Pep Guardiola, þjálfari Barcelona, segir að liðið sé að spila sinn besta fótbolta síðan hann tók við stjórnartaumunum. Guardiola vann þrennuna með Börsungum á sínu fyrsta tímabili og varði svo deildarmeistaratitilinn á síðasta tímabili.
„Liðið er að spila sinn besta bolta síðan ég tók við. Hluti af ástæðunni fyrir því er að leikmenn hafa eytt meiri tíma saman. Ég dái þessa leikmenn því þeir þróast áfram og áhorfendur geta bókað hágæða skemmtun á leikjum hjá okkur," segir Guardiola.