„Það er náttúrulega allt grátt og það var skelfilegt að koma út," segir Heiða Björg Scheving, á bænum Steinum, þegar hún lýsir því hvernig var að koma út í morgun. Frá því að eldgosið hófst í Eyjafjallajökli í síðustu viku hefur mikið öskufall verið á svæðinu.
„Það snjóaði hálfgerðri slyddu í nótt sem tók strax upp nema efst í Steinafjalli," segir Heiða. Nú sé loftið hreinna. Heiða segir að í raun sé stund milli stríða og að tíminn sé nýttur vel til að sinna skepnum. Á Steinum er kúabú.
