Dagur B. Eggertsson: Reykjavík verður að taka forystu 12. maí 2010 09:39 Í borgarstjórnarkosningunum í vor stendur valið milli þess að bíða af sér kreppuna, líkt og Sjálfstæðisflokkurinn ætlar sér, eða beita afli borgarinnar til að vinna sig út úr henni eins hratt og kostur er, einsog hugmyndir Samfylkingarinnar ganga út á. Við teljum eindregið að Reykjavík eigi að taka sér forystuhlutverk á krepputímum. Sú forysta á að snúast um þrennt: tryggja atvinnu, tryggja öryggi og kveikja von um betra samfélag. Þetta þrennt er reyndar nátengt: Atvinna skapar öryggi sem skapar von. Ef við sköpum ekki atvinnu þá dregur úr öryggi og vonin dvínar - og andstæðan verður jafnvel ofan á: óöryggi og vonleysi.Atvinna Reykjavík á ekki að unna sér hvíldar fyrr en atvinnuleysi er úr sögunni. Þar þarf að leiða samvinnu margra. Sá doði sem stafar frá ráðhúsinu er bein afleiðing af því að frjálshyggjan vísar ábyrgðinni annað á meðan hún bíður eftir að markaðurinn leysi málin. Það er dýrt. Afleiðingin gæti orðið langvarandi atvinnuleysi. Höfuðborgin á þvert á móti að taka frumkvæði. Tryggja að hlúð sé að tækifærum í markvissu samstarfi við atvinnulífið, hvort sem er í ferðaþjónustu, þekkingariðnaði eða kvikmyndagerð svo dæmi séu tekin. Reykjavík er í einstakri stöðu til að fá aðra með. Viðhaldsverkefnum og framkvæmdum á ekki að fresta heldur flýta eins og kostur er. Ráða á fólk af atvinnuleysisskrá til brýnna verkefna, þar sem það er hægt. Einnig þar á Reykjavík að stíga fram og leiða. Þá fylgja aðrir á eftir. Það er allt betra en atvinnuleysi.Öryggi Reykjavík á að tryggja öryggi. Við þurfum öll að geta treyst því að samfélagið standi með okkur ef í harðbakkann slær. Það þýðir að hækka þarf lágmarksframfærslu og styðja betur við barnafjölskyldur. Öllum verður að tryggja þak yfir höfuðið án yfirskuldsetningar. Til þess þarf leiguhúsnæði að vera öruggur kostur, viðráðanlegt og fáanlegt til lengri tíma. Öryggi barna á að vera númer eitt. Skólarnir eiga að vera griðastaður, líka í kreppu. Við eigum að standa saman um að endurskoða forgangsröðina og tryggja að börn hrekist ekki úr íþróttum eða frístundastarfi vegna erfiðra heimilisaðstæðna. Sú menntun er líka nauðsynleg til að leggja grunn að farsælli og og öruggri framtíð. Við þurfum sterkt velferðarsamfélag því það er lykillinn að öryggi fyrir alla. Við skulum ekki kjósa frá okkur öryggið.Von Reykjavík á þó ekki síst að kveikja og næra von um sterkari borg og betra samfélag þar sem við lærum af reynslunni. Við eigum að horfa til framtíðar þar sem lausnir koma í stað kreddu, umhyggja og nágrannasamfélag í stað eigingirni og afskiptaleysis, samhjálp í stað kapphlaups eftir innantómum gæðum og umburðarlyndi í stað dómhörku. Borgarbragurinn byggir á okkur sjálfum. Í góðri borg fer saman óttaleysi og fjölbreytni, tilhlökkun gagnvart framtíðinni, ásamt hæfilegri blöndu af íhaldssemi og forvitni fyrir hinu nýja. Reykjavík er aflið sem mun koma Íslandi út úr kreppunni.Valið í vor Það er enginn vafi að ef rétt verður á málum haldið í borginni munum við sjá nýjar og gamalgrónar atvinnugreinar vaxa aftur og dafna sem aldrei fyrr. Við þurfum bara að þora að taka skrefið til forystu, og standa og falla með því. Byrjum á því að hafna þriggja ára framtíðarsýn meirihlutans í Reykjavík um aðgerðarleysi í atvinnumálum, 11% atvinnuleysi og 70% niðurskurð til mannaflsfrekra verkefna. Það boðar bara landflótta. Reykjavík hefur alla burði til að gera margfalt betur ef hún beitir sér. Atvinnustefna og aðgerðaráætlun Samfylkingarinnar fyrir komandi borgarstjórnarkosningar sannar það. Þar birtist sýn um atvinnu, öryggi og von um betri framtíð. Þar liggur munurinn. Þitt er valið. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Dagur B. Eggertsson Skoðun Mest lesið Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun Halldór 20.09.2025 Halldór Heimur á heljarþröm? Innflutningur á hatursorðræðu til Íslands! Arna Magnea Danks Skoðun Móðir í Breiðholti hjólar 5.000 kílómetra Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Eru Íslendingar feigir? Olíuvinnsla! Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason Skoðun Ástæðan fyrir því að við þurfum möguleika á dánaraðstoð Ingrid Kuhlman Skoðun Einföld og skiljanleg kerfi sem virka fyrir fólk og fyrirtæki Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Sterkara framhaldsskólakerfi Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun Skoðun Skoðun Frelsi til sölu Erling Kári Freysson skrifar Skoðun Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason skrifar Skoðun Móðir í Breiðholti hjólar 5.000 kílómetra Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Viðreisn lætur verkin tala Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sterkara framhaldsskólakerfi Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Eru Íslendingar feigir? Olíuvinnsla! Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Ástæðan fyrir því að við þurfum möguleika á dánaraðstoð Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Heimur á heljarþröm? Innflutningur á hatursorðræðu til Íslands! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Einföld og skiljanleg kerfi sem virka fyrir fólk og fyrirtæki Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Er veganismi á undanhaldi? Aldís Amah Hamilton,Kristín Helga Sigurðardóttir,Adelina Antal,Hanna Halldórsdóttir,Sigrún Elfa Kristinsdóttir,Lowana Veal skrifar Skoðun Lýðræðið tekið úr höndum nemenda í Lundarskóla Benedikt Már Þorvaldsson skrifar Skoðun Geðheilbrigði er mannréttindamál Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Stuðningsyfirlýsing forstöðumanna Sólheima Elfa Björk Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar Skoðun Tími skyndilausna á húsnæðismarkaði er liðinn Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun Lýðræði í mótvindi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Orka Breiðafjarðar Ingólfur Hermannsson skrifar Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar Skoðun Eigum við samleið Ragnheiður Ríkharðsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorð Palestínu Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi bítur Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar Skoðun Ísland boðar mannúð en býður útlegð Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Börnin eru ekki tölur Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Endurskoðun vaxtarmarka forsenda frekari uppbyggingar Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Að kveikja á síðustu eldspýtunni Sigurður Árni Reynisson skrifar Sjá meira
Í borgarstjórnarkosningunum í vor stendur valið milli þess að bíða af sér kreppuna, líkt og Sjálfstæðisflokkurinn ætlar sér, eða beita afli borgarinnar til að vinna sig út úr henni eins hratt og kostur er, einsog hugmyndir Samfylkingarinnar ganga út á. Við teljum eindregið að Reykjavík eigi að taka sér forystuhlutverk á krepputímum. Sú forysta á að snúast um þrennt: tryggja atvinnu, tryggja öryggi og kveikja von um betra samfélag. Þetta þrennt er reyndar nátengt: Atvinna skapar öryggi sem skapar von. Ef við sköpum ekki atvinnu þá dregur úr öryggi og vonin dvínar - og andstæðan verður jafnvel ofan á: óöryggi og vonleysi.Atvinna Reykjavík á ekki að unna sér hvíldar fyrr en atvinnuleysi er úr sögunni. Þar þarf að leiða samvinnu margra. Sá doði sem stafar frá ráðhúsinu er bein afleiðing