka og jafnvel talin hætta á verðhjöðnun á næstu mánuðum. Mest lesið Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent Falskir afslættir og þrýstingur við sölu á Temu Neytendur Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Viðskipti erlent Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Neytendur Stærðin skiptir ekki máli Atvinnulíf Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Sýkna í vaxtamálinu: „Þetta eru gífurleg vonbrigði“ Neytendur Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Atvinnulíf Spá hressilegri vaxtalækkun Viðskipti innlent Fleiri fréttir Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Seðlabanki Evrópu tilkynnir um vaxtaákvörðun sína rétt eftir hádegið í dag. Flestir búast við að vextirnir verði lækkaðir um 0,5 prósentustig. Greining Glitnis fjallar um málið í Morgunkorni sínu. Þar segir að vextir á evrusvæðinu standa nú í 2,5% eftir að hafa verið lækkaðir hratt á haustmánuðum. Í október voru vextirnir 4,25% og hafa því lækkað um 1,75 prósentustig á þremur mánuðum en Seðlabanki Evrópu hefur líkt og velflestir aðrir seðlabankar í heiminum verið að lækka vexti sína undanfarna mánuði til að bregðast við vaxandi efnahagsvá í kjölfar alþjóðlegu fjármálakreppunnar. Samkvæmt skoðanakönnun Reuters gera langflestir greinendur ráð fyrir að vextir verði lækkaðir um 0,50 prósentustig í dag og vextir verði í kjölfarið 2%. Minnihluti greinenda gerir ráð fyrir að vaxtalækkunin nemi 0,25 prósentustigum. Þá gera flestir greinendur ráð fyrir að vextir haldi áfram að lækka á næstu mánuðum eftir því sem hægir á hagkerfum evrusvæðisins á komandi mánuðum. Búist er við að vextir verði orðnir 1,5% um mitt ár.Verðbólga hefur minnkað hratt á evrusvvæðinu og er komin undir 2% markmið seðlabanka Evrópu. Reiknað er með að hún haldi áfram að lækka og jafnvel talin hætta á verðhjöðnun á næstu mánuðum.
Mest lesið Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent Falskir afslættir og þrýstingur við sölu á Temu Neytendur Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Viðskipti erlent Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Neytendur Stærðin skiptir ekki máli Atvinnulíf Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Sýkna í vaxtamálinu: „Þetta eru gífurleg vonbrigði“ Neytendur Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Atvinnulíf Spá hressilegri vaxtalækkun Viðskipti innlent Fleiri fréttir Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira