Cristiano Ronaldo fór algjörlega hamförum með Real Madrid í kvöld og skoraði fjögur mörk á 40 mínútum er Real slátraði Racing Santander, 6-1.
Það tók Madrid í raun ekki nema 27 mínútur að ganga frá leiknum því þá var staðan orðin 3-0.
Higuain skoraði fyrsta markið og þá komu mörkin fjögur frá Ronaldo í röð.
Mesut Özil bætti svo marki við áður en yfir lauk. Leikmenn Santander sýndu í lokin að þeir hafa smá stolt og náðu að setja eitt mark til að draga aðeins úr niðurlægingunni.
Madrid komst með sigrinum upp í efsta sætið sem Barcelona tyllti sér í fyrr í dag. Einu stigi munar á liðunum.