Unnusta Hannesar: Játning Gunnars gríðarlegt áfall 6. september 2010 06:00 Kafarar frá sérsveit lögreglunnar hafa leitað morðvopnsins í smábátahöfn Hafnafjarðar síðan morðinginn játaði glæpinn. fréttablaðið/arnþór „Ég er búin að vera að bíða eftir niðurstöðum úr þessu máli, hvort sem þetta hafi verið Gunnar eða einhver annar, en þetta eru þær verstu sem gátu verið," segir unnusta Hannesar Þórs Helgasonar sem var myrtur á heimili sínu 15. ágúst. Hún er einnig æskuvinkona Gunnars Rúnars Sigþórssonar, 23 ára gamals karlmanns, sem hefur nú játað á sig morðið. „En auðvitað er ég ánægð að það séu komin málalok." Gunnar játaði verknaðinn við yfirheyrslur á föstudaginn síðasta eftir að hafa setið í einangrun á Litla-Hrauni síðan hann var handtekinn og úrskurðaður í fjögurra vikna gæsluvarðhald 28. ágúst. Vopnið sem Gunnar notaði til að bana Hannesi, hnífur með um 15 til 20 sentimetra löngu blaði, er enn ófundið. Kafarar frá sérsveit lögreglunnar hafa leitað hans í smábátahöfninni í Hafnarfirði síðan játning lá fyrir. Fatnaður hefur fundist í höfninni og var hann sendur til rannsóknar. Ekki er gefið hvort hann tengist rannsókninni á einhvern hátt. Friðrik Smári Björgvinsson, yfirlögregluþjónn rannsóknardeildar, segir mikinn létti að málið sé upplýst og lögregla telji víst að Gunnar hafi verið einn að verki. Unnusta Hannesar segir játningu Gunnars hafa verið gríðarlegt áfall fyrir sig, einnig í ljósi þess að þeir Hannes höfðu verið ágætis félagar. Hún hafi verið með Hannesi til klukkan hálf þrjú á aðfaranótt, þegar hann keyrði hana niður í miðbæ Reykjavíkur. Þar hafi hún hitt Gunnar Rúnar, ásamt vinkonum sínum og verið með þeim um kvöldið, en Hannes farið heim til sín í Háaberg. Hún hafi vaknað næsta morgun á heimili Gunnars Rúnars, án þess að muna nokkuð hvernig hún komst þangað. „Það kemur ekkert annað til greina en að eitthvað hafi verið sett út í glasið mitt. Gunnar fer með mig heim til sín um morguninn úr miðbænum, án míns samþykkis. Mér var sagt seinna að ég hafði neitað að fara með honum þegar hann vildi draga mig með sér heim, en hann hlustaði ekki á mig," segir hún. „Gunnar var fullur að keyra og var víst hræddur um að vera stoppaður. Hann vildi ekki taka á sig krókaleið heim til Hannesar þannig að hann tók mig heim til sín í staðinn. Hann sagði mér daginn eftir að hann hafði þurft að halda á mér inn." Unnusta Hannesar vaknaði um klukkan ellefu á sunnudagsmorgninum heima hjá Gunnari Rúnari. Hún gekk fram og heilsaði mömmu hans og segir allt hafa litið eðlilega út. Gunnar bauð henni far heim, sem hún þáði. Þegar í Háaberg var komið bauðst Gunnar til þess að fylgja stúlkunni inn til Hannesar, en hún afþakkaði það og sagðist þurfa að greiða sjálf úr sínum málum við Hannes og útskýra fyrir honum hvers vegna hún hefði ekki komið heim til hans um nóttina. Hún fann síðan Hannes á gólfinu þegar inn var komið og hringdi strax í Neyðarlínuna. „Það sást ekki á Gunnari. Ég á ennþá svo erfitt með að trúa því að hann hafi vitað af honum liggjandi á gólfinu og samt hleypt mér inn. Hvers konar mannvonska er það?" segir hún. Gunnari Rúnari er gert að sæta geðrannsókn og er honum enn haldið í einangrun á Litla-Hrauni. sunna@frettabladid.is Morðið á Hannesi Þór Helgasyni Mest lesið Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Fleiri fréttir Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Sjá meira
„Ég er búin að vera að bíða eftir niðurstöðum úr þessu máli, hvort sem þetta hafi verið Gunnar eða einhver annar, en þetta eru þær verstu sem gátu verið," segir unnusta Hannesar Þórs Helgasonar sem var myrtur á heimili sínu 15. ágúst. Hún er einnig æskuvinkona Gunnars Rúnars Sigþórssonar, 23 ára gamals karlmanns, sem hefur nú játað á sig morðið. „En auðvitað er ég ánægð að það séu komin málalok." Gunnar játaði verknaðinn við yfirheyrslur á föstudaginn síðasta eftir að hafa setið í einangrun á Litla-Hrauni síðan hann var handtekinn og úrskurðaður í fjögurra vikna gæsluvarðhald 28. ágúst. Vopnið sem Gunnar notaði til að bana Hannesi, hnífur með um 15 til 20 sentimetra löngu blaði, er enn ófundið. Kafarar frá sérsveit lögreglunnar hafa leitað hans í smábátahöfninni í Hafnarfirði síðan játning lá fyrir. Fatnaður hefur fundist í höfninni og var hann sendur til rannsóknar. Ekki er gefið hvort hann tengist rannsókninni á einhvern hátt. Friðrik Smári Björgvinsson, yfirlögregluþjónn rannsóknardeildar, segir mikinn létti að málið sé upplýst og lögregla telji víst að Gunnar hafi verið einn að verki. Unnusta Hannesar segir játningu Gunnars hafa verið gríðarlegt áfall fyrir sig, einnig í ljósi þess að þeir Hannes höfðu verið ágætis félagar. Hún hafi verið með Hannesi til klukkan hálf þrjú á aðfaranótt, þegar hann keyrði hana niður í miðbæ Reykjavíkur. Þar hafi hún hitt Gunnar Rúnar, ásamt vinkonum sínum og verið með þeim um kvöldið, en Hannes farið heim til sín í Háaberg. Hún hafi vaknað næsta morgun á heimili Gunnars Rúnars, án þess að muna nokkuð hvernig hún komst þangað. „Það kemur ekkert annað til greina en að eitthvað hafi verið sett út í glasið mitt. Gunnar fer með mig heim til sín um morguninn úr miðbænum, án míns samþykkis. Mér var sagt seinna að ég hafði neitað að fara með honum þegar hann vildi draga mig með sér heim, en hann hlustaði ekki á mig," segir hún. „Gunnar var fullur að keyra og var víst hræddur um að vera stoppaður. Hann vildi ekki taka á sig krókaleið heim til Hannesar þannig að hann tók mig heim til sín í staðinn. Hann sagði mér daginn eftir að hann hafði þurft að halda á mér inn." Unnusta Hannesar vaknaði um klukkan ellefu á sunnudagsmorgninum heima hjá Gunnari Rúnari. Hún gekk fram og heilsaði mömmu hans og segir allt hafa litið eðlilega út. Gunnar bauð henni far heim, sem hún þáði. Þegar í Háaberg var komið bauðst Gunnar til þess að fylgja stúlkunni inn til Hannesar, en hún afþakkaði það og sagðist þurfa að greiða sjálf úr sínum málum við Hannes og útskýra fyrir honum hvers vegna hún hefði ekki komið heim til hans um nóttina. Hún fann síðan Hannes á gólfinu þegar inn var komið og hringdi strax í Neyðarlínuna. „Það sást ekki á Gunnari. Ég á ennþá svo erfitt með að trúa því að hann hafi vitað af honum liggjandi á gólfinu og samt hleypt mér inn. Hvers konar mannvonska er það?" segir hún. Gunnari Rúnari er gert að sæta geðrannsókn og er honum enn haldið í einangrun á Litla-Hrauni. sunna@frettabladid.is
Morðið á Hannesi Þór Helgasyni Mest lesið Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Fleiri fréttir Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Sjá meira