Körfubolti

Jakob fyrstur til að skora hundrað þrista á tímabilinu

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Jakob Örn Sigurðarson.
Jakob Örn Sigurðarson. Mynd/Stefán
Jakob Örn Sigurðarson er frábær þriggja stiga skytta og hann hefur heldur betur sannað það með Sundsvall Dragons í sænsku úrvalsdeildinni í körfubolta í vetur. Jakob varð á dögunum fyrsti leikmaður sænsku deildarinnar til þess að brjóta hundrað þrista múrinn í vetur.

Jakob hefur hitt úr 4 af 7 þriggja stiga skotum sínum í tveimur síðustu leikjum og er alls búinn að skora 106 þriggja stiga körfur í 37 leikjum í vetur. Auk þess að skora flesta þrista deildinni er Jakob með bestu nýtinguna af þeim sem hafa skorað 30 þriggja stiga körfur eða fleiri.

Jakob hefur nýtt 106 af 259 þriggja stiga skotum sínum sem gerir 40,9 prósent þriggja stiga skotnýtingu. Hann er að skora 2,9 þriggja stiga körfur að meðaltali í leik.

Brandon McKnight hjá Plannja Basket bættist í hundrað þrista hópinn í gær þegar hann skoraði sex þrista í sigri á Helga Má Magnússyni og félögum í Solna Vikings. McKnight hefur skorað 103 þrista í vetur.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×