Rannsókn lögreglu á andláti Hannesar Þórs Helgasonar teygir anga sína til Litháens, en hann átti í viðskiptum þar í landi undanfarið. Hannes kom heim frá Litháen á föstudag, rúmum sólarhring áður en hann fannst látinn.
Viðskipti Hannesar erlendis snúa að þremur Kentucky kjúklingastöðum sem fyrirtæki í eigu fjölskyldunnar rak í Vilníus í Litháen. Eftir því sem fréttastofa kemst næst kom Hannes heim úr viðskiptaferð þaðan á föstudaginn fyrir viku, rúmum sólarhring áður en hann fannst látinn á heimili sínu. Ekkert óeðililegt mun hafa komið upp á meðan dvöl hans þar stóð.