Dagur B. Eggertsson: Atvinnumál í Reykjavík og aðgerðir gegn atvinnuleysi 27. apríl 2010 09:02 Baráttan fyrir fullri atvinnu er hornsteinn jafnaðarstefnunnar og forgangsmál við núverandi aðstæður. Öflugt og fjölbreytt atvinnulíf er alls staðar undirstaða velferðar og því lítur Samfylkingin á það sem eitt mikilvægasta hlutverk borgarinnar að efla og styrkja atvinnulífið í borginni. Avinnuleysi er þjóðarböl og hvert prósentustig í atvinnuleysi kostar borgarsjóð milljarð króna á ári. Alla síðustu öld var Reykjavík aflvél í efnahags- og atvinnulífi landsins. Þrátt fyrir mesta atvinnuleysi í sögu borgarinnar er engu síður rekin afskiptaleysisstefna í atvinnumálum í Ráðhúsinu. Þar er þess beðið að markaðurinn leysi úr málum. Samfylkingin vill þvert á móti að Reykjavíkurborg verði miklu virkari í atvinnumálum, beiti afli sínu og leiti allra leiða í víðtæku samstarfi til að Reykjavík og Ísland komist sem fyrst út úr kreppunni.Nýsköpun og sóknarfæri Samfylkingin vill styðja við nýsköpunarsetur, sprota-hótel og/eða listasmiðjur. Í því skyni verði kortlagt hvaða tækifæri geti falist í auðu og óseldu húsnæði og hvernig tryggja megi notkun þess í þágu atvinnulífsins og hverfanna. Einfalda þarf leyfisveitingar og umsóknarferli fyrir þá sem vilja stofna til reksturs í Reykjavíkurborg. Þeim standi jafnframt til boða leiðsögn og aðstoð við öflun nauðsynlegra leyfa til reksturs sér að kostnaðarlausu. Í þessu skyni vill Samfylkingin endurreisa þróunar- og nýsköpunarfélag Reykjavíkurborgar í atvinnumálum. Meðal nýrra áherslusviða verði verkefni á sviði þekkingariðnaðar, kvikmyndagerðar og annarra skapandi greina. Höfuðborgarstofa, viðburða- og markaðsskrifstofa Reykjavíkurborgar í ferðaþjónustu verði opnuð fyrir aðkomu, fjármagni og nánara samstarfi við ferðaþjónustufyrirtæki í Reykjavík. Sérstaklega verði kannaður grundvöllur til að fjölga viðburðum sem styðja við markaðssetningu Reykjavíkur gagnvart ferðamönnum utan háannatíma. Kannaðir verði möguleikar á eflingu alþjóðlegrar kvikmyndahátíðar og aðkomu Reykjavíkurborgar að samstarfi um rekstur kvikmyndahúss í miðborginni sem myndi helga sig sögu og sýningum á íslenskum kvikmyndum. Kanna fýsileika og sóknarfæri fyrir úthlutun lóðar fyrir alhliða kvikmyndaver í borgarlandinu. Samfylkingin vill einnig að stutt verði við uppbyggingu þekkingar- og heilbrigðistengdra fyrirtækja með samstarfi um beina markaðssetningu á háskólasvæðum í Vatnsmýri í samvinnu við Háskóla Íslands, Háskólann í Reykjavík og Landspítalann. Reykjavíkurborg greiði fyrir skipulagi stúdentaíbúða og annarra innviða sem stuðla að sömu markmiðum.Viðhald og verklegar framkvæmdir Samfylkingin telur skynsamlegt að taka lán til að halda uppi framkvæmdastigi í kreppunni í stað þess að skera framkvæmdir niður um 70% næstu þrjú ár eins og nú er ráðgert. Borgarsjóður ræður við þessar lántökur, hægt er að fá hagstæð tilboð og forða þannig algeru hruni í framkvæmda- og byggingariðnaði. Sérstaka áherslu á að leggja á viðhaldsverkefni. Viðhald skapar flest störf og lækkar rekstrarkostnað. Samfylkingin vill tvöfalda viðhald á fasteignum borgarinnar árin 2011-2012 með því að flýta brýnum viðhaldsverkefnum sem annars hefðu komið til framkvæmda 2013-2015. Þannig skapast störf þegar mest þarf á þeim að halda. Samfylkingin vill jafnframt setja fram heildstæða áætlun fyrir endurnýjun eldri hverfa að evrópskri fyrirmynd. Í stað þess að hverfin drabbist niður í kreppunni verði efnt til tímabærs viðhalds og endunýjunar á húsum og opinberum byggingum.Vaxtarsamningur fyrir Reykjavík Til að standa undir velferð og lífskjörum þarf að tryggja 3,5% meðalhagvöxt í Reykjavík næsta kjörtímabil. Til þess þarf margþættar aðgerðir sem ekki eru allar á færi Reykjavíkur heldur þarf að ná um þær víðtækri samstöðu og samstarfi. Þessi tölulegu markmið eiga að vera markmið vaxtarsamnings Reykjavíkur, ríkisstjórnar, verkalýðshreyfingar, fyrirtækja, stuðningsstofnana atvinnulífsins og annarra samtaka í atvinnulífi. Meginmarkmið hans yrðu að styrkja samkeppnishæfni fyrirtækja í virkri alþjóðlegri samkeppni, auka veltu, verðmætasköpun, útflutningstekjur og skapa þannig grunn fyrir umtalsverða fjölgun starfa á næstu misserum. Fyrsta verk Samfylkingarinnar við stjórn borgarinnar verður að skilgreina stöðu, styrkleika og sóknarfæri atvinnulífs Reykjavíkurborgar til skamms og langs tíma. Samfylkingin flutti tillögu sama efnis þremur vikum eftir hrun en hún hefur verið í frestun af hálfu meirihlutans í Ráðhúsinu allar götur síðan. Meðal áherslusviða verkefnisins og sóknarfæra sem horft verður til verði: Ferðamannaborgin Reykjavík, hafnarborgin, heilsuborgin, kvikmyndaborgin, orkuborgin og þekkingarborgin Reykjavík. Tækifærin liggja víða ef stefnan er framsýn og verkin látin tala. Fjölmargar fleiri tillögur og áherslur í atvinnumálum eru í atvinnustefnu Samfylkingarinnar og kosningastefnuskrá vegna komandi borgarstjórnarkosninga. Atvinnumálin eru úrslitamál í þróun efnahags- og lífsgæða í borginni á næstu árum og því mikilvægt að borgarbúar kynni sér stefnu og tillögur flokkanna í þessum málaflokki. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Dagur B. Eggertsson Skoðun Mest lesið Má umskera dreng í heimahúsi? Eva Hauksdóttir Skoðun Tryggðu þér bíl fyrir áramótin! Vilhjálmur Árnason Skoðun Frystum samninga. Stoppum atkvæðagreiðslur. Ótímabundið frost Pétur Björgvin Sveinsson Skoðun Hver er virðingin fyrir skólaskyldunni? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Er þetta planið? Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson Skoðun Mikilvægar kjarabætur fyrir aldraða Inga Sæland Skoðun Íbúðir með froðu til sölu Björn Sigurðsson Skoðun Bullur í Brussel Jón Pétur Zimsen Skoðun Áminntur um sannsögli Jón Ármann Steinsson Skoðun Skoðun Skoðun Hver mun stjórna heiminum eftir hundrað ár? Sigurður Árni Þórðarson skrifar Skoðun Íbúðir með froðu til sölu Björn Sigurðsson skrifar Skoðun Að hafa eða að vera Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Mikilvægar kjarabætur fyrir aldraða Inga Sæland skrifar Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Tryggðu þér bíl fyrir áramótin! Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Formúlu fyrir sigri? Nei takk. Guðmundur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Norræn samstaða skapar tækifæri fyrir græna framtíð Nótt Thorberg skrifar Skoðun Má umskera dreng í heimahúsi? Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Viðskiptafrelsi og hátækniiðnaður Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Hver er virðingin fyrir skólaskyldunni? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða í Kópavogi á sama tíma og bæjarsjóður er rekinn með halla Bergljót Kristinsdóttir skrifar Skoðun Valþröng í varnarmálum Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Fjólubláar prófílmyndir Anna Sóley Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Er þetta planið? Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Frystum samninga. Stoppum atkvæðagreiðslur. Ótímabundið frost Pétur Björgvin Sveinsson skrifar Skoðun Tækifærin í orkuskiptunum Jón Trausti Kárason skrifar Skoðun Frekar rétt að endurskoða sambúðina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Bullur í Brussel Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Áminntur um sannsögli Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Nvidia, Bitcoin og gamla varnarliðið: Hvað bíður Íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ekki hluti af OKKAR Evrópu! Margrét Kristmannsdóttir skrifar Skoðun Mikil aukning í unglingadrykkju – eða hvað? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Er aukin atvinnuþátttaka kostnaður fyrir samfélagið? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Skoðun 30 milljarðar í útsvar en engin rödd í kosningum Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Vaxtaokrið Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Er Ísland enn fullvalda? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Sjá meira
Baráttan fyrir fullri atvinnu er hornsteinn jafnaðarstefnunnar og forgangsmál við núverandi aðstæður. Öflugt og fjölbreytt atvinnulíf er alls staðar undirstaða velferðar og því lítur Samfylkingin á það sem eitt mikilvægasta hlutverk borgarinnar að efla og styrkja atvinnulífið í borginni. Avinnuleysi er þjóðarböl og hvert prósentustig í atvinnuleysi kostar borgarsjóð milljarð króna á ári. Alla síðustu öld var Reykjavík aflvél í efnahags- og atvinnulífi landsins. Þrátt fyrir mesta atvinnuleysi í sögu borgarinnar er engu síður rekin afskiptaleysisstefna í atvinnumálum í Ráðhúsinu. Þar er þess beðið að markaðurinn leysi úr málum. Samfylkingin vill þvert á móti að Reykjavíkurborg verði miklu virkari í atvinnumálum, beiti afli sínu og leiti allra leiða í víðtæku samstarfi til að Reykjavík og Ísland komist sem fyrst út úr kreppunni.Nýsköpun og sóknarfæri Samfylkingin vill styðja við nýsköpunarsetur, sprota-hótel og/eða listasmiðjur. Í því skyni verði kortlagt hvaða tækifæri geti falist í auðu og óseldu húsnæði og hvernig tryggja megi notkun þess í þágu atvinnulífsins og hverfanna. Einfalda þarf leyfisveitingar og umsóknarferli fyrir þá sem vilja stofna til reksturs í Reykjavíkurborg. Þeim standi jafnframt til boða leiðsögn og aðstoð við öflun nauðsynlegra leyfa til reksturs sér að kostnaðarlausu. Í þessu skyni vill Samfylkingin endurreisa þróunar- og nýsköpunarfélag Reykjavíkurborgar í atvinnumálum. Meðal nýrra áherslusviða verði verkefni á sviði þekkingariðnaðar, kvikmyndagerðar og annarra skapandi greina. Höfuðborgarstofa, viðburða- og markaðsskrifstofa Reykjavíkurborgar í ferðaþjónustu verði opnuð fyrir aðkomu, fjármagni og nánara samstarfi við ferðaþjónustufyrirtæki í Reykjavík. Sérstaklega verði kannaður grundvöllur til að fjölga viðburðum sem styðja við markaðssetningu Reykjavíkur gagnvart ferðamönnum utan háannatíma. Kannaðir verði möguleikar á eflingu alþjóðlegrar kvikmyndahátíðar og aðkomu Reykjavíkurborgar að samstarfi um rekstur kvikmyndahúss í miðborginni sem myndi helga sig sögu og sýningum á íslenskum kvikmyndum. Kanna fýsileika og sóknarfæri fyrir úthlutun lóðar fyrir alhliða kvikmyndaver í borgarlandinu. Samfylkingin vill einnig að stutt verði við uppbyggingu þekkingar- og heilbrigðistengdra fyrirtækja með samstarfi um beina markaðssetningu á háskólasvæðum í Vatnsmýri í samvinnu við Háskóla Íslands, Háskólann í Reykjavík og Landspítalann. Reykjavíkurborg greiði fyrir skipulagi stúdentaíbúða og annarra innviða sem stuðla að sömu markmiðum.Viðhald og verklegar framkvæmdir Samfylkingin telur skynsamlegt að taka lán til að halda uppi framkvæmdastigi í kreppunni í stað þess að skera framkvæmdir niður um 70% næstu þrjú ár eins og nú er ráðgert. Borgarsjóður ræður við þessar lántökur, hægt er að fá hagstæð tilboð og forða þannig algeru hruni í framkvæmda- og byggingariðnaði. Sérstaka áherslu á að leggja á viðhaldsverkefni. Viðhald skapar flest störf og lækkar rekstrarkostnað. Samfylkingin vill tvöfalda viðhald á fasteignum borgarinnar árin 2011-2012 með því að flýta brýnum viðhaldsverkefnum sem annars hefðu komið til framkvæmda 2013-2015. Þannig skapast störf þegar mest þarf á þeim að halda. Samfylkingin vill jafnframt setja fram heildstæða áætlun fyrir endurnýjun eldri hverfa að evrópskri fyrirmynd. Í stað þess að hverfin drabbist niður í kreppunni verði efnt til tímabærs viðhalds og endunýjunar á húsum og opinberum byggingum.Vaxtarsamningur fyrir Reykjavík Til að standa undir velferð og lífskjörum þarf að tryggja 3,5% meðalhagvöxt í Reykjavík næsta kjörtímabil. Til þess þarf margþættar aðgerðir sem ekki eru allar á færi Reykjavíkur heldur þarf að ná um þær víðtækri samstöðu og samstarfi. Þessi tölulegu markmið eiga að vera markmið vaxtarsamnings Reykjavíkur, ríkisstjórnar, verkalýðshreyfingar, fyrirtækja, stuðningsstofnana atvinnulífsins og annarra samtaka í atvinnulífi. Meginmarkmið hans yrðu að styrkja samkeppnishæfni fyrirtækja í virkri alþjóðlegri samkeppni, auka veltu, verðmætasköpun, útflutningstekjur og skapa þannig grunn fyrir umtalsverða fjölgun starfa á næstu misserum. Fyrsta verk Samfylkingarinnar við stjórn borgarinnar verður að skilgreina stöðu, styrkleika og sóknarfæri atvinnulífs Reykjavíkurborgar til skamms og langs tíma. Samfylkingin flutti tillögu sama efnis þremur vikum eftir hrun en hún hefur verið í frestun af hálfu meirihlutans í Ráðhúsinu allar götur síðan. Meðal áherslusviða verkefnisins og sóknarfæra sem horft verður til verði: Ferðamannaborgin Reykjavík, hafnarborgin, heilsuborgin, kvikmyndaborgin, orkuborgin og þekkingarborgin Reykjavík. Tækifærin liggja víða ef stefnan er framsýn og verkin látin tala. Fjölmargar fleiri tillögur og áherslur í atvinnumálum eru í atvinnustefnu Samfylkingarinnar og kosningastefnuskrá vegna komandi borgarstjórnarkosninga. Atvinnumálin eru úrslitamál í þróun efnahags- og lífsgæða í borginni á næstu árum og því mikilvægt að borgarbúar kynni sér stefnu og tillögur flokkanna í þessum málaflokki.
Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson Skoðun
Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða í Kópavogi á sama tíma og bæjarsjóður er rekinn með halla Bergljót Kristinsdóttir skrifar
Skoðun Frystum samninga. Stoppum atkvæðagreiðslur. Ótímabundið frost Pétur Björgvin Sveinsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar
Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar
Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar
Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson Skoðun