Vongóðir um flug til Norðurlandanna í dag 19. apríl 2010 04:00 Aska frá Eyjafjallajökli hefur stöðvað flugumferð víða í Norður-Evrópu. Eldingar í gosstróknum voru mikið sjónarspil í fyrrinótt. Fréttablaðið/Vilhelm Milljónir flugfarþega eru enn strandaglópar vegna ösku frá eldstöðinni í Eyjafjallajökli. Askan hafði engin áhrif á þotur sem flugu tilraunaflug yfir meginlandi Evrópu í gær. Mikill þrýstingur er á flugmálayfirvöld að aflétta flugbanni. Flugsamgöngur voru áfram í lamasessi víðast hvar í Norður-Evrópu í gær vegna gjósku frá eldstöðinni í Eyjafjallajökli. Icelandair og Iceland Express náðu þó að fljúga samtals sjö ferðir til Þrándheims í Noregi. Vonir standa til að hægt verði að fljúga frá Íslandi til Norðurlandanna og Bandaríkjanna í dag. Icelandair hefur boðað að flogið verði til Stokkhólms, Óslóar og Tampere í Finnlandi. Iceland Express reiknar með að hægt verði að fljúga til Kaupmannahafnar, Berlínar, Tenerife og Alicante. Milljónir ferðamanna eru strandaglópar um heim allan eftir að flugsamgöngur lömuðust á fimmtudag í síðustu viku vegna gjósku frá Eyjafjallajökli. Samgönguyfirvöld í Evrópu vonast til að hægt verði að fljúga víða í Evrópu í dag eftir að breyttar vindáttir blésu öskunni frá Eyjafjallajökli að einhverju leyti frá meginlandinu. Alls er þó óvíst hvort og hvenær flugsamgöngur komast í eðlilegt horf. Nokkur stór flugfélög fengu í gær leyfi til að fljúga tilraunaflug. Engar skemmdir komu í ljós á þotunum vegna gosefna. Forsvarsmenn flugfélaganna hafa gagnrýnt að engar mælingar hafi verið gerðar á magni ösku sem borist hafi yfir Evrópu. Einungis hafi verið stuðst við útreikninga um væntanlegt útbreiðslusvæði öskunnar. Kostnaður flugfélaganna vegna flugbanns víða í Evrópu er talinn nema um 200 milljónum Bandaríkjadala, 25 milljörðum króna, á dag. Kostnaðurinn er því mögulega kominn vel yfir 100 milljarða króna, og mikill þrýstingur á flugmálayfirvöld að aflétta banninu, að hluta eða öllu leyti. „Það er augljóst að þetta gengur ekki lengur. Við getum ekki bara beðið eftir því að öskuskýið hverfi," sagði Siim Kallas, talsmaður samgöngumála hjá Evrópusambandinu, í Brussel í gær. Samgönguráðherra Frakklands tilkynnti í gær að ráðherrar frá öllum ríkjum Evrópu sem lokanirnar hafa náð til muni funda um ástandið í dag. Þótt eldgosið í Eyjafjallajökli hafi áhrif á flugsamgöngur víða í Evrópu gengu samgöngur við alþjóðlegu geimstöðina snurðulaust fyrir sig. Bandaríska geimvísindastofnunin NASA reiknar með að geimferjan Discovery lendi í Flórída í Bandaríkjunum í dag. brjann@frettabladid.is Eldgos og jarðhræringar Gos á Fimmvörðuhálsi Mest lesið „Þetta er bara klúður“ Innlent Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Innlent Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna Erlent Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Innlent Seðlabankastjórinn Carney verður forsætisráðherra Kanada Erlent Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Innlent Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Innlent Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Erlent Þrjú banaslys á fjórum dögum Innlent Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Innlent Fleiri fréttir Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris „Þetta er bara klúður“ Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Nýr formaður, orkuskortur og hugvíkkandi efni Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Skjálfti 3 að stærð við Kleifarvatn Hrækti framan í lögregluþjón Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Kallað eftir afvopnun feðraveldisins „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Öflugur Hafnfirðingur á 525 filmuljósmyndavélar Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu „Sjálftaka pólitískrar yfirstéttar“, stóriðja á flugvellinum og færeysk veisla í kvöldfréttum Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Sjá meira
Milljónir flugfarþega eru enn strandaglópar vegna ösku frá eldstöðinni í Eyjafjallajökli. Askan hafði engin áhrif á þotur sem flugu tilraunaflug yfir meginlandi Evrópu í gær. Mikill þrýstingur er á flugmálayfirvöld að aflétta flugbanni. Flugsamgöngur voru áfram í lamasessi víðast hvar í Norður-Evrópu í gær vegna gjósku frá eldstöðinni í Eyjafjallajökli. Icelandair og Iceland Express náðu þó að fljúga samtals sjö ferðir til Þrándheims í Noregi. Vonir standa til að hægt verði að fljúga frá Íslandi til Norðurlandanna og Bandaríkjanna í dag. Icelandair hefur boðað að flogið verði til Stokkhólms, Óslóar og Tampere í Finnlandi. Iceland Express reiknar með að hægt verði að fljúga til Kaupmannahafnar, Berlínar, Tenerife og Alicante. Milljónir ferðamanna eru strandaglópar um heim allan eftir að flugsamgöngur lömuðust á fimmtudag í síðustu viku vegna gjósku frá Eyjafjallajökli. Samgönguyfirvöld í Evrópu vonast til að hægt verði að fljúga víða í Evrópu í dag eftir að breyttar vindáttir blésu öskunni frá Eyjafjallajökli að einhverju leyti frá meginlandinu. Alls er þó óvíst hvort og hvenær flugsamgöngur komast í eðlilegt horf. Nokkur stór flugfélög fengu í gær leyfi til að fljúga tilraunaflug. Engar skemmdir komu í ljós á þotunum vegna gosefna. Forsvarsmenn flugfélaganna hafa gagnrýnt að engar mælingar hafi verið gerðar á magni ösku sem borist hafi yfir Evrópu. Einungis hafi verið stuðst við útreikninga um væntanlegt útbreiðslusvæði öskunnar. Kostnaður flugfélaganna vegna flugbanns víða í Evrópu er talinn nema um 200 milljónum Bandaríkjadala, 25 milljörðum króna, á dag. Kostnaðurinn er því mögulega kominn vel yfir 100 milljarða króna, og mikill þrýstingur á flugmálayfirvöld að aflétta banninu, að hluta eða öllu leyti. „Það er augljóst að þetta gengur ekki lengur. Við getum ekki bara beðið eftir því að öskuskýið hverfi," sagði Siim Kallas, talsmaður samgöngumála hjá Evrópusambandinu, í Brussel í gær. Samgönguráðherra Frakklands tilkynnti í gær að ráðherrar frá öllum ríkjum Evrópu sem lokanirnar hafa náð til muni funda um ástandið í dag. Þótt eldgosið í Eyjafjallajökli hafi áhrif á flugsamgöngur víða í Evrópu gengu samgöngur við alþjóðlegu geimstöðina snurðulaust fyrir sig. Bandaríska geimvísindastofnunin NASA reiknar með að geimferjan Discovery lendi í Flórída í Bandaríkjunum í dag. brjann@frettabladid.is
Eldgos og jarðhræringar Gos á Fimmvörðuhálsi Mest lesið „Þetta er bara klúður“ Innlent Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Innlent Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna Erlent Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Innlent Seðlabankastjórinn Carney verður forsætisráðherra Kanada Erlent Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Innlent Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Innlent Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Erlent Þrjú banaslys á fjórum dögum Innlent Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Innlent Fleiri fréttir Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris „Þetta er bara klúður“ Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Nýr formaður, orkuskortur og hugvíkkandi efni Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Skjálfti 3 að stærð við Kleifarvatn Hrækti framan í lögregluþjón Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Kallað eftir afvopnun feðraveldisins „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Öflugur Hafnfirðingur á 525 filmuljósmyndavélar Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu „Sjálftaka pólitískrar yfirstéttar“, stóriðja á flugvellinum og færeysk veisla í kvöldfréttum Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Sjá meira