af því að frjálshyggjan vísar ábyrgðinni annað á meðan hún bíður eftir að markaðurinn leysi málin. Það er dýrt. Afleiðingin gæti orðið langvarandi atvinnuleysi. Höfuðborgin á þvert á móti að taka frumkvæði. Tryggja að hlúð sé að tækifærum í markvissu samstarfi við atvinnulífið, hvort sem er í ferðaþjónustu, þekkingariðnaði eða kvikmyndagerð svo dæmi séu tekin. Reykjavík er í einstakri stöðu til að fá aðra með. Viðhaldsverkefnum og framkvæmdum á ekki að fresta heldur flýta eins og kostur er. Ráða á fólk af atvinnuleysisskrá til brýnna verkefna, þar sem það er hægt. Einnig þar á Reykjavík að stíga fram og leiða. Þá fylgja aðrir á eftir. Það er allt betra en atvinnuleysi.Öryggi Reykjavík á að tryggja öryggi. Við þurfum öll að geta treyst því að samfélagið standi með okkur ef í harðbakkann slær. Það þýðir að hækka þarf lágmarksframfærslu og styðja betur við barnafjölskyldur. Öllum verður að tryggja þak yfir höfuðið án yfirskuldsetningar. Til þess þarf leiguhúsnæði að vera öruggur kostur, viðráðanlegt og fáanlegt til lengri tíma. Öryggi barna á að vera númer eitt. Skólarnir eiga að vera griðastaður, líka í kreppu. Við eigum að standa saman um að endurskoða forgangsröðina og tryggja að börn hrekist ekki úr íþróttum eða frístundastarfi vegna erfiðra heimilisaðstæðna. Sú menntun er líka nauðsynleg til að leggja grunn að farsælli og og öruggri framtíð. Við þurfum sterkt velferðarsamfélag því það er lykillinn að öryggi fyrir alla. Við skulum ekki kjósa frá okkur öryggið.Von Reykjavík á þó ekki síst að kveikja og næra von um sterkari borg og betra samfélag þar sem við lærum af reynslunni. Við eigum að horfa til framtíðar þar sem lausnir koma í stað kreddu, umhyggja og nágrannasamfélag í stað eigingirni og afskiptaleysis, samhjálp í stað kapphlaups eftir innantómum gæðum og umburðarlyndi í stað dómhörku. Borgarbragurinn byggir á okkur sjálfum. Í góðri borg fer saman óttaleysi og fjölbreytni, tilhlökkun gagnvart framtíðinni, ásamt hæfilegri blöndu af íhaldssemi og forvitni fyrir hinu nýja. Reykjavík er aflið sem mun koma Íslandi út úr kreppunni.Valið í vor Það er enginn vafi að ef rétt verður á málum haldið í borginni munum við sjá nýjar og gamalgrónar atvinnugreinar vaxa aftur og dafna sem aldrei fyrr. Við þurfum bara að þora að taka skrefið til forystu, og standa og falla með því. Byrjum á því að hafna þriggja ára framtíðarsýn meirihlutans í Reykjavík um aðgerðarleysi í atvinnumálum, 11% atvinnuleysi og 70% niðurskurð til mannaflsfrekra verkefna. Það boðar bara landflótta. Reykjavík hefur alla burði til að gera margfalt betur ef hún beitir sér. Atvinnustefna og aðgerðaráætlun Samfylkingarinnar fyrir komandi borgarstjórnarkosningar sannar það. Þar birtist sýn um atvinnu, öryggi og von um betri framtíð. Þar liggur munurinn. Þitt er valið.
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun
Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason Skoðun
Skoðun Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason skrifar
Skoðun Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar
Skoðun Einföld og skiljanleg kerfi sem virka fyrir fólk og fyrirtæki Hanna Katrín Friðriksson skrifar
Skoðun Er veganismi á undanhaldi? Aldís Amah Hamilton,Kristín Helga Sigurðardóttir,Adelina Antal,Hanna Halldórsdóttir,Sigrún Elfa Kristinsdóttir,Lowana Veal skrifar
Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar
Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar
Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar
Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar
Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun
Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason Skoðun