Körfubolti

Bandaríska körfuboltalandsliðið fór létt með Kína í æfingaleik

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Danny Granger.
Danny Granger. Mynd/Getty Images
Bandaríska landsliðið í körfubolta er á leiðinni á HM í Tyrklandi og vantar í liðið margar stærstu stjörnurnar frá því í sigri Bandaríkjanna á Ólympíuleikunum í Peking fyrir tveimur árum.

Bandaríska liðið er samt í góðum gír ef marka má æfingaleik liðsins við það kínverska. Bandaríkinn vann leikinn 98-51 þar sem Danny Granger, leikmaður Indiana Pacers, var stigahæstur með 22 stig.

Bandaríkin skoraði 32 stig gegn aðeins fjórum úr hraðaupphlaupum í leiknum. „Við erum fljótasta liðið í heiminum og við verðum að nýta okkur það," sagði Andre Iguodala í leikslok en hann leikur með Philadelphia 76ers.

Eric Gordon skoraði 15 stig í leiknum, Kevin Durant var með 14 stig og Derrick Rose skoraði 12 stig.

Bandaríkjamenn spila annan æfingaleik í Madison Square Garden í kvöld þegar þeir spila við Frakka og leika síðan þrjá æfingaleiki í Evrópu áður en þeir mæta til Tyrklands þar sem fyrsti leikurinn fer fram 28. ágúst.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